Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 15. september 2006
BRÉF TIL BLAÐSINS
Umræðan
Aðalfundur Heimdallar
Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, er öflugt og framsækið félag
sem setur frelsi einstaklingsins í
öndvegi. Félagið á að vera
breiðfylking ungs fólks sem
hefur áhuga á að taka þátt í
stjórnmálum ásamt því að veita
Sjálfstæðisflokknum aðhald í
sem flestum málaflokkum.
Enginn getur efast um mikilvægi
Heimdallar í starfi Sjálfstæðis-
flokksins enda sýnir sagan að
Heimdallur hefur gjarnan verið á
undan öðrum við að koma auga á
mikilvæg framfaramál sem síðar
hafa komist í framkvæmd fyrir
tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins.
Næstkomandi fimmtudag fer
fram stjórnarkjör í félaginu. Ég
gef kost á mér til þess að gegna
embætti formanns Heimdallar.
Með mér býður sig fram
kröftugur hópur fólks sem vill
veg félagsins sem mestan og er
tilbúið að leggja á sig alla þá
vinnu sem til þarf til þess að
starf félagsins megi halda áfram
að blómstra.
Framsækið stjórnamálaafl
Undanfarin tvö ár hefur Heim-
dallur náð miklum árangri í að
opna félagið og efla stjórnmála-
þátttöku ungs fólks. Sá árangur
hefur náðst vegna ötuls starfs
fráfarandi stjórnar og formanns.
Eiga þau bestu þakkir
fyrir gott starf. Við
sem bjóðum okkur
fram nú ætlum að
halda því frábæra
starfi áfram og gera
gott betur. Við trúum
því að Heimdallur eigi
að vera frjálslynt og
framsækið stjórn-
málaafl sem virði
einstaklinginn ofar
öllu og trúi á mátt
hans og framtakssemi
í stað boðvalds stjórnvalda.
Samfélög dafna best þegar frelsi
er reglan en reglur eru undan-
tekningin.
Stefnumál
Stefna okkar tekur á hinum ýmsu
málaflokkum. Meðal þeirra má
nefna aðhald í ríkisrekstri,
skattalækkanir og einfaldari og
skilvirkari stjórnsýslu. Þá teljum
við mikilvægt að rekstur heil-
brigðiskerfisins verði í auknum
mæli færður til einkaaðila,
tryggingakerfi verði gert
gagnsærra og að landbúnaðar-
kerfið verði skorið upp. Ásamt
þessu verði að snúa
þróun undanfarinna
ára sem leitt hefur til
þess að samþykkt hafa
verið lagafrumvörp
sem ganga á rétt
einstaklinga.
Heimdallur hefur
mikilvægu hlutverki
að sinna á komandi
starfsári – ekki aðeins
við stefnumótun
heldur, og ekki síður, í
stuðningi við framboð
Sjálfstæðisflokksins í komandi
þingkosningum. Þá veltur mikið á
því að allir ungir sjálfstæðis-
menn snúi bökum saman og
tryggi flokknum góða kosningu.
Blatt.is
Þar sem verkefni Heimdallar eru
ærin og mörg er stefna okkar
ekki tæmandi. Nálgast má
stefnuplagg okkar á heimasíðu
framboðsins, www.blatt.is. Þar
má einnig finna upplýsingar um
okkur sem nú bjóðum okkur fram
til setu í stjórn Heimdallar ásamt
staðsetningu og opnunartíma
kosningamiðstöðvar okkar.
Ég hvet alla unga sjálfstæðis-
menn í Reykjavík til að nýta
kosningarétt sinn á aðalfundi
félagsins og óska eftir stuðningi
við mig og þann sterka hóp sem
býður sig fram með mér til setu í
stjórn félagsins á komandi
starfsári. Fundurinn fer fram
þann 21. september næstkomandi
milli kl. 15.00-19.00 í Valhöll.
Opinn og öflugur Heimdallur
ERLA ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR
Við trúum því að Heimdallur
eigi að vera frjálslynt og fram-
sækið stjórnmálaafl sem virði
einstaklinginn ofar öllu og trúi
á mátt hans og framtakssemi í
stað boðvalds stjórnvalda.
Hver er framfærslukostnaður aldraðra? Er hann eitthvað
lægri en framfærslukostnaður
almennings yfirleitt? Sum útgjöld
eru meiri hjá öldruðum en hjá
almenningi, svo sem sjúkrakostn-
aður, lyf og læknishjálp, en önnur
útgjöld eru lægri.
Að sjálfsögðu fer
þetta eftir lífsstíl
fólks en ég hygg,
að þetta jafni sig
nokkuð út. Gera
má ráð fyrir, að
framfærslu-
kostnaður aldr-
aðra sé svipaður
og gengur og
gerist hjá
almenningi, þ.e. til jafnaðar.
Samkvæmt tillögu undirritaðs
samþykkti stjórn Félags eldri
borgara í Reykjavík að biðja Hag-
stofu Íslands eða hagdeild Alþýðu-
sambands Íslands að kanna fram-
færslukostnað aldraðra. Ekki er
komin niðurstaða í það mál enn.
167 þúsund á mánuði
Hagstofan kannar reglulega
neysluútgjöld heimilanna í landinu
og þar á meðal neysluútgjöld ein-
staklinga. Samkvæmt síðustu
neyslukönnun Hagstofunnar, sem
birt var á þessu ári, eru meðaltals
neysluútgjöld einstaklinga 167 þús-
und krónur á mánuði. Skattar eru
ekki meðtaldir í þeirri tölu. Ég tel,
að útgjöld aldraðra einstaklinga
séu ekki minni en meðaltals útgjöld
einstaklinga í landinu yfirleitt.
Eins og ég benti á hér að framan
eru sumir útgjaldaliðir aldraðr-
a hærri en hjá almenningi en aðrir
lægri. Að vísu mundi könnun á
framfærslukostnaði aldraðra leiða
hið rétta í ljós í því efni en á meðan
slík könnun hefur ekki farið
fram mun ég halda mig við neyslu-
könnun Hagstofunnar. Ég tel sem
sagt, að framfærslukostnaður
aldraðra einstaklinga sé a.m.k. 167
þúsund krónur á mánuði. Ef neyslu-
útgjöld aldraðra einstaklinga eru
167 þúsund krónur á mánuði án
skatta er ljóst, að framfærslu-
kostnaður aldraðra með sköttum
er mun meiri, eða yfir 200 þúsund
á mánuði.
Í skýrslu Öryrkjabandalags
Íslands og Landssambands eldri
borgara um kjör öryrkja og eldri
borgara og endurskoðun almanna-
trygginga sagði, að laun aldraðra
og öryrkja (einstaklinga) þyrftu
að vera 130-190 þúsund krónur á
mánuði (t.d. 170 þúsund). Af því
þyrftu 130 þúsund að vera skatt-
frjáls. Ljóst er, að hér hafa sam-
tökin tekið mið af neyslukönnun
Hagstofu Íslands enda er í skýrsl-
unni vísað í þá könnun og sagt, að
ákveða eigi laun aldraðra og
öryrkja í samræmi við neysluút-
gjöld samkvæmt könnun Hag-
stofu Íslands.
Lífeyrir aldraðra einfalt
reikningsdæmi
Þegar búið verður að kanna fram-
færslukostnað aldraðra og fyrir
liggur hver sá framfærslukostn-
aður er, á að ákveða lífeyri (laun)
aldraðra frá almannatryggingum í
samræmi við það. Lífeyrir aldr-
aðra frá almannatryggingum á þá
að vera sá sami og framfærslu-
kostnaður aldraðra samkvæmt
útreikningum. Það á ekki að þurfa
að deila um það hver þessi lífeyrir
þurfi að vera. Þetta á að vera ein-
faldur útreikningur, ef allar upp-
lýsingar liggja fyrir.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
BJÖRGVIN
GUÐMUNDSSON
Umræðan
Áhrif umhverfis
Miðvikudaginn 6. september síðastlið-inn var ég í viðtali í Reykjavík síð-
degis á Bylgjunni. Umræðuefnið var
streita. Ég útskýrði stuttlega fyrir þáttar-
stjórnendum hvað ég væri að gera með
námskeiðahaldi mínu og fyrirlestrum til
þess að hjálpa fólki að takast á við streitu
og virkja hana til góðra hluta. Að loknu
viðtalinu opnuðu þeir félagar, Þorgeir,
Kristófer og Ásgeir, fyrir símann og
spurðu fólk hvort það upplifði mikla streitu.
Ég hlustaði með öðru eyranu á meðan ég horfði á
danska fótboltaliðið sigra það íslenska í sjónvarpinu.
Ég sperrti hins vegar eyrun þegar ég heyrði hvern
hlustandann á fætur öðrum kvarta undan streitu í
umhverfinu og ræða um hvað þyrfti að
breytast í samfélaginu til að draga úr
streitu.
Á vissan hátt er það útópísk hugsun að
ætlast til eða óska þess að umhverfið
breytist. Hver og einn einstaklingur hefur
litla sem enga stjórn á umhverfinu og
hefur á það takmörkuð áhrif. Í stað þess
að skilgreina streitu sem ytra áreiti má
skilgreina hana sem viðbrögð einstaklings
við áreiti. Ytra áreiti hefur vissulega
áhrif, en streita er ástand sem verður til
innra með hverjum og einum. Viturleg-
asta leiðin til að takast á við streitu er því
að breyta eigin hugarfari, því að hið eina sem
maðurinn getur mögulega stjórnað í lífinu er eigin
hugsanir, orð og athafnir, ef hann kann til þess réttu
aðferðirnar.
Höfundur er rithöfundur, jógakennari og fyrirlesari.
Við getum ekki stjórnað streituvöldum í umhverfinu
Kanna þarf framfærslu-
kostnað aldraðra
Björgvin Guðmundsson skrifar um
útgjöld aldraðra.
GUÐJÓN BERGMANN
Greining ársreikninga
18. og 19. september
kl. 9:00-12:00
Kennari: Bjarni Frímann Karlsson, lektor
í Viðskipta- og hagfræðideild HÍ
FJÁRMÁL OG REIKNINGSSKIL
www.endurmenntun.is
sími 525 4444
Of mörg
000000000000?
Lærðu að lesa ársreikninga fyrirtækja
Nánari upplýsingar og skráning
í síma 525 4444 og á
endurmenntun.is
AÐ VAXA OG DAFNA
Endurmenntun uppfyllir þarfir fólks hvort sem það vill auka möguleika sína á vinnu-
markaði, styrkja sig í starfi, svala forvitninni eða einfald lega skemmta sér konunglega.
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda
okkur línu og leggja orð í belg um
málefni líðandi stundar. Greinar
og bréf skulu vera stutt og gagn-
orð. Eingöngu er tekið á móti efni
sem sent er frá Skoðanasíðunni
á visir.is. Þar eru nánari leiðbein-
ingar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða
í báðum miðlunum að hluta eða
í heild. Áskilinn er réttur til leiðrétt-
inga og til að stytta efni.