Fréttablaðið - 24.08.2006, Side 66
24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR42
Yngsti nemandi í sögu Lista-
háskóla Íslands hóf þar nám
nú í vikunni, fiðluleikarinn
Hulda Jónsdóttir sem er
fimmtán ára. Hulda hefur
í nógu að snúast í fyrstu
skólavikunni og heldur tón-
leika í kvöld á Blómstrandi
dögum í Hveragerði.
„Ég var beðin um að halda þessa
tónleika og þetta eru verk sem ég
æfði í vor og hafði spilað líka eitt-
hvað áður. Svo þetta er héðan og
þaðan úr því sem ég kann,“ segir
Hulda Jónsdóttir þegar hún er
spurð hvers konar verk hún leiki á
tónleikunum sem hún heldur í
kvöld. Þeir fara fram í Hveragerð-
iskirkju klukkan átta og leikur
Hulda þar ásamt Kristni Erni
Kristinssyni píanóleikara. Á efnis-
skránni eru bæði verk eftir inn-
lend og erlend tónskáld og frá
ýmsum tímabilum og má þar
nefna Bach, César Franck og Haf-
liða Hallgrímsson. „Mér finnst
eiginlega bara skemmtilegt að
spila flest, þótt ég sé mest inni í
rómantískri músík og tuttugustu
aldar. En annars spilar maður auð-
vitað eitthvað frá öllum tímabilum
og ekkert eitt sem stendur upp
úr,“ bætir Hulda við.
Hún stundar nám hjá Guðnýju
Guðmundsdóttur fiðluleikara, sem
breyttist ekki við það að hún hóf
nám í Listaháskóla Íslands, en
Guðný hefur kennt Huldu í Tónlist-
arskólanum í Reykjavík. Aðspurð
segir Hulda að þrátt fyrir ungan
aldur hafi námið við Listaháskól-
ann verið rökrétt framhald í fiðlu-
náminu. „Miðað við hvert ég var
komin í námi fannst kennaranum
mínum rétt að ég færi í Listahá-
skólann,“ segir Hulda sem lærði
áður hjá Lilju Hjaltadóttur í Tón-
listarskólanum í Reykjavík og Sig-
ríði Helgu Þorsteinsdóttir í Tón-
skóla Sigursveins D. Kristinssonar.
Námið í Listaháskólanum
leggst vel í Huldu sem segir að
það verði „ábyggilega gaman“.
Hulda þekkir þegar nokkra krakka
í Listaháskólanum sem hafa verið
samferða henni að einhverju leyti
í tónlistarnáminu. „Nokkrir komu
líka með mér úr Tónó sem ég
þekki,“ bætir hún við. „Ég klára
diplómapróf í Listaháskólanum
sem er prógramm fyrir þá sem
ekki eru búnir með stúdentspróf.
Þetta er tveggja ára nám en eftir
það langar mig til að fara í nám í
Bandaríkjunum,“ segir Hulda sem
var bara fjögurra ára þegar hún
hóf nám og á því að baki ellefu ára
fiðlunám. Aðspurð segist hún
aldrei hafa verið í vafa um hvort
fiðlan væri framtíðin hennar og
ætlar að halda ótrauð áfram.
Fleiri athyglisverð verkefni eru
fram undan hjá Huldu því henni
hefur verið boðið að leika einleik
með Sinfóníuhljómsveit Íslands í
desember. „Þeir bjóða alltaf einum
nemanda sem er enn í námi á
Íslandi að spila með þeim á jóla-
tónleikunum sínum, sem eru svona
fjölskyldutónleikar. Og ég sem
sagt fæ að spila með,“ segir Hulda
og flissar feimnislega. Hún segist
ekki vera búin að ákveða hvað hún
ætli að spila með Sinfóníuhljóm-
sveitinni. „Ég á bara eftir að ræða
það aðeins við Guðnýju og við
eigum bara eftir að ákveða það,“
bætir hún við.
annat@frettabladid.is
Ungur fiðluleikari blómstrar
HULDA JÓNSDÓTTIR FIÐLULEIKARI Yngsti nemandi LHÍ hefur í nógu að snúast um þessar
mundir. Auk skólabyrjunarinnar heldur Hulda tónleika á Blómstrandi dögum í Hveragerði
og í desember mun hún leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
ÁGÚST
21 22 23 24 25 26 27
Fimmtudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
19.00 Hljómsveitin Mongoose
og Mr. Silla leika á opnunarhátíð
Smekkleysu á Klapparstíg 27.
Um kvöldið leika listamennirnir
síðan ásamt Pants Yell og The
Juliet Kilo á Café Amsterdam kl.
21. Tónleikarnir eru liður í sumar-
tónleikaröð Smekkleysu og tíma-
ritsins Reykjavik Grapevine.
21.00 Trúbadorinn Einar Örn
verður með útgáfupartí á skemmti-
staðnum Yello í Keflavík.
22.00 Tónlistarmaðurinn Pétur
Ben heldur útgáfutónleika í Iðnó.
22.00 Hljómsveitin Ask the
Slave heldur tónleika ásamt
Plastic Gods á Bar 11.
■ ■ OPNANIR
14.00 Guðbjörg Sigrún
Björnsdóttir og Þórhallur
Árnason opna myndlistarsýningu
í Menningarsalnum á Hrafnistu.
Sýningin stendur til 23. október.
■ ■ SÝNINGAR
13.00 Tumi Magnússon og
Aleksandra Signer sýna innsetn-
ingar og vídeóverk í Listasafni ASÍ
við Freyjugötu. Safnið er opið alla
daga milli 13-17 en sýningin stend-
ur til 10. september.
Nína Gautadóttir sýnir í Galdra-
safninu á Hólmavík. Sýning Nínu
samanstendur af safni mynda sem
hún hefur haldið til haga frá árinu
1988. Verkin eiga það sameigin-
legt að sýna rauðhærðar konur í
myndlist. Sýningin stendur til 15.
september.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Akureyrarvaka er á laugar-
daginn og lýkur þar með
Listasumari á Akureyri
með uppákomum af ýmsum
toga um allan bæ.
„Akureyrarvakan sjálf er á laug-
ardaginn en það er hefð fyrir því
að hafa setningu í Lystigarðinum á
föstudagskvöldinu,“ segir Guðrún
Þórsdóttir, verkstýra Akureyrar-
vöku. Sigrún Björk Jakobsdóttir
bæjarfulltrúi heldur ávarp, veitt
eru verðlaun fyrir fallegustu garð-
ana og fleira, en til hliðar við form-
legheitin er skemmtun fyrir alla
aldurshópa. „Við verðum með í
garðinum uppákomur sem fólk
getur gengið á milli, eins og sögur
fyrir börnin, tónlist og vonandi
eitthvað fyrir augað. Svo verður
leikið fyrir dansi en það er hljóm-
sveit Ingu Eydal sem gerir það,“
segir Guðrún.
Sögu Akureyrarvöku má rekja
aftur til ársins 2002 og er óhætt að
fullyrða að þar sé á ferðinni sann-
kölluð bæjarhátíð. „Akureyrar-
vakan er hátíð bæjarbúa og hún
gerir sig í rauninni sjálf, með
göldrum og ótrúlegum uppákom-
um. Bæjarbúar taka sig saman,
fyrirtæki, einstaklingar, félög,
skólar og allir eru að gera eitt-
hvað,“ segir Guðrún.
Dagskráin er ótrúlega fjöl-
breytt og úti um allan bæinn, og
segir Guðrún að erfitt sé að stikla
á stóru í dagskránni. „Magnaðir
óperutónleikar verða haldnir í
listagilinu undir berum himni,
alveg eins og í Reykjavík á Menn-
ingarnótt. Þar má búast við betri
stemningu, þar sem þetta er lok-
aðra rými og við ætlum að bjóða
upp á betra veður.“ Ráðhústorgið
verður líka tyrft og þar verður
mikil kúrekaveisla, gjörningar,
gleði og glaumur allan daginn.
Myndlistarsýningar eru opnaðar
úti um allan bæ, fjölskylduhátíðir
haldnar á bílaplönum og að Hömr-
um, inni og úti og tónlistaratriði
úti um allt, að ógleymdri drauga-
göngu Minjasafnsins og Leikfé-
lagsins.
Guðrún segir að ótrúlega margt
sé að gerast og í rauninni miklu
meira en kemur fram í auglýstri
dagskrá Akureyrarvöku. „Ef þú
ert með eitthvert atriði mætir þú
bara og stingur í samband ef þú
sérð eitthvað plögg,“ bætir hún
hlæjandi við.
Lokaatriði hátíðarinnar hefst
með því að fólk safnast saman
fyrir framan arkítektastofuna
Kollgátu. „Þetta eru gamlar kart-
öflugeymslur þar sem fólk mun
safnast saman og verður gengið
fylktu liði með blysum og trumbu-
slætti niður göngugötuna og inn á
torg. Þar hefst lokaatriðið, punkt-
urinn yfir i-ið, en að því standa
ótal margir aðilar.“ Sýningar-
stjórn er í höndum Þorbjargar
Halldórsdóttur, sem kölluð er
frúin í Hamborg, og má búast við
atriðum úr ýmsum áttum.
Dagskrá Akureyrarvöku má
nálgast á heimasíðu Akureyrar-
bæjar og í blaðinu Dagskráin sem
gefið er út á Akureyri.
annat@frettabladid.is
Uppákomur um allan bæ
MIKIÐ UM DÝRÐIR Á AKUREYRI UM HELGINA Guðrún Þórsdóttir, verkstýra Akureyrarvöku,
segir að Ráðhústorgið verði meðal annars tyrft á Akureyrarvöku og þar haldin mikil kúreka-
veisla með gjörningum, gleði og glaumi allan daginn. MYND/JÓHANN ÁSMUNDSSON
Aðsóknarmesta sýning
síðasta leikárs!
Drepfyndinn
gamanleikur í Reykjavík!
Miðasala er þegar hafin!
Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37
Næstu sýningar:
Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00
Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00
Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00
Á ÞAKINU
LEIKHÚSTILBOÐ
Tvíréttaður matur, miði og frítt
í Göngin til baka í boði
Landnámsseturs
Frá kr. 4300 - 4800
MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600
Sýnt í Landnámssetri
í Borgarnesi
Föstudag 25. ágúst kl. 20 Uppselt
Laugardag 26. ágúst kl. 20 Uppselt
Laugardag 2. september kl. 20 Uppselt
Sunnudag 3. september kl. 15 Uppselt
Sunnudag 3. september kl. 20 Uppselt
Fimmtudag 7. september kl. 20 Laus sæti
Föstudag 8. september kl. 20 Laus sæti
Laugardag 9. september kl. 20 Laus sæti
Sunnudagur 10. september kl. 16 Laus sæti
Föstudagur 15. septemberkl. 20
Laugardagur 16. september kl. 20
Laugardagur 23. september kl. 20
Sunnudagur 24. september kl. 16
Í Reykjavík
er alltaf
eitthvað
sem er
nýjasta nýtt!Í Reykjavík
er alltaf
eitthvað
sem er
nýjasta nýtt!