Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 62
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ■ Pondus Eftir Frode Øverli NEI SKO! Hvar er barnið?! Mússímúss! Hvar er barnið? Eiginlega? Hvar er baddnið? Mússímúss! Hvar er barnið?! ÞARNA! Þarna er barnið! Ansans! Ég hélt í smástund að ég væri orðinn ósýnilegur! Hæ. Ég heiti Gaddi. Ég hefði getað giskað á það. Hvaða læti voru þetta eiginlega í glugga- þvottamanninum? Uppáhaldsleikfangið mitt er „eigandinn á gólfinu“ Má ég fá eitthvað gotterí? Hvað með smá köku- deig? Namm! ...og smá handa Hannesi. Áttu eitt-hvað gotterí sem ég má fá en ekki hann? Namm! Ég er aldrei verri við sjálfan mig en þegar ég er góður við mig. Þá læt ég það eftir mér að drekka tvo lítra af kóki á dag, fæ mér inni á milli tíu svarta kaffi- bolla og reyki tuttugu sígarettur með þessum himnesku en baneitruðu drykkjarföngum. Ég hef svo sem komist ágætlega upp með ofneyslu löglegu fíkni- efnanna sykurs, nikótíns og koffíns en afleiðingar neyslunnar eru skyndilega farnar að segja til sín. Líkamleg hnignun mín hefur verið svo hröð að mér er skapi næst að tala um stökkbreytingu. Ég reyndi fyrst að afsaka þetta með því að ald- urinn væri farinn að segja til sín en komst ekki hjá því að viðurkenna fyrir sjálfum mér að það væri fíkni- efnunum mínum að kenna að ég væri orðin svefnvana taugahrúga með stöðuga magaverki og hand- skjálfta. Ég stend því frammi fyrir tveim- ur augljósum valkostum; halda áfram á sömu braut eða snúa blað- inu við og endurheimta fyrri þrótt. Ákvað að velja seinni kostinn og ýmist draga úr eða hætta neyslu þessara undursamlegu efna. Í kjölfar jafn stórrar ákvörðunar gengur maður í gegnum sorgarferli þar sem líf manns hefur meira og minna hverfst um þetta dót sem hefur haldið manni vakandi og gang- andi árum saman. Þetta er svipað því og að missa góðan vin en rétt eins og maður kemst yfir slíkt getur maður hrist þessa sorg af sér. Það þarf bara eitt- hvað annað að koma í staðinn og í mínu tilfelli er það sund. Það er greinilega eitthvað til í þeim lífseiga orðrómi að hreyfing sé manni góð og bæti geðslag og andlega líðan. Nokkrar ferðir í Vesturbæjar- lauginni nægja til þess að öll löngun í kaffi og sígó hverfur og maður stígur upp úr vatninu eins og nýr maður. Hefur skolað af sér syndir fortíðarinnar og getur því slakað á ferskur í heita pottinum og hlustað á mergjaðar samræður alvitring- anna sem þar halda til. Jafn kjarn- gott andans fóður finnur maður ekki í slímusetum fyrir framan sjónvarp- ið, svo mikið er víst. STUÐ MILLI STRÍÐA Björgunarsund aumingja ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON BUSLAR TIL BETRA LÍFS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.