Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2006, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 24.08.2006, Qupperneq 60
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR36 STEVE GUTTENBERG FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1958 „Ég elska frægðina, peningana og völdin en maður verður að leggja á sig vinnu til þess að öðlast þetta.“ Leikarinn Steve Guttenberg gerði garðinn frægan í gamanmyndunum um Lögregluskólann á níunda áratug síðustu aldar. 13.30 Sigrún Sigurjónsdóttir, Strandgötu 45, Akureyri, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju. 15.00 Guðrún Sigurðardóttir, menntaskólakennari, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju. 15.00 Halldór K. Karlsson, Esju- grund 5, Kjalarnesi, verður jarðsunginn frá kapellunni í Fossvogi. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Sæbjörns Jónssonar Laugarnesvegi 89, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá læknar og hjúkrunarfólk á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut, Líknardeild Landspítalans í Kópavogi og séra Hans Markús Hafsteinsson. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Valtýsdóttir Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson Jóhanna Guðrún Jónasdóttir Valbjörn Sæbjörnsson Erna Dahl Alma Sæbjörnsdóttir Smári Valtýr Sæbjörnsson Selma Hrönn Maríudóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Önnu Þórarinsdóttur sjúkraþjálfara, Hraunvangi 1, Hafnarfirði. Þórarinn Stefánsson Ragnheiður Karlsdóttir Guðni Stefánsson Ewa Sunneborn Tryggvi Stefánsson Unnur Sigursveinsdóttir Valgerður Stefánsdóttir Sigurður Valgeirsson Ástríður Stefánsdóttir Jón Ásgeir Kalmansson Barnabörn og barnabarnabörn. Halldór Björnsson hjá Malbikun HG verður sextugur föstudaginn 25. ágúst næstkomandi og ætlar hann og fjölskylda að taka á móti gestum í tilefni þessara tímamóta í Félagsheimili Kópavogs á afmælisdaginn milli kl . 18 og 21. Halldór vonast til að sjá sem flesta ættingja og vini, núverandi og fyrrum starfsmenn Halldórs og Guðmundar og Malbikunar HG, og aðra samferðamenn fyrr og nú. 60 ára afmæli Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólöf Jónasdóttir frá Magnússkógum, lést á dvalarheimilinu Silfurtúni, Búðardal, aðfaranótt laugardagsins 19. ágúst. Útförin fer fram frá Hvammskirkju í Dölum laugardaginn 26. ágúst kl. 14. Ingibjörg Guðmundsdóttir Magnús Pálsson Jónas Guðmundsson Sigurbjörg Jónsdóttir Guðbjörn Guðmundsson Jóhanna B. Jóhannsdóttir Jensína Guðmundsdóttir Andrés P. Jónsson Guðrún Guðmundsdóttir Helgi Þorvaldsson barnabörn og fjölskyldur. Dóttir okkar og systir, Linda Björg Rafnsdóttir verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Anna Margrét Eiríksdóttir Hafsteinn Helgi Grétarsson Rafn Harðarson Monika Anna Zdun og systkini. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma, langamma, dóttir og systir, Halldóra Guðrún Björnsdóttir Tunguheiði 12, lést á heimili sínu mánudaginn 21. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Páll Kristjánsson Aðalbjörg Pálsdóttir Steindór Jón Pétursson Björn Pálsson Berglind Lúðvíksdóttir Sigurlaug Pálsdóttir Guðni Þór Þorvaldsson Anna Lilja Pálsdóttir Ívar Guðmundsson Soffía Björnsdóttir Grímur S. Björnsson Þorsteinn Kr. Björnsson Björn A. Björnsson Barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hallfríður Jónsdóttir frá Bæjum á Snæfjallaströnd, lést á Hrafnistu 23. ágúst síðastliðinn. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu 30. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd ástvina og ættingja, Margrét Dóra Elíasdóttir Elías Halldór Elíasson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, John S. Magnusson Upper Montclair, New Jersey, USA, andaðist mánudaginn 21. ágúst á hjúkrunarheimili í New Jersey, USA. Edda S. Magnusson John S. Magnusson Jana Magnusson Stefan G. Magnusson Ellen Morris og afabörn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Í dag fagnar Guðrún Edda Gunnars- dóttir, tónlistarkona og tölvunarfræð- ingur, fertugsafmælinu sínu. Hún hefur haft í nógu að snúast í sumar og unnið hörðum höndum að endurbótum á húsinu sínu svo allt verði klappað og klárt fyrir afmælisveislurnar. „Ég held veislu fyrir nánustu fjöl- skylduna á sunnudaginn og svo held ég svona kvennaboð. Ég skipti þessu svona niður,“ segir Guðrún Edda um fyrirhuguð hátíðahöld í tilefni af afmælinu. Aðspurð segist hún ekki vera vön að halda stórar veislur á afmælisdögunum sínum og ekki fund- ist tímabært að halda upp á fertugsaf- mælið með fjaðrafoki. „Ég gifti mig fyrir tveimur árum og fékk þá alveg nóg af stórum boðum, að minnsta kosti í bili,“ bætir hún við. Guðrún Edda segist muna sérstak- lega vel eftir tvítugsafmælinu sínu sem hún hélt upp á í Bandaríkjunum. Þá var hún nýkomin til Boston og við það að hefja nám í nýjum skóla. „Þetta var svolítið sérstakt því ég var bara búin að vera úti í tvo daga og með hópi af útlendingum í svona kynningarviku. Tvö úr hópnum komu með gjöf handa mér á afmælisdaginn, þau voru bæði frá Indlandi og komu með indverskan fíl að mig minnir og kort,“ segir Guð- rún Edda og hlær við tilhugsunina. „Þetta var voðalega sætt því ég var svo ein þarna á afmælisdeginum mínum,“ bætir hún hlæjandi við. Börnin streyma um þessar mundir í skólann og fer Guðrún Edda ekki var- hluta af því þar sem dóttir hennar er að byrja í leikskóla. Hún segir að skóla- byrjunin hafi þó ekki skarast við afmæl- ið á hennar yngri árum enda hafi fyrir- komulagið þá verið annað. „Þegar ég var lítil byrjuðum við náttúrulega ekki í skólanum fyrr en seinna svo afmælið var alltaf síðsumars. Þessi tími ársins hefur yfirleitt verið góður fyrir afmæli enda fólkið komið heim úr sumarfríun- um svo það hefur aldrei verið neitt mál að halda upp á það, ef maður hafði áhuga á því.“ Annars hefur Guðrún Edda í nógu að snúast um þessar mundir þar sem hún er að ljúka við fæðingarorlofið sitt og að byrja að vinna aftur á fullu. „Kór- inn minn, Schola Cantorum, er líka að byrja æfingar og við erum að syngja með Sinfóníuhljómsveitinni núna í okt- óber, svo ýmislegt liggur þar fyrir,“ segir hún. Sumarið hefur verið annríkt hjá Guðrúnu og fjölskyldu. „Við erum nýbúin að kaupa hús sem við erum að klára að gera svolítið upp fyrir afmæl- isboðið,“ segir Guðrún Edda Gunnars- dóttir, tónlistarkona og tölvunarfræð- ingur. annat@frettabladid.is GUÐRÚN EDDA GUNNARSDÓTTIR: FERTUG Í DAG Fékk fíl í tvítugsafmælisgjöf FERTUG MEÐ LITLA DRENGINN Tónlistarkonan og tölvunarfræðingurinn Guðrún Edda Gunnarsdóttir fagnar fertugsafmælinu sínu í dag en hún heldur senn aftur í fulla vinnu eftir að hafa verið í fæðingar- orlofi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR timamot@frettabladid.is Leikarinn Clark Gable féllst með semingi á að leika suðurríkjasjarmör- inn Rhett Butler í stórmyndinni Gone With the Wind á þessum degi árið 1938. Framleið- andinn David O. Selznick hafði áður náð samkomulagi við MGM-kvik- myndaverið um að það tæki þátt í fjármögnun þessa stórverkefnis. Samningurinn fól einnig í sér að MGM myndi lána Selznick Gable í hlutverk Butlers. Sjálfum leist Gable ekkert of vel á hugmyndina og hann óttaðist að áhugi almenn- ings á verkefninu og mikil athygli fjölmiðla myndi byggja upp svo miklar væntingar til persónunnar að enginn leikari gæti staðið undir þeim. Áhyggjur hans reyndust þó ástæðulausar þar sem hann þótti skila Butler með miklum sóma og samleikur hans og Vivien Leigh í hlutverki Scarlett O´Hara gerði þau að einu ástsæl- asta kvikmyndapari sögunnar. ÞETTA GERÐIST 24. ÁGÚST 1938 Gable á hverfanda hveli JARÐARFARIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.