Fréttablaðið - 24.08.2006, Page 34

Fréttablaðið - 24.08.2006, Page 34
[ ]Beltin eru ekkert á leiðinni úr tísku. Þau eru áberandi í hausttískunni og jafnvel mætti nota fleiri en eitt í einu. Litað rúskinn, ökklaskór og stígvél virðist vera það sem koma skal í skótískunni í haust. Verslanir fyllast nú af nýjum haustvörum. Tískan breytist eins og lög gera ráð fyrir og áherslur breytast með árstíðaskiptum. Litið var við í nokkrum skóbúðum í Kringlunni til að forvitnast um hvað verður heit- ast í haust og vetur. Ökklaskór koma sterkir inn. Þeir eru af ýmsum gerðum en þó minna þeir töluvert á tímabil Loðvíks 14. Litað rúskinn er einnig áberandi, allt frá grænu til fjólublás. Þá eru stígvél klassísk, sérstak- lega á veturna enda henta þau vel fyrir þá veðráttu sem ríkir á landi ísa. Gelluskór og opnar, flatbotna tátiljur eru þó aldrei langt undan. -sgi/-eö Gyllt leður og litað rúskinn Svört krumpustígvél frá Skór.is. 6.995 kr. Gylltir ökklaskór frá Skór.is. 12.995 kr. Gylltir gelluskór frá GS skóm. 8.990 kr. Brúnir og gylltir ballettskór frá Focus. 6.990 kr. Flatbotna ballettskór með glimmeri frá Skór.is. 3.995 kr. Fjólubláir rúskinnsskór frá Nine West. 12.990 kr. Brún kúrekastíg- vél frá GS skóm. 22.990 kr. Grænir rúskinns ökklaskór frá Nine West. 24.990 kr. Brún stígvél frá Focus. 10.990 kr. Há leðurstígvél, reimuð með rennilás á hliðinni, frá Nine West. 22.990 kr. Svartir ökklaskór frá Focus. 6.990 kr. Opið mán-fös 11-18 laugardaga 11-15 Vertu þú sjálf – vertu Bella donna Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvk, Sími 551 5814 40% afsláttur á meðan birgðir endast verð áður 3.300 kr Nú aðeins 2.200 kr Beutybox Ekkert blað? 550 5000 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.