Fréttablaðið - 24.08.2006, Síða 76

Fréttablaðið - 24.08.2006, Síða 76
[ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Wine for my Weakness er fyrsta sólóplata Péturs Ben sem fram að þessu hefur aðallega verið þekkt- ur fyrir að vera vinur og sam- starfsfélagi Mugisons, gaurinn sem samdi Murr Murr með honum. Það er óhætt að segja það strax. Wine for my Weakness er þrusu- plata og ef hún fær þær viðtökur sem hún á skilið þá gleymast tengslin við Mugison fljótt og Pétur Ben verður bara þekktur fyrir að vera Pétur Ben. Platan byrjar á rúmlega sjö mínútna löngu lagi, Look in the Fire. Það hefst ofurrólega og blíð- lega, en stigmagnast og rís með hávaða og látum áður en það róast niður aftur. Byrjar órafmagnað, en svo kikka rafmagnsgítararnir inn þegar lagið er ríflega hálfnað. Það mætti kalla tónlistina ný-þjóð- laga-indí-progg. Eða eitthvað. Næsta lag, Pack your Bags, er svo rólegt og melódísk gæðapopp. Gæti verið úr smiðju Belle & Sebastian. Frábært lag eins og það fyrsta. Það sem vekur athygli og aðdá- un við að hlusta á þessa fyrstu plötu Péturs Ben er hvað hún er fjölbreytt og hvað hann virðist hafa mikið vald á öllum stílbrögð- unum sem hann bregður fyrir sig. Það er þjóðlagakeimur þarna, áhrif frá amerísku indí-rokki, prog-rokki, píanóballöðum að hætti Nicks Cave, tilfinninga- þrungnu jaðarrokki í anda Radio- head og David Bowie eins og hann hljómaði á Hunky Dory ... Og list- inn er rétt að byrja. Útsetningarn- ar eru líka mjög fjölbreyttar. Við fyrstu hlustun virkar platan svo- lítið sundurlaus, en við nánari kynni fær hún á sig sterkari heild- armynd. Það sem heldur henni saman er söngurinn og einhver óskilgreindur þáttur í samsetning- unni sem kemur beint frá Pétri Ben. Wine for my Weakness er ekki fullkomin. Mér finnst gæði henn- ar t.d. aðeins minnka í síðustu lög- unum. Sem fyrsta plata listamanns er hún hins vegar ótrúlega sterk. Sannkallað stórvirki. Trausti Júlíusson Firnasterk frumsmíð PÉTUR BEN WINE FOR MY WEAKNESS Niðurstaða: Wine for my Weakness er ótrúlega sterk frumsmíð sem skýtur Pétri Ben beint í fremstu röð íslenskra popptónlistar- manna. Rokkarinn og söngvari hljóm- sveitarinnar Rolling Stones, Mick Jagger, hefur nú beðið fyrirsæt- unnar L´Wren Scott. Sást til henn- ar í búðarrölti með leikkonunni Nicole Kidman með risastóran demantshring á fingri og grein- lega hamingjusöm á svipinn sam- kvæmt Daily Express. Skötuhjúin hafa nú þegar keypt sér risastórt einbýlishús í Chelsea saman. Þetta hjónaband Jaggers er númer þrjú í röðinni en hann var giftur fyrirsætunni Jerry Hall í 23 ár og Biöncu Jagger í 9 ár. Jerry Hall er ekki alltof ánægð með ráðahaginn og segir L´Wren Scott bara vera eina af mörgum konum í lífi rokksöngvarans knáa. Jagger hefur verið iðinn við kolann í kvennamálum í gegnum tíðina og verið kenndur við margar frægar konur á borð við Umu Thurman, Marianne Faithfull og Carly Sim- ons. Hann á sjö börn með fjórum konum og eru tvær dætur hans, Jade og Elizabeth, vinsælar fyrir- sætur. Jagger í hnappelduna BRÚÐKAUP Í VÆNDUM Mick Jagger er búinn að biðja fyrirsætunnar L´Wren Scott og eru þau búin að kaupa sér einbýlishús saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Hugarsmið Jims Davis, Garfield, er mættur aftur til leiks og sem fyrr er það Bill Murray sem talar fyrir þennan latasta kött allra tíma. Garfield, Odie, John og Liz eru mætt til London þar sem John hyggst biðja kærustu sinnar. Gar- field er auðvitað samur við sig og fer sínar eigin leiðir. Garfield lendir í þeim misskilningi að hann sé Prince, nauðalíkur köttur, sem nýlega hefur erft kastala. Að sjálf- sögðu er Garfield ekkert í mun að leiðrétta þessi mistök enda er honum þjónað kvölds og morgna. Eina vandamálið er að Lord Dargis, sem á að erfa auðæfin næst, hyggst koma þessum Garfi- eld fyrir kattarnef og þarf því ráðagóði kötturinn að taka á öllu sínu til að halda lífi. Sem fyrr er það Breckin Meyer sem leikur hinn seinheppna John og Jennifer Love Hewitt fer með hlutverk Liz auk þess sem breski gamanleikarinn Bill Connolly leik- ur Lord Dargis. Myndinni er leik- stýrt af Tim Hill en hann hefur skrifað fyrir hina vinsælu barna- þætti SpongeBob SquarePants. Grettir snýr aftur GARFIELD Kemst í hann krappan þegar hann verður óvænt erfingi glæsilegs kast- ala á Bretlandi. Söngkonan Madonna segir að eiginmaður sinn, Guy Ritchie, þoli ekki tónlistina sína. Þetta kemur m.a. fram í nýlegu viðtali hennar við franskt tímarit. Madonna segir að börnin sín tvö, hin níu ára Lourdes og Rocco sem er sex ára, séu einu fjöl- skyldumeðlimirnir sem virki- lega kunni að meta tónlistina hennar. „Börnin mín dýrka allt sem ég geri, þau elska danstón- list. Maðurinn minn er ekki mik- ill aðdáandi minn,“ sagði Mad- onna. Í viðtalinu viðurkennir hún jafnframt að fjölskyldulífið og frægðin hafi sína galla. „Vita- skuld er leiðinlegt að hafa ekki lengur frelsi til að fara ein á skemmtistað og dansa alein á dimmu dansgólfi án þess að nokkur komi til að trufla mig,“ sagði hún. „Það er leiðinlegt að geta ekki lengur hagað sér á þennan hátt.“ Madonna bætti við: „Í síðustu viku fór ég á klúbb þar sem ég dansaði við marga vini mína. Það var mjög gaman. Stundum fer ég líka út að dansa með nokkrum af dönsurunum mínum. Að sjálfsögðu ekki á hverju kvöldi, enda á ég fjölskyldu sem ég þarf að sinna.“ Aðspurð hvort hún vilji frekar fara út að skemmta sér í miklu stuði heldur en að vera heima segir Madonna að valið sé auðvelt. „Þeim litla frítíma sem ég á eyði ég með börn- unum mínum. Við horfum á DVD, pöntum pitsu og stundum fer ég á hestbak með dóttur minni. Kannski hljómar þetta leiðinlega en svona er lífið hjá mér. Tímarnir hafa breyst,“ sagði hún. Madonna, sem er 48 ára, seg- ist líta á sig sem kamelljón. „Ég get verið eins og ensk sveitafrú en á sekúndubroti get ég breytt mér í Oliviu Newton John eða Farrah Fawcett.“ Eiginmaðurinn þolir ekki tónlist Madonnu UPPI Á SVIÐI Madonna gaf á síðasta ári út plötuna Confessions of a Dancefloor sem hefur notið mikilla vinsælda. MEÐ EIGINMANNINUM Guy Ritchie hefur lítinn áhuga á tónlist eiginkonu sinnar. SNAKES ON A PLANE kl. 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA MIAMI VICE kl. 5, 8 og 10.50 B.I. 16 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50 THE SENTINEL kl. 10.20 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4 og 6 SILENT HILL kl. 10.20 B.I. 16 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL. TAL kl. 4 og 6 OVER THE HEDGE ENSKT TAL kl. 4 STICK IT kl. 8 50.000 MANNS BYGGÐ Á VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! SNAKES ON A PLANE kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA A PRAIRIE HOME COMPANION kl. 5.45, 8 og 10.15 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 SILENT HILL kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA CLICK kl. 5.50 og 8 B.I. 10 ÁRA DA VINCI CODE SÍÐ. SÝNINGAR kl. 10.10 B.I. 14 ÁRA SNAKES ON A PLANE kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA MIAMI VICE * kl. 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA THE SENTINEL * kl. 6 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 * SÍÐUSTU SÝNINGAR !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 SÍÐUSTU SÝNING AR Samuel L. Jackson fer á kostum í einum umtalaðasta spennutrylli ársins. Á ÍSLANDI HEIMSFRUMSÝND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.