Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 4
4 15. september 2006 FÖSTUDAGUR GENGIÐ 15.9.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 122,155 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 69,6 69,94 131,15 131,79 88,45 88,95 11,854 11,924 10,599 10,661 9,563 9,619 0,5912 0,5946 102,93 103,55 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR EFNAHAGSMÁL Með stýrivaxta- hækkun Seðlabankans hefur íslenskt efnahagslíf verið læst inni í vítahring óstöðugleika, að mati Gylfa Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra ASÍ. Hann segir að verkalýðshreyfingunni beri nú skylda til að skoða hvaða kostir séu fyrir hendi til að draga úr neikvæð- um áhrifum vaxtahækkunarinnar á launafólk. „Sú umræða þarf að fara í gang og þar er æði margt sem kemur til greina. Menn hafa skoðað ýmsar leiðir og það þarf að setja meiri alvöru í að skoða hvaða valkosti við höfum,“ segir hann og vill ekki til- greina nánar hvaða kostir þetta eru. Gylfi segir stýrivaxtahækkun- ina „öfgakennd viðbrögð í peninga- málastefnu, alveg sama hvar í heiminum það er. Í þriðja sinn á fáum mánuðum bregst Seðlabank- inn mjög harkalega gegn því sam- starfi sem náðist milli aðila vinnu- markaðarins og ríkisstjórnarinnar í sumar,“ segir hann. Gylfi telur líklegt að stýrivaxta- hækkunin verði til þess að harka- leg lending verði í efnahagsmálun- um á næsta og þarnæsta ári. Seðlabankinn framkalli samdrátt á árinu 2008 og ögri fjármálamark- aðnum til að veðja á þann mikla vaxtamun sem kominn sé. Hann telur að nú muni krónan styrkjast enn frekar og að hér verði „útsala á innfluttum vörum“ á næstunni. Viðskiptahallinn ógni stöðugleika krónunnar. Magnús Árni Skúlason, dósent á Bifröst, telur að vaxtahækkunin komi niður á smáfyrirtækjum sem ekki hafa aðgang að erlendu lánsfé og einstaklingum og fjölskyldum, sérstaklega þeim sem séu að kaupa sér húsnæði í fyrsta skipti. Láns- hlutfall fari lækkandi og því þurfi íbúðakaupendur að brúa bilið með dýru lánsfé. „Þetta kemur líka niður á litlum verktökum sem eru að byggja. Þeir finna fljótlega fyrir vöxtunum og þurfa að losa um þær byggingar sem þeir eru með.“ Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar Alþing- is, segir: „Þetta er hörmulega sorg- legt en við höfum vitað lengi af þessari hækkun og það þýðir ekk- ert að ræða þetta. Þeir bara keyra þjóðarbúið í strand ef þeir sjá ekki að sér. Gagnrýni aðila vinnumark- aðarins er alveg hárrétt. Þetta er bara hörmulegt.“ ghs@frettabladid.is HARKALEG LENDING? Búast má við harkalegri lendingu í efnahagsmálunum á næsta og þarnæsta ári, að mati ASÍ, en bankastjórar Seðlabankans eru ekki sammála því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stýrivextirnir eru öfgakennd viðbrögð Stýrivaxtahækkun Seðlabankans kemur niður á smáfyrirtækjum, til dæmis verktökum, einstaklingum og fjölskyldum. Þeir þurfa að brúa stærra bil en áður með dýru lánsfé. Til lengdar kemur hækkunin niður á atvinnustiginu. STÝRIVEXTIR HÆKKA Bankastjórar Seðlabank- ans tilkynntu hækkun stýrivaxta í gærmorgun. Framkvæmdastjóri ASÍ telur Seðlabankann bregðast harkalega gegn því samstarfi sem hafi náðst milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þrívegis ekið á hæðarslár Þrisvar var ekið á hæðarslár við gatna- mót Suðurlands- og Vesturlandsvegar í fyrradag. Að sögn lögreglu hefur slíkt gerst ítrekað undanfarnar vikur og mánuði og vill hún brýna fyrir ökumönnum að hæðartakmark fyrir farm er 4,2 metrar. LÖGREGLUFRÉTTIR KALÍNINGRAD Ný upplýsingaskrif- stofa Norrænu ráðherranefndar- innar var opnuð í Kalíningrad í gær. Af því tilefni var efnt til ráð- stefnu í borginni þar sem Heidi Grande Røys, norræni sam- starfsráðherrann í norsku ríkis- stjórninni, og Per Unckel, framkvæmdastjóri Norrænu ráð- herranefndarinnar, voru meðal gesta. Lengi hafði verið unnið að opnun skrifstofunnar, en hún markar nýjan áfanga að nánari tengslum þessarar rússnesku hólmlendu við Eystrasaltið við nágranna sína á Norðurlöndum. Á ráðstefnunni voru kynntir hinir ýmsu samstarfsmöguleikar sem fólki og fyrirtækjum í Kalín- ingrad og Norðvestur-Rússlandi bjóðast við Norðurlönd. - aa Ný upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar opnuð í Kalíningrad: Býður upp á nýja möguleika FRÁ RÁÐSTEFNUNNI Í GÆR Per Unckel framkvæmdastjóri, Heidi Grande Røys sam- starfsráðherra, Babinovska varahéraðsstjóri, Arne Grove, fulltrúi rússneska utanríkis- ráðuneytisins, og Boris Batalyn, fulltrúi héraðsdúmunnar í Kalíningrad. Í pontu er Gabriel Romanus, sænskur þingmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Opnum í dag nýtt og glæsilegt apótek í Álftamýri, þar sem áður var Borgarapótek. Líttu við í kaffi og kleinur og kynntu þér opnunartilboðin! Lyfjaval STJÓRNMÁL Magnús Már Guð- mundsson er einn í kjöri til embættis formanns Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfing- ar Samfylkingar- innar. Landsþing Ungra jafnaðarmanna er haldið í safnaðarheimili Lágafellskirkju í Mosfellsbæ um helgina. Dagskrá þingsins er hefðbundin og verða ályktanir afgreiddar á sunnudag. Magnús Már tekur við formennsku af Andrési Jónssyni sem gefur ekki kost á sér til endurkjörs. - bþs Ungir jafnaðarmenn: Magnús Már einn í kjöri MAGNÚS MÁR GUÐMUNDSSON UMFERÐARMÁL Átaksverkefninu „Nú segjum við stopp“ var hleypt af stokkunum í gær og höfðu þúsundir Íslendinga skrifað undir hvatningaryfirlýsingu um að fara að lögum í umferðinni síðdegis í gær. Tilefni átaksins er fjöldi dauðaslysa í umferðinni á þessu ári en alls hafa 19 einstaklingar látið lífið eða jafn margir og allt árið í fyrra. Átakið er samstarfsverkefni ráðuneyta, stofnana og félagasam- taka sem láta sig umferðaröryggi varða. Haldnir voru sjö borgara- fundir í gær um allt land þar sem umferðaröryggi var rætt. - shá Nú segjum við stopp: Umferðarátak fer vel af stað BORGARAFUNDUR Í HALLGRÍMSKIRKJU Fjölmennt var á fundinum í gær. Meðal viðstaddra voru Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Geir Haarde forsætisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. BANDARÍKIN Alþjóðakjarnorku- málastofnunin, IAEA, segir skýrslu Bandaríkjastjórnar um kjarnorkuáætlun Írana vera „ósanna“ og „blekkjandi“. Þetta kemur fram í bréfi IAEA sem var ætlað bandarísku ríkisstjórn- inni, og lekið var til fréttamanna og fjallað er um á BBC. Í bréfinu segir að Bandaríkja- stjórn hafi brenglað alvarlega niðurstöður IAEA um kjarnorku- áætlun Írana í skýrslu þingsins; IAEA hafi eingöngu fundið örfá ummerki um auðgun úrans á afar lágu stigi, en ekki víðtæk ummerki á vopnaframleiðslu- stigi. Talsmenn Hvíta hússins hafa neitað að svara spurningum fréttamanna um málið. Stjórnmálaskýrendur segja málið óneitanlega minna á upphaf Íraksstríðsins. - smk Kjarnorkumál Írana: Bandaríkin sögð óheiðarleg BRUSSEL, AP Viktor Janúkóvitsj, sem nýverið tók við embætti forsætisráðherra í Úkraínu, skýrði frá því í gær að stjórn landsins sæktist ekki lengur eftir því að fá aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Hann sagðist þó eftir sem áður vilja að Úkraína fengi aðild að ESB. Fyrri ríkis- stjórn landsins hafði sótt það stíft að fá aðild bæði að NATO og ESB, en Janúkóvitsj hefur jafnan sagst vera hliðhollari Rússum en Vestur-Evrópuríkjum. Fyrri stjórnin hafði gert sér vonir um að fá vilyrði fyrir aðildarundirbúningi á leiðtoga- fundi Nató í nóvember. - gb Stjórnvöld í Úkraínu: Vilja ekki fá aðild að NATO Milljón heitið Einni milljón íslenskra króna hefur verið heitið til þess sem kemur með ábendingu sem leiðir til handtöku brennuvargsins, sem hefur kveikt í leikskólum og barnaheimilum í Svíþjóð upp á síðkastið. SVÍÞJÓÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.