Fréttablaðið - 24.08.2006, Page 8

Fréttablaðið - 24.08.2006, Page 8
8 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR LANDBÚNAÐUR Kostnaður ríkis- sjóðs vegna átaks gegn riðu- og garnaveiki í sauðfé nam alls 757,7 milljónum króna á núvirði á tíma- bilinu 1998-2004. Þar af nam kostn- aður vegna riðuveiki 667,4 millj- ónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins um kostnað við riðu- og garnaveiki. Á tímabilinu var kostnaður rík- issjóðs á ári að meðaltali 95,3 milljónir króna vegna riðunnar og 13 milljónir króna vegna garna- veikinnar. Heildarkostnaður við sérhvert riðutilvik á tímabilinu nam að meðaltali 26,7 milljónum króna. Á árunum 1986-2004 var fé fargað á 872 bújörðum vegna riðu- veiki. Förgunin átti sér stað á 257 riðuhjörðum og 615 áhættuhjörð- um. Áætlað er að um 182.000 kind- um hafi verið fargað vegna aðgerðanna á ofangreindu tíma- bili og að 350 bændur hafi hætt búskap með sauðfé í kjölfar nið- urskurðar vegna riðuveiki. Aðgerðir stjórnvalda gegn garnaveiki í sauðfé hófust af krafti á árinu 1966 eftir að tekist hafði að þróa bóluefni gegn veik- inni á Keldum. Fyrir þann tíma var garnaveikin mikill skaðvald- ur þar sem allt að 40 prósent full- orðinna kinda drápust úr veikinni árlega. Samanborið við þær upp- lýsingar hafa aðgerðir stjórn- valda í baráttunni við garna- veikina skilað gríðarlegum árangri, en á tímabilinu 1998-2004 var fargað 183 kindum á 71 bújörð. Heildarkostnaður á hverja bújörð þar sem garnaveiki var greind á tímabilinu nam að meðal- tali 1,3 milljónir króna. Kostnaður bænda við niðurskurð vegna riðu og garnaveiki í sauðfé á tímabil- inu 1998-2004 var alls um 115 milljónir króna á núvirði, eða að jafnaði um 16,5 milljónir króna á ári. Kostnaður afurðastöðva vegna þessara tveggja búfjársjúkdóma er talinn vera um hálf milljón króna á ári á núvirði. Að stærst- um hluta er um að ræða áætlaðan kostnað afurðastöðvanna af send- ingu vegna sýnatöku til rann- sóknadeildar dýrasjúkdóma. Fjöldi sýnanna er á bilinu 7.000- 8.000 á ári. Í skýrslu sem unnin var á vegum landbúnaðarráðuneytisins um varnir gegn búfjársjúkdóm- um kemur meðal annars fram að árangur af baráttunni gegn þess- um búfjársjúkdómum hefur skil- að góðum árangri. Riða var á 26 af 36 sóttvarnarsvæðum þegar sjúk- dómurinn var í hámarki, en er nú á 12 svæðum. Hún hefur ekki greinst lengi á nýju svæði. Bólu- sett var við garnaveiki á 29 sótt- varnarsvæðum en því hefur nú verið hætt á ellefu þeirra þar sem talið er að veikin sé ekki lengur til staðar. jss@frettabladid.is BÚFJÁRSJÚKDÓMAR Riða og garnaveiki hafa verið á hröðu undanhaldi á undanförnum árum í kjölfar átaks gegn þessum búfjársjúkdómum. Átak gegn riðuveiki kostar 667 milljónir Kostnaður ríkissjóðs vegna baráttu gegn riðuveiki nam 667,4 milljónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna á tímabilinu 1998-2004. Áætlað er að um 182.000 kindum hafi verið fargað vegna aðgerðanna á 18 ára tímabili og að 350 bændur hafi þá hætt búskap með sauðfé. JERÚSALEM, AP Ísraelar hafa undir- ritað kaupsamning um tvo kafbáta sem geta skotið kjarnorkueld- flaugum og verða þeir afhentir og sjófærir innan skamms. Þýsk yfir- völd láta Ísraelum kafbátana í té, en samkvæmt þýska blaðinu Spiegel var veittur góður afsláttur af bátunum. Kaupverðið mun vera 91,5 milljarðar króna. Ísraelar keppast nú við að upp- færa og auka herbúnað sinn og segja það gert vegna vilja ráða- manna í Íran til að auðga úran, en Ísraelar óttast að það sé gert í hernaðarlegum tilgangi. Ísraelar hafa aldrei, ólíkt írönskum stjórn- völdum, skrifað undir NPT-samn- inginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna, né hleypt alþjóðleg- um eftirlitsmönnum í kjarnorku- ver sín. - kóþ Vopnasala Þjóðverja: Ísraelar kaupa kjarnorkubáta VEISTU SVARIÐ? 1Við hvaða þjóð keppa Íslendingar í knattspyrnu þann 6. september? 2Hvað þurfti lögreglan í Reykjavík að greiða mikið vegna löggæslu á síðustu Menningarnótt? 3Hvað hafa veiðst margir laxar í Ytri-Rangá það sem af er sumri? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf. EKKI BORGA MEIRA! Samanburðarbíll: 2002 árgerð, 990.000 kr., 1800 vél SJÓVÁ Skyldutrygging+Kaskó 108.633 71.820 um 50 þ. kr. sjálfsábyrgð Upplýsingar um verð fengust með tölvupósti frá þjónustufulltrúa þann 11. 8. 2006 Rúmlega 36 þúsund króna verðmunur! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E LI 3 36 98 0 8/ 20 06 Reiknaðu þitt dæmi á elisabet.is Vindsveipur Sterkur vindsveipur velti tveimur hjólhýsum um koll á tjaldstæði í Hjälmaresund í Svíþjóð skömmu eftir hádegi í gær. Annað hjólhýsið er ónýtt eftir veðrið, en hitt er illa farið. Mikil mildi þykir að engin slys urðu á fólki. SVÍÞJÓÐ ÚTGERÐARMÁL Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Verkalýðs- félags Húsavíkur og nágrennis, segir það vera áfall fyrir atvinnu- lífið á Húsavík að Skinney-Þinga- nes hf. hafi keypt kvóta og skip útgerðarfélagsins Langaness hf. á Húsavík. Skinney-Þinganes gekk á þriðjudaginn frá kaupum á skip- unum Björgu Jónsdóttur og Bjarna Sveinssyni, auk veiðiheimilda. „Þetta er slæmt mál fyrir byggð- ina, þar sem þetta er þriðja áfallið sem verður í héraðinu á skömm- um tíma. Kísiliðjan lokaði fyrir skömmu, rækjuverksmiðjan hætti og svo koma þessi viðskipti núna, sem eru ekki héraðinu í hag,“ sagði Aðalsteinn Árni. Ekki stendur til að segja áhöfn- inni á Björgu Jónsdóttur upp störf- um, samkvæmt upplýsingum frá Skinney-Þinganesi. Hún verður áfram á skipinu þó Skinney-Þinga- nes hafi höfuðstöðvar á Höfn í Hornafirði. Björg Jónsdóttir er útbúið til veiða á uppsjávarfiski en engar veiðiheimildir hafa verið skráðar á Bjarna Sveinsson um nokkurt skeið. Síldarvinnslan, sem átti næstum 40 prósent í Langa- nesi hf., seldi Skinney-Þinganesi hlut sinn í fyrirtækinu í sumar, sem síðan keypti hlutinn sem eftir var í fyrirtækinu á þriðjudag. Ekki hefur verið gefið upp hversu hátt verð Skinney-Þinga- nes greiddi fyrir skipin og afla- heimildirnar. - mh Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur segir sölu á útgerðarfélagi í bænum áfall: Þrjú áföll á skömmum tíma BJÖRG JÓNSDÓTTIR Skinney-Þinganes hefur fest kaup á þessu skipi og Bjarna Sveinssyni auk veiðiheimilda. FRÍSTUNDAHEIMILI Alls bíða 816 börn eftir vistun á frístundaheim- ilum í Reykjavík. Flest börn bíða eftir plássi í Grafarvogi og Árbæ eða um 220 á hvorum stað. Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segir að alls hafi 2400 umsóknir borist um pláss á frístundaheimilin í Reykjavík sem sé fjölgun frá því í fyrra. Enn vantar 60 starfsmenn á frí- stundaheimilin og segir Björn Ingi allt kapp lagt á að manna stöðurn- ar sem allra fyrst og að margar umsóknir séu í skoðun. „Í fyrra náðist ekki að manna frístunda- heimilin fyrr en eftir áramót en vonandi gengur það betur núna. Til að fá fólk til starfa er verið að kanna að gera samkomulag við félagsliðabraut Borgarholtsskóla og Kennaraháskólann um að nem- endur þessara skóla fái einingar fyrir að vinna á frístundaheimil- um. Þá hefur það verið rætt við menntasvið Reykjavíkurborgar hvort möguleiki sé að nýta starfs- menn grunnskólanna á frístunda- heimilin.“ Björn Ingi segist hafa heyrt í foreldrum sem séu uggandi um að börn þeirra komist að en segir þá jafnframt sýna skilning á því að verið sé að vinna að þessum málum af fullum krafti. - hs Hugsanlegt er að nemendur KHÍ fái einingar fyrir að vinna á frístundaheimilum: Yfir átta hundrað börn bíða VIÐ MELASKÓLA Enn vantar sextíu starfsmenn á frístundaheimilin í Reykjavík. Laxamok fyrir austan Veiði hefur verið með ágætum í vopnfirsku laxveiðiánum í sumar og voru komnir 1.572 laxar í Selá og 1.050 úr Hofsá á föstudaginn. Nýbyrjað er að veiða í Vesturdalsá en þar er verið að byggja ána upp með því að sleppa nær öllum fiski aftur í ána er hann veiðist. VEIÐI Risi á leiðinni Þrjú skemmtiferðaskip eiga enn eftir að hafa viðdvöl á Ísafirði í sumar, þar af tvö þau stærstu sem þangað koma þetta árið. Stærsta skip sumarsins, Sea Princess, sem er 77.499 brúttótonn, kemur þann 9. september með hvorki fleiri né færri en nítján hundruð og fimmtíu farþega. ÍSAFJÖRÐUR DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær sex mánaða nálgunarbann sem maður var dæmdur í gagnvart barnsmóður sinni og sambýlis- manni hennar, í héraðsdómi þann 21. ágúst síðastliðinn. Maðurinn hafði nýlokið við þriggja mánaða nálgunarbann, sem hann hafði verið dæmdur í áður, þegar hann kom að heimili barns- móður sinnar, þar sem hún býr ásamt manni sínum og syni ákærða, með barefli. Þar lét maðurinn öllum illum látum og barði húsið að utan og hafði uppi hótanir. Hinn dæmdi skýrði hegðun sína á þann veg að hann óttast um vel- ferð sonar síns. - æþe Hæstiréttur fellir dóm: Nálgunarbann í sex mánuði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.