Fréttablaðið - 24.08.2006, Síða 33
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Auður Þórhildur Ingólfsdóttir keypti íbúð fyrir
þremur árum og með henni fylgdi eldgömul en forláta
eldavél.
„Ég er ekki með árgerðina á hreinu en hún er að minnsta
kosti sextíu ára gömul, svo mikið er víst. Það ótrúlega er
að það virkar allt í henni og hún virðist ekkert vera á
leiðinni að gefa upp öndina,“ segir Auður en eldavélin
hefur vakið mikla athygli hjá gestum hennar enda gefur
hún eldhúsinu skemmtilegan blæ. „Hún er náttúrulega
risastór þannig að hún fer ekki fram hjá neinum. Samt
sem áður passar hún vel inn í eldhúsið og er síður en svo
fyrir. Þegar fólk kemur inn í nýja íbúð fær gólfið, skáp-
arnir eða annað gullhamrana. Hér tala allir um eldavél-
ina enda er hún alveg einstök. Konan sem átti íbúðina á
undan mér sá greinilega svolítið eftir henni og bað mig
um að hafa samband ef ég ætlaði að losa mig við hana.“
Eldavélin er af tegundinni „General Electric“ og
sómir sér vel sem amerískt ferlíki með öllu tilheyrandi.
„Allar hellur eru virkar og það eru tveir ofnar sem eru
svo stórir að maður gæti næstum því eldað 100 kg búr-
hval í þeim. Hægt er að nota báða ofnana í einu þannig
að það er lítið mál að henda í tuttugu sortir um jólin. Svo
fylgja salt- og piparstaukar með og inni í ofnunum eru
litlar skúffur undir hellunum þar sem er að finna alls
kyns ráðleggingar í matreiðslu. Ein vinkona mín sagði
að það vantaði bara stýri á eldavélina svo maður gæti
keyrt í burtu á henni – maður fær þannig tilfinningu
fyrir henni. Annars er voða gaman að elda á henni og
það myndast skemmtileg stemning í kringum það. Hér
er alltaf verið að elda eitthvað þannig að hún hentar mér
mjög vel,“ segir Auður að lokum. erlabjorg@frettabladid.is
Ferlíki með
sjarma
Auður Þórhildur við risastóru eldavélina sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GYLLT LEÐUR OG
LITAÐ RÚSKINN
Ökklaskór og leðurstígvél
eru einkennandi fyrir
skótískuna í haust
TÍSKA 2
GÓÐAN DAG!
Í dag er fimmtudagurinn
24. ágúst, 236. dagur
ársins 2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 5.45 13.30 21.13
Akureyri 5.22 13.15 21.05
MADDÖMUR
MEÐ SÁL
Mæðgurnar Jósefína og Helga
selja gamla muni með sál á
Selfossi
HEIMILI 8
Karen Walker tilkynnti í
fyrradag að hún myndi kynna
vor- og sumarlínu
sína fyrir árið 2007 á
tískuvikunni í New
York. Þetta þykja
stórar fréttir þar
sem Karen, sem er
frá Nýja-Sjálandi,
hefur verið ein af
aðalhönnuðunum
á tískuvikunni í
London.
Tóbaksvarnalög voru
væntanlega brotin á dögunum
þegar útvarpsstöðin XFM gaf
boðsmiða á bíómynd ásamt
sígarettu þar sem skilyrði fyrir
því að fá miðann var að reykja
sígarettuna.
Innköllun á hugbúnaði
stafrænna myndavéla af gerðinni
HP Photosmart R707 frá Hewlett
Packard fer nú fram á vegum
Opinna kerfa ehf. og Hewlett
Packard. Óhapp getur átt sér
stað ef notendur myndavélanna
reyna að stinga myndavélinni
í samband við rafmagn því
rafhlöðurnar í myndavélinni eru
ekki hleðslurafhlöður.
ALLT HITT
TÍSKA HEILSA HEIMILI