Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 15. september 2006 3 Matarveislan mikla Food and Fun leggur land undir fót og gleður matgæðinga í St. Pétursborg næstu daga. Dagana 13. til 17. september verður hátíðin Food and Fun haldin í Rússlandi undir nafn- inu Icelandic Food and Fun St. Petersburg. Hátíðin fer fram í samvinnu við þrjá virtustu og þekktustu veitingastaði Pétursborgar. Íslendingar eru vel kunnugir þessari hátíð en hún er haldin árlega í Reykjavík. Ár hvert koma allt að þrjátíu heimsfrægir kokkar til landsins og matreiða glæsilega rétti úr íslensku hráefni á veitingahúsum á höfuð- borgarsvæðinu. Á síðasta ári héldu tólf íslenskir mat- reiðslumenn til Washington í Bandaríkjunum og kynntu íslenska eldamennsku. Nú ætla Íslendingarnir að sleppa fram af sér beislinu í rússneskum eldhúsum og hafa sér til full- tingis fjóra góðvini frá Washington, þá Robert Wiedmayer frá veitingastaðnum Mar- cel‘s, Jeff Buben frá Vidalia, Gus Demillo frá DC Coast og Ris Lacoste. Frá Noregi kemur Jonas Lundgren yfirkokkur á Bagatelle í Ósló og frá Finnlandi koma Timo Melto og Matti Lempinen matreiðslumeistarar. Íslensku kokkarnir eru þeir Eyþór Rúnars- son hjá veitingahúsi Sigga Hall á Óðinsvéum, Guðvarður Gíslason á Apótekinu, Hallgrím- ur Sigurðsson, matreiðslumeistari á Vox og Siggi Hall, en hann verður eins konar yfir- kokkur þessarar hátíðar. Þessir höfðingjar munu sýna listir sínar á veitingastöðunum Rypa, Moskvu og Bellini og einnig á Ambassador-hótelinu. - jóa Food and Fun í Pétursborg Frá opnun Food and Fun á Íslandi síðastliðinn febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Grænmetissnúðar Uppskrift Ingibjargar Hafstað húsfreyju í Vík í Skagafirði. 6 dl mjólk 2 msk. hunang 1/2 dl olía 1 tsk. salt 1 kg hveiti 1 bréf þurrger 4 sneiðar skinka 1 græn paprika 1 rauð paprika 1/2 blaðlaukur Smá mexíkóostur eða annar ostur Mjólkin, hunangið og saltið er yljað. Þurrgerið sett út í og látið bíða smá stund. Síðan er öllu blandað saman og degið hnoðað létt. Látið lyfta sér í um hálftíma og á meðan er grænmetið, skinkan og osturinn skorið smátt. Síðan er deigið flatt út, smurt með smá smjöri og góðmetinu dreift yfir. Deigið rúllað upp og skorið í sneiðar sem látnar eru á plötu. Gott er að pensla þær létt með eggi hrærðu í mjólk. Breitt yfir plötuna og snúðarnir látnir lyfta sér í um 20 mínútur á volgum stað áður en þeir eru bakaðir við 200 gráðu hita þar til þeir eru gullinbrúnir. Heimabakaðir snúðar með grænmeti eru hollir, saðsamir og lystugir. Grilluð stórlúða fyrir fjóra 800 gr stórlúða sítrónupipar salt Stráið sítrónupipar yfir lúðuflökin og leggið á grillið í þrjár til fjórar mínútur á hvora hlið. Saltið þegar lúðan er tekin af grillinu. SÓSA 4 grillaðar paprikur, rauðar 3 msk majónes salt og pipar Paprikurnar grillaðar, afhýddar og mauk- aðar með töfrasprota og maukið sett út í majónesið ásamt salti og pipar. KARTÖFLUMÚS 400 gr kartöflur 1 dós fetaostur 2 grillaðar paprikur, rauðar smjör og salt Kartöflurnar soðnar, afhýddar og maukaðar. Blandað með smjöri og salti og smakkað til eftir smekk. Paprikum og fetaosti bætt í. uppskrift Sigurrósar } *Gallup Október 2005 Mest lesna tímaritið *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.