Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 6
6 15. september 2006 FÖSTUDAGUR KJÖRKASSINN �������������������������������������������� ��������������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 ���������� ��������������� ������������ ���������������� ������������������ �� �������� ������������������������������������������� �������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������� ���������������������������������������������� ������������������������� ������������������������������������ ������������������������������������� ������������������������������������������������� ������������������� ����������� ���������������������������������������������� �������������������� Skjá dagar í september! Ótrúlegt v erð! frá19.900- tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS KANADA, AP Maðurinn sem réðst inn í Dawson framhaldsskólann í Montreal á miðvikudag og skaut á hóp nemenda með þeim afleiðing- um að 19 særðust og ein kona lést, hélt úti bloggsíðu á vefsíðunni www.vampirefreaks.com, þar sem hann lýsti sjálfum sér sem „engli dauðans“. Kimveer Gill, 25 ára Kanada- maður, birti fjölda mynda af sjálf- um sér á bloggsíðunni þar sem hann sést halda á hálfsjálfvirkum riffli og stórum hníf. Eins kom fram að uppáhaldstölvuleikur hans var byggður á skotárás í bandarískum skóla árið 1999, þar sem tveir nem- endur myrtu 13 áður en þeir frömdu sjálfsmorð. „Lífið er eins og tölvuleikur, maður verður einhvern tímann að deyja,“ stóð í bloggi Gills. Stúlkan sem Gill myrti var 18 ára gömul og frá Montreal. Sex manns liggja alvarlega slasaðir á gjörgæslu, þar af eru tveir í lífs- hættu. Fimm til viðbótar eru illa særðir en á batavegi og átta aðrir slösuðust minna, kom fram í máli Sheilu Moore, talskonu Montreal- sjúkrahússins. Fórnarlömbin eru á aldrinum 17 til 48 ára. Lögreglan í Montreal segir að hvorki hafi verið um hryðjuverk né kynþáttafordómabundinn glæp að ræða, því Gill skaut tilviljanakennt í kringum sig. Gill, íklæddur svörtum frakka og hermannaklossum, kom aðvíf- andi um hádegisbilið á svörtum Pontiac Sunfire, steig út úr bílnum og sótti riffil í skottið, en auk þess var hann með tvö önnur vopn á sér, að sögn lögreglu. Hann hóf skot- hríðina úti en gekk síðan inn í mat- sal skólans, þar sem hann hélt áfram að skjóta á fólk. Mikill ótti greip um sig meðal nemenda og starfsmanna skólans, og flúði fólk unnvörpum eða faldi sig í skóla- stofum. Lögregla var mætt á svæðið um þremur mínútum eftir að Gill hóf skothríðina, því lögregluþjónar voru staddir í skólanum vegna ótengdrar eiturlyfjarannsóknar. Skömmu síðar lést Gill, en enn er verið að rannsaka hvort hann hafi orðið sjálfum sér að bana eða hvort lögregla hafi skotið hann. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, kallaði árásina „heigulsverk og til- gangslaust ofbeldi“. Montreal-búar eru harmi slegn- ir eftir atburðinn, enda lifir önnur skotárás í skóla í Montreal enn sterkt í minningu Kanadamanna, þegar Marc Lepine réðist inn í Ecole Polytechnic árið 1989 og myrti 14 konur áður en hann framdi sjálfsmorð. Sá atburður, sem enn er minnst árlega í kanadískum háskól- um, varð til þess að kanadíska þing- ið herti lög um byssuhald til muna. smk@frettabladid.is Byssumaður sagðist vera „engill dauðans“ Maðurinn sem réðist inn í framhaldsskóla í Montreal í Kanada og skaut á hóp nemenda hélt úti vefsíðu þar sem hann sagðist vera „engill dauðans“. Ein kona er látin, sex liggja illa haldnir á gjörgæslu og þrettán aðrir eru slasaðir. FLAGGAÐ Í HÁLFA STÖNG Kanadamenn eru harmi slegnir vegna skotárásar í Dawson framhaldsskólanum í Montreal á miðvikudag. Ein stúlka lést og 19 særðust í árásinni. Árásarmaðurinn lést einnig eftir skotsár, en verið er að rannsaka hvort hann framdi sjálfsmorð eða hvort lögregla hafi skotið hann.FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Hefur þú kosið Magna í þættin- um Rock Star: Supernova? Já 42% Nei 58% ÞEKKIR ÞÚ EINHVERN SEM HEFUR ÞURFT AÐ KLJÁST VIÐ SPILAFÍKN? Segðu skoðun þína á visir.is LÖGREGLUMÁL Tæplega tvítugur ökumaður missti stjórn á jeppa á Norðfjarðarvegi við álverið í Reyðarfirði um í fyrradag, með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Að sögn lögreglu missti ökumað- ur stjórn á jeppanum í lausamöl, en lögregla telur að ekið hafi verið of hratt miðað við aðstæður. Þrír farþegar voru í bílnum auk ökumanns og sluppu allir án teljandi meiðsla, hlutu skrámur og mar og þakkar lögregla bílbeltum að ekki fór verr. Fólkið var flutt til aðhlynningar á heilsugæsluna á Eskifirði. Jeppinn er talinn ónýtur eftir veltuna. - æþe Bílvelta í Reyðarfirði: Missti stjórn á bíl í lausamöl STJÓRNSÝSLA „Íslensk stjórnvöld þurfa að marka sér skýrari stefnu í heild sinni í málefnum útlend- inga,“ segir Sigurður Kári Kristj- ánsson, formaður menntamála- nefndar Alþingis. Nefndin hélt fund í gær um mál erlendra barna án kennitölu í grunnskólum. Á fundinum voru einnig fulltrúar menntamálaráðuneytisins, Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og Hagstofu Íslands. Að sögn Sigurðar Kára var farið var yfir þetta tiltekna mál og almennt um upplýsingagjöf til útlendinga. „Rætt var um hvernig má koma upplýsingum til útlend- inga sem hingað koma að þeir þurfi að útvega sér tilskilin leyfi til að öðlast þann rétt sem þeim ber gagnvart til dæmis skóla- göngu barna, heilbrigðiskerfi og almannatryggingum.“ Sigurður Kári segir að stefnu- mótunarvinna yrði samstarfs- verkefni milli ríkis, ríkisstofnana, vinnuveitenda og sveitarfélaga. Og þar sem flestir málaflokkar sem varða útlendingaréttindi snúi að ríkinu bendi rök til þess að frumkvæðið ætti að koma þaðan. Björgvin G. Sigurðsson, full- trúi Samfylkingarinnar í mennta- málanefnd, segir að Samfylking- in muni leggja formlega til að skipaður verði sérstakur starfs- hópur sem útfærir sérákvæði í grunnskólalög til að fyrirbyggja að sú staða komi upp að börn fái ekki skólavist. „Hugmyndin er að ef svona kerfisvandi skapist verði hægt að skjóta því beint til menntamálaráðuneytis til úrlausnar svo að það bitni ekki á börnunum.“ - sdg Þingnefnd fundar um málefni útlendinga í kjölfar kennitölumálsins á Ísafirði: Stjórnvöld marki skýra stefnu EFNAHAGSMÁL Landsmenn eru tals- vert hlynntari viðræðum um aðild að Evrópusambandinu, ESB, og upptöku evru en verið hefur. Þetta kemur fram í niður- stöðum könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnað- arins í ágúst. Í könnuninni kemur fram að ríflega helmingur þeirra sem taka afstöðu er hlynntur aðildar- viðræðum en fjórðungur andvíg- ur. Mun fleiri eru hlynntir aðild- inni en andvígir, fjörutíu og sex prósent á móti tæpum þriðjungi. Meirihluti svarenda, eða 47 prósent, er hlynntur því að taka upp evru meðan um fjörutíu pró- sent eru á móti því og rúmlega helmingur svarenda telur aðild að ESB hagstæða fyrir eigin lífs- kjör en tæpur þriðjungur telur hana óhagstæða. Um fimmtíu og fimm prósent svarenda telja aðild að ESB hag- stæða fyrir efnahag Íslands í heild meðan 31 prósent telur hana óhagstæða. Úr könnuninni mátti einnig lesa að unga fólkið er jákvæðara til ESB og aðildarviðræðna en það eldra. Þegar spurt er um evru eru karlar jákvæðari til upptöku hennar en konur. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæð- ari í garð ESB en þeir sem búa úti á landi. - ghs ESB-AÐILD OG EVRA Landsmenn eru hlynntari viðræðum um aðild að ESB og upptöku evru nú en áður. Könnun um aðildarviðræður að ESB og upptöku evru: Hlynntari aðildarviðræðum KIMVEER GILL Ein myndanna á bloggsíðu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.