Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 22
22 15. september 2006 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Síðustu viku hefur í Fréttablað-inu verið skipst á skoðunum um svokallaða þróunaraðstoð. Hér hyggst ég svara stuttlega tveimur formælendum slíkrar aðstoðar. Annar þeirra, Davíð Sigur- þórsson, kynnir sig sem „MA í siðfræði hnattvæðingar og meist- aranema í þróunarfræðum“. Ég veit ekki, hvar hann hefur lært fræði sín, en eitthvað er bogið við þau. Davíð segir, að það hafi „trekk í trekk“ verið afsannað, að fátækar þjóðir geti lært eitthvað um hagþróun af Evrópuþjóðum. Hvar hefur það verið afsannað? Eitt besta fordæmið er Ísland. Við tókum stór skref úr fátækt í bjargálnir á tíma frjálsra viðskipta (hnattvæð- ingar) fyrir 1914, af því að frelsi jókst hér, hagsýnir einstaklingar eins og Thor Jensen og Eldeyjar- Hjalti fengu svigrúm og danskir auðjöfrar lögðu fé í Íslandsbanka, sem lánaði síðan til togara- og vélbátakaupa. Davíð kveður engin dæmi til um árangur af aðgerðum í anda frjálshyggju. En ég hef oft bent á það opinberlega, að skýrustu dæmin um þróun án aðstoðar eru Hong Kong, Suður-Kórea, Taívan og Singapore. Íbúar voru þar örsnauðir í lok seinni heimsstyrj- aldar, en stórstígar framfarir hafa orðið síðan í krafti atvinnu- frelsis. Síðan eru til mýmörg dæmi um aðstoð án þróunar, svo sem Tansanía og Grænhöfðaeyjar. Við Íslendingar jusum á sínum tíma fé í Grænhöfðaeyjar, en landið er enn bláfátækt. Þróunar- aðstoðarinnar sér vart stað, nema hvað hún hefur auðvitað eflt valdastéttina þar. Hinn formælandi þróunarað- stoðar, Stefán Snævarr heimspek- ingur, vitnar í þau orð bandaríska hagfræðingsins Jeffreys Sachs, að vestræn ríki geti aðstoðað Afríkuþjóðir fjárhagslega í baráttunni við mýrarköldu (sem Stefán kallar malaríu). En gallinn er sá, að umhverfisöfgamenn fengu því ráðið upp úr 1970, að skordýraeitrið DDT var bannað, en það vann á þeim skordýrum, sem bera mýrarköldu í menn (og leggjast líka á ýmsar nytjajurtir). Það hefur kostað óteljandi mannslíf í Afríku að banna DDT, en tilefni bannsins, vond áhrif efnisins á fuglalíf, hafa reynst mjög orðum aukin. Stefán hefur það eftir Nóbels- verðlaunahafanum Amartya Sen, að í Kerala-fylki á Indlandi hafi sósíalismi heppnast bærilega. Sen var einn af kennurum mínum í Oxford á öndverðum níunda áratug, og deildum við þá hart um frjálshyggju. Hann er tíður gestur í Kerala og hefur gefið stjórninni þar ráð. Ekki kemur á óvart, að honum þyki sinn fugl fagur. En Indland er einmitt eitt greinileg- asta dæmið um það, hvernig ríkisafskipti hafa haldið aftur af hagþróun. Frá því að landið hlaut sjálfstæði 1947, var þar allt reyrt í fjötra ríkisafskipta, hafta, boða og banna, þótt nokkuð hafi raknað úr hin síðari ár. Enn fremur segir Stefán Snæv- arr, að í Chile og Nýja Sjálandi hafi aðgerðir í anda frjálshyggju misheppnast. Þetta er fjarri sanni. Besti vitnisburðurinn um það er, að jafnaðarmenn, sem komust til valda í Chile, eftir að herforingjastjórn fór þar frá, hafa ekki horfið af þeirri braut, sem frjálshyggjuhagfræðingar, Chicago-drengirnir svonefndu, mörkuðu áður. Chile hefur vegnað miklu betur en öðrum ríkjum Suður-Ameríku. Auðvitað hefur brautin ekki alltaf verið bein og greið, sérstaklega ekki í Nýja Sjálandi hin síðari ár. En helstu kvartanir undan kerfisbreyting- unum í Chile og Nýja Sjálandi eru, að sumir hafi orðið miklu ríkari en aðrir, þótt vissulega hafi atvinnulífið vaxið og dafnað. Ég kippi mér lítt upp við slíkar kvartanir. Aðalatriðið snýst þó ekki um einstök dæmi, sem ætíð má deila um, heldur almenn lögmál. Nokkrir hagfræðingar hafa undir forystu Miltons Friedmans smíðað vísitölu atvinnufrelsis til að bera saman einstök lönd, og getur niðurstöður að líta á vefnum http://www.freethe- world.com. Í ljós kemur, að lífskjör eru því betri sem atvinnulíf er frjálsara. Sam- kvæmt vísitölunni 2006 er landsframleiðsla á mann í þeim fjórðungi landa, sem er frjálsast- ur, 24 þúsund Bandaríkjadalir, en í þeim fjórðungi, sem er ófrjálsastur, 3 þúsund dalir. Hagvöxtur er að meðaltali 2,1% á ári í þeim fjórðungi landa, sem er frjálsastur, en - 0,2% í þeim fjórðungi, sem er ófrjálsastur (þar er með öðrum orðum samdráttur). Reynslan er ólygnust: Ef þjóðir ætla að komast úr fátækt í bjargálnir, þá verður atvinnulífið að vera frjálst. Eina þróunaraðstoðin, sem kemur að gagni, felst í frjálsum viðskiptum við fátækar þjóðir í suðri. Frelsi til þróunar Umræðan Viðbrögð Árna Mathiesen við verðbólgutölum Á forsíðu Fréttablaðsins í fyrradag gaf að líta yfirlýsingu fjármálaráðherra um að „verð- bólguskotið“ væri á niðurleið. Tilefnið virðist vera að í einn mánuð hefur verðbólga lækk- að frá fyrri mánuði. Þó er hún þrefalt hærri en verðbólgumarkmiðið og gefur ráðherranum fremur tilefni til að vera í felum en á forsíðum blaðanna. Skuldir meðalheimilis aukast um hátt í eina milljón króna á ári í þessu ástandi. Í þokkabót lækkaði verðbólga ekki í síðasta mánuði heldur féllu útúr 12 mánaða viðmiðun miklar hækkanir haustið 2005. Í hálft þriðja ár hefur verðbólgan verið yfir markmiði. Aðeins fimm ár eru liðin síðan ríkisstjórnin missti síðast verðbólgu í tæp tíu prósent og kallar það „mjúka lendingu“. Verðbólgan hér er ekki skot heldur viðvarandi því ríkisstjórnin lætur reka á reiðanum og virðist ekki telja hana vandamál. Vonandi mun verðbólgan hníga en því ræður fremur samdráttur á fasteignamarkaði en aðgerð- ir stjórnvalda. Alla fjármálaráðherratíð Árna Mathiesen hefur hún verið yfir mark- miði og engin ástæða til að fagna fyrr en markmiðinu er náð. Í miðjum ævin- týralegum viðskiptahalla, mikilli verð- bólgu og hæstu vöxtum í heimi er það hlutverk fjármálráðherra að vara við, en hella ekki olíu á eld óraunsærra væntinga. Við þær aðstæður er svo ekki síður áhyggjuefni forsíðuuppsláttur sem minnir meira á auglýsingabækling Sjálfstæðisflokksins um efnahagsmál en á ábyrgan fjölmiðil. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar og í fjárlaganefnd Alþingis. Örvæntingarfull viðbrögð fjármálaráðherra HELGI HJÖRVAR Við Íslendingar jusum á sínum tíma fé í Grænhöfðaeyjar, en landið er enn bláfátækt. Þróunaraðstoðarinnar sér vart stað, nema hvað hún hefur auðvitað eflt valdastéttina þar. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Lífskjör og frelsi þjóða Hvatarkonur ánægðar Mikill áhugi var fyrir aðalfundi Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, sem haldinn var í fyrrakvöld. Streymdu konurnar að Valhöll til að kjósa nýja stjórn. Þegar óskað var eftir fram- boðum til formanns kom tillaga um Áslaugu Friðriksdóttur, sem er dóttir Friðriks Sophussonar. Var svo mikil ánægja með þá tillögu að konurnar byrjuðu strax að klappa fyrir Áslaugu sem var fyrir vikið sjálfkjörin. Alnafna Áslaugar var líka lengi formaður sama félags við góðan orðstír og þótti því mörgum þetta góður kostur. Gamlir draugar „Það þarf að skoða með opnum hug breytt rekstr- arform í heilbrigðis- þjónustunni. Það þarf að láta mark- aðslögmálin vinna í þágu markmiða jafnaðarstefnunnar. Það er markmið- ið sem skiptir máli en ekki leiðin að því,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þá formaður Samfylkingarinnar, á lands- fundi í september 2003. Mætti hann harðri andspyrnu við þetta stefnumál sitt sem gufaði á endanum upp. Hins vegar er spurning hvort búið sé að endurvekja þessa ágætu stefnu því Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformað- ur flokksins, skrifar í Morgunblaðið í fyrradag: „Fjármagn ríkisvalds- ins á því að fylgja í meiri mæli sjúklingunum í stað þess að fylgja tilteknum stofnunum. Við eigum að skilja að veitanda þjónustunnar og kaupanda hennar, sem er hið opinbera í flestum tilvikum.“ Nýir vendir Rannveig Guðmundsdóttir, þingkon- an knáa úr Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur til þing- setu. Þegar sitjandi þingmaður víkur sæti skapast alltaf svigrúm fyrir aðra til að sækja fram en Rannveig var í öðru sæti Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi. Nú reikna fleiri með að Margrét Frímannsdóttir, sem var efst í suðurkjördæmi, fylgi fordæmi flokks- systur sinnar. Og einnig er pískrað um að Jóhann Ársæls- son sé á leið út úr pólitík. Kemur þetta í ljós á fundum kjör- dæmisráða nú um helgina. bjorgvin@frettabladid.is Br yn jú lfu r J ón at an ss on M ar gr ét S kú la dó tt ir Jóga í Jóga með Maggý: Í gegnum kraftmikla og djúpa öndun eykur þú lífsorkuna og upplifir heilbrigði og hamingju. Meðgöngujóga og - sund: Áhrifaríkir tímar fyrir verðandi mæður sem sameina kosti meðgöngujóga og meðgöngusunds. Grunnjóga: Námskeið fyrir byrjendur eða þá sem vilja dýpka skilning sinn á jóga. Kraftjóga: Kröftugir tímar þar sem jógastöður eru notaðar til að styrkja vöðva og auka liðleika. www.meccaspa.is U mferðarslys eru að verða ein helsta ógn hins vest- ræna samfélags. Tollurinn sem þau taka í íslensku samfélagi er stór og slysaalda ágústmánaðar hefur svo sannarlega höggvið stórt skarð í litla þjóð. Íslenskum vegum er stundum líkt við vígvöll og víst er að flestir ökumenn hafa lifað þá tilfinningu undir stýri að finnast þeir geta litlu ráðið um örlög sín og að tilvilj- un ein hafi forðað stórslysi. Mikil áhættuhegðun er nefnilega stunduð í íslenskri umferð. Áhættuhegðun sem felst fyrst og fremst í hraðakstri en einnig óábyrgum framúrakstri, of lítilli fjarlægð milli bíla og áfram mætti telja. Fórnarlömb umferðarslysa eru orðin 19 það sem af er árinu. Þá eru þeir ótaldir sem misst hafa heilsu um lengri eða skemmri tíma vegna afleiðinga umferðarslysa. Við segjum stopp er yfirskrift þjóðarátaks sem Umferð- arstofa, samgönguráðuneytið og aðilar að Umferðarráði ýttu úr vör í gær. Markmiðið er að kalla hvern og einn bílstjóra til ábyrgðar á lífi og limum sínum og samferðamanna sinna, útrýma áhættuhegðun í umferðinni og stuðla að róttækri hug- arfarsbreytingu ökumanna. Akstur um þjóðvegi landsins á ekki að vera eins og rússnesk rúlletta. Umferðarslys valda gríðarlegu tjóni, en ekki bara tjóni heldur einnig sorg og missi. Raunveruleg fórnarlömb umferð- arslysa eru því fráleitt aðeins þeir sem látast eða slasast. Fórnarlömbin eru líka aðstandendur þessa fólks og allir þeir sem um sárt eiga að binda í kjölfar slyss, stór hópur fólks sem um alla framtíð býr við sáran missi og eilífar spurningar um hvers vegna ástvinur þeirra var frá þeim tekinn í blóma lífsins. Aðstæður á íslenskum vegum eru vissulega víða ekki eins og best væri á kosið. Það er hins vegar á ábyrgð hvers og eins ökumanns að vinna úr aðstæðum hverju sinni. Átak eins og það sem hófst í gær minnir ökumenn á ábyrgð sína og gerir vonandi einhverja þeirra meðvitaðri um ábyrgð sína og skyld- ur. Samgönguyfirvöld ætla ekki að staðnæmast við hugarfars- átakið, Við segjum stopp, heldur efla eftirlit á vegum og vinna að því að þyngja refsingar við hraðakstursbrotum. Hvort tveggja er gott og gilt. Hitt er ljóst að til viðbótar við ábyrg- an akstur hvers og eins þá eru bætur á umferðarmannvirkj- um það sem best nýtist í baráttunni gegn umferðarslysum. Breikkun Reykjanesbrautar er til vitnis um það hversu miklu slíkar aðgerðir geta skilað. Verkefni hins almenna borgara er að taka ábyrgð á akstri sínum og aka ævinlega í samræmi við aðstæður. Verkefni samgönguyfirvalda er að stuðla að því að gera ytri aðstæður ökumanna eins öruggar og kostur er með því að bæta veg- ina og forgangsraða þeim vegabótum þannig að vegakerfið sé fyrst bætt þar sem umferðin er þyngst og slysahætta mest. Nú segjum við stopp: Allir til ábyrgðar í umferðinni STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.