Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2006, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 24.08.2006, Qupperneq 86
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR62 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. Ó tr ú le g ve rð !! !! LÁRÉTT 2 hæfileiki 6 bogi 8 reitur 9 lærdómur 11 guð 12 yfirstéttar 14 flandur 16 í röð 17 klettasprunga 18 örn 20 frá 21 flokka. LÓÐRÉTT 1 rannsaka 3 í röð 4 ávöxtur 5 skel 7 ráðgast 10 mas 13 tækifæri 15 þukla 16 þangað 19 hreyfing. LAUSN LÁRÉTT: 2 gáfa, 6 ýr, 8 beð, 9 nám, 11 ra, 12 aðals, 14 flakk, 16 þæ, 17 gjá, 18 ari, 20 af, 21 raða. LÓÐRÉTT: 1 rýna, 3 áb, 4 ferskja, 5 aða, 7 ráðfæra, 10 mal, 13 lag, 15 káfa, 16 þar, 19 ið. Jón Ólafsson píanóleikari mun stjórna nýjum spjallþætti á laugar- dagskvöldum í Sjónvarpinu. Jón fetar þar með í fótspor ekki ómerk- ari manna en Hemma Gunn og Gísla Marteins Baldurssonar sem stýrðu feikivinsælum spjallþáttum um árabil. „Það er bara einn Hemmi Gunn og bara einn Gísli Marteinn og það sem ég ætla að gera er á allt öðrum nótum,“ segir Jón. „Megininntak þáttarins verður músík enda er ég á heimavelli þar, en ég ætla ekkert endilega að fókusera á tónlistar- menn sem slíka. Ég ætla að hafa þáttinn upplýsandi án þess að hann verði of fræðilegur.“ Jón stýrði áður þættinum Af fingrum fram sem naut töluverðra vinsælda og hlaut Edduverðlaun strax eftir fyrsta veturinn. Þar ræddi hann við tónlistarmenn á öllum aldri. „Þættirnir verða frek- ar í anda þess sem ég gerði áður, svona kumpánlegt spjall í bland við tónlist. Ég tók mér meðvitað frí frá Af fingrum fram en nú er ég kominn í ágætis stuð til að halda áfram og gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt,“ segir Jón. „Ég ætla að nýta það sem ég veit mest um, sem er múskin, og svo hef ég líka gaman af því að spjalla við fólk.“ Jón segist ekki vera búinn að fullmóta þáttinn en hann vinnur nú að þróun hans. „Ég er með fullt af hugmyndum á blaði og ætla að reyna koma þeim þannig fyrir að það verði eitthvað vit í þessu. Ég reikna fastlega með því að píanóið leiki eitthvert hlutverk – að ég nýti mér margra ára píanónám úr æsku,“ segir tónlistarmaðurinn. Þátturinn hefur ekki enn fengið nafn en hann verður frumsýndur um miðjan september. Aðspurður segir Jón það fylgja því ákveðið áreiti að stjórna þætti í Sjónvarpinu en eins og kunnugt er var hann valinn kynþokkafyllsti maður landsins af hlustendum Rásar 2 þegar hann stjórnaði Af fingrum fram. „Jú, það fylgja því vafasamir titlar að vinna í Sjón- varpinu. Megintilgangurinn er að ná þessum titli aftur. Ég er rosa- lega tapsár og það var einhver bankamaður sem hirti titilinn af mér í krafti bankaveldisins og öfl- ugs starfsmannafélags,“ segir Jón hlæjandi. „Annars verða engir fyr- irfram skrifaðir brandarar eða þess háttar í þættinum. Það hentar mér langbest að fá að vera eins og ég er dags daglega nema bara örlít- ið fínni í tauinu. En bara örlítið!“ kristjan@frettabladid.is JÓN ÓLAFSSON: STJÓRNAR NÝJUM ÞÆTTI Í SJÓNVARPINU Kyntröllið aftur á skjáinn JÓN ÓLAFSSON Píanóleikarinn knái mun stýra nýjum spjallþætti í sjónvarpinu á laugardagskvöldum. Hann verður væntanlega á góðum nótum eins og fyrirrennarar hans, Gísli Marteinn og Hemmi Gunn. Svör við spurningum á síðu 8: 1. Danmörku 2. Um eina og hálfa milljón króna 3. Um tvö þúsund og fimm hundruð laxar [ VEISTU SVARIÐ ] Kosning á Ljósalaginu 2006 stend- ur nú yfir á heimasíðunum ljosa- nott.is og ruv.is/poppland.is. Kosn- ingin hefur staðið yfir frá því á mánudag en henni lýkur á morgun. Alls bárust 85 lög í keppnina um Ljósalagið og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Þriggja manna dómnefnd sá um að velja tíu bestu lögin að hennar mati og verða þau gefin út á geisladisk í lok vikunnar. Meðal þeirra sem eiga lag í úrslitum í ár eru fjórir valinkunn- ir tónlistarmenn, þeir Jóhann G. Jóhannsson, Magnús Þór Sigmundsson, Bragi Valdimar Skúla- son úr Baggalúti og Védís Hervör Árna- dóttir. Tilkynnt verður um sigurveg- ara keppninnar í Kastljósinu þriðjudaginn 29. ágúst. Sigurveg- ari keppninnar fær að launum 400.000 kr, annað sætið 150.000 kr. og það þriðja 100.000 kr. Hægt er að hlusta á lögin í heild sinni á ofan- greindum heimasíðum. Hátíðin Ljósanótt verð- ur haldin í sjöunda sinn dagana 31. ágúst - 3. september. Hörð barátta um Ljósanæturlagið VÉDÍS HERVÖR Hún er dóttir Árna Sigfússonar, bæj- arstjóra í Reykja- nesbæ, og meðal þátttakenda í Ljósanæturlaginu. FRÉTTIR AF FÓLKI Það virðist alltaf vera nóg að frétta af alheimsfegurðardrottningunni Unni Birnu Vilhjálmsdóttur. Ekki alls fyrir löngu þurfti hún að loka bloggsíðunni sinni til að hreinsa út óviðurkvæmileg ummæli. Nú greinir drottningin frá því að hún sé hætt með kærasta sínum til nokkurra mánaða, Sigurði Straum- fjörð hestamanni og nema. „Það var bara eitthvað sem gekk ekki upp og þannig er það víst stundum,” skrifar Unnur Birna. Hún er þó jákvæð sem endranær og segir að innan tíðar renni ár hennar sem Alheimsfegurðardrottning á enda. Þá geti hún farið að svara fjölda tilboða sem bíði hennar í formi auglýsingasaminga, í Bandaríkjunum, Evrópu og á Indlandi. Tónlistarparið Urður Hákonardóttir úr Gus Gus og Ragnar Páll Steinsson, bassaleikari Botnleðju, fjölgaði mann- kyninu fyrir skemmstu og ríkir mikil gleði á heimili tónlistarpars- ins. Víst má telja að dóttir þeirra hafi erft eitthvað af tónlistar- hæfileikum foreldr- anna og eigi eftir að láta að sér kveða á þeim vettvangi í fram- tíðinni. Dóttirin hefur nýlega fengið nafn, Kría Ragnarsdóttir. Indverska prinsessan Leoncie hefur í nógu að snúast á Bretlandseyjum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær tók hún þátt í prufum fyrir X-Faktor í Bretlandi og vakti talsverða athygli. Til að anna eftirspurn aðdáenda sinna og fjölmiðla hefur hún nú ráðið sér aðstoðarkonu. Sú varð fyrir svörum þegar Fréttablaðið falaðist eftir viðtali við Leoncie: „Leoncie hefur engan tíma til að svara símtölum, því hún er afar upptekin í hljóðverum og gerð tónlistarmyndbanda næstu vikurnar. Að ráði lögfræðinga hennar verða engin ókeypis við- töl veitt, vegna þess að fólk hneigist til að brengla hlutina til að græða sjálft á því.” Undir þetta kvittar Michelle, tónlistar- aðstoðarkona. - hdm Fasteignafélagið Kirkjuhvoll, sem er í eigu Karls J. Steingrímssonar, sem er oftast kenndur við Pelsinn, stendur fyrir byggingu lúxus- íbúðahúss á Tryggvagötu fyrir aftan Naustið. „Það verða 24 íbúðir í húsinu og fjórir stigagangar með lyftum,“ segir Karl en að hans sögn felst lúxusinn í því að allur frágangur húss- ins verði eins og best verður á kosið, auk þess sem mikið sé lagt upp úr sameigninni og aðkomu að húsinu. „Aðkoman og stiga- gangarnir eru þreföld að stærð miðað við það sem gengur og gerist í fjölbýlishús- um. Á efstu hæðinni verður stór þakíbúð, 350 fermetr- ar að stærð. + Arkitektar teiknuðu bygginguna en Ístak er verktakinn sem byggir og er alverktaki. Þá er það verkfræðifyrirtækið Strend- ingur sem sá um burðarþol og lagnir.“ Karl segist einnig vera að skoða möguleikana á að nýta jarðhæð hússins fyrir ein- hvers konar starfsemi sem nýtist íbúunum, t.d. fyrir hár- greiðslustofu eða versl- anir. „Það er búið að grafa fyrir kjallaranum þar sem verða geymslur fyrir íbúana en reiknað er með að húsið verði til- búið á seinni fardögum á næsta ári, 15. september 2007. Byggingin er í flóknara lagi þannig að vanda þarf verulega til verka og hefur verkið tafist af þeim sökum,“ segir framkvæmdamaðurinn, Karl J. Steingrímsson. - sig Reisir lúxusíbúðir við Tryggvagötu KALLI Í PELSINUM Byggir lúxusíbúðahús á Tryggvagötu. HRÓSIÐ ... fær Jóhanna Jóhannesdóttir sem rekur fataverslun í Kaup- mannahöfn þar sem hún selur eigin hönnun. MAGNÚS ÞÓR SIG- MUNDSSON LÚXUSÍBÚÐIR 24 íbúðir verða í þessu glæsilega húsi við Tryggvagötu, sú stærsta 350 fermetrar. F í t o n / S Í A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.