Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 70
 15. september 2006 FÖSTUDAGUR38 Fræga fólkið lætur sig sjaldan vanta á tískuvikuna í New York enda er algjörlega nauð- synlegt að það klæðist samkvæmt nýjustu tísku. Að venju fær það pláss í fremstu röð á sýningunum ásamt blaðamönnum helstu tísku- tímarita. Stjörnurnar punkta niður hvað þeim finnst flott og panta það svo fyrirfram hjá hönnuðum enda er það stór plús fyrir fatamerki ef fræga fólkið vill klæðast flíkum hönnuðum af þeim. Við skulum sjá hverjir létu sig ekki vanta í hóp helstu tískuspek- úlanta heimsins og nutu þess að hafa puttana á púlsi sumarsins 2007. Ég sagði það áður og ég segi það enn að ég er mjög ósátt með háttarlag karlmanna, já og kvenna hér á landi. Þetta er einfalt; hvernig stendur á því að hér ríkir ekki deitmenning? Ég er svo óendanlega hlessa á því að enginn hafi sig upp í það að bjóða konum á deit. Er þetta svona hrikalega hræðilegt, erum við svona fárán- lega lokuð og köld eða hreint út sagt skræfur? Víðast hvar í heiminum er það til siðs að bjóða konu á deit. Á síðustu áratugum hafa konur í auknum mæli mannað sig upp í það að bjóða karlmönnum út. Það er sennilega partur af jafnréttisáróðri þeirra. En hvað sem öðru líður virðumst við ekki vera hæf til að taka þennan sið upp hjá okkur. Þetta er eiginlega hálf fyndið þar sem íslenskir karlmenn eru þekktir fyrir að vera sterkbyggðir, þolmiklir og að öllu leyti miklir vík- ingar. En þegar kemur að því að spyrja einnar lítillar spurningar sem væri eitthvað á þessa leið: „Fyrirgefðu, en mætti ég bjóða þér út að borða eða í kaffi eitthvert kvöldið“, þá „att í einu veðða þeið baða litli sgðágað og hlauba baða heim“. Mér finnst þetta bara ferlega fynd- ið og eiginlega alveg úr karakter við það sem maður á að þekkja frá þessum annars miklu heljarmennum. Samhengið er hreinlega ekkert. Ég var hins vegar svo lánsöm um daginn að fá boð á stefnumót! Einn af afar fáum karlmönnum hér á landi sem ég var svo heppin að hitta á. Ég held að hann hafi varið miklum tíma í Ameríku og kunni því nokkuð vel til verka í þessum bransa. Hann kom mér allavega á óvart með því að spyrja mig hvort hann mætti bjóða mér út. Ég varð náttúrlega eins og kleina og vissi ekki hvernig ég átti að haga mér eða snúa og gat eiginlega ekki svarað. Svo áttaði ég mig á því hvað ég var að verða hallæris- leg og ákvað að svara honum hreint út. Ég sagði barasta „jább, ég er til í það!“ Svo auðvitað þegar fór að líða að kvöldinu tók ég upp á því að sannfæra sjálfa mig að þetta væri kannski pínu kjánalegt og var komin með símann í hend- ina nokkrum sinnum en hætti þó alltaf við... að hætta við. Ég vildi einhvern veginn ekki vera eins og allir hinir og beila á deiti. Einn vinur minn sagði mér það að hann hefði þrisvar verið settur á deit með stelpu, tvisvar sinnum hætti hún sjálf við og einu sinni guggnaði hann sjálfur. Í það skiptið hafði hann aldrei séð stúlk- una. Maður getur svo sem skilið það að vera feim- inn við hið óþekkta. En einhvern veginn virðast allflestir Íslendingar vera skíthræddir við að fara á deit. Og á meðan enginn gerir neitt í því og reynir að halda einhverjum deitum gangandi þá gerist ekki neitt. Þess vegna verðum við að leggjast á eitt öllsömul, sem erum ein þarna úti, og deita! REYKJAVÍKURNÆTUR HÖRPU PÉTURSDÓTTUR FINNST AÐ ÍSLENSKIR KARLMENN MÆTTU VERA ÁKVEÐNARI Vér mótmælum öll! Bandaríska söngkonan Whitney Houston hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn til fjórtán ára, söngvarann Bobby Brown. Samband þeirra hjóna hefur alla tíð þótt ansi stormasamt auk þess sem þau hafa bæði átt við vímuefnavandamál að stríða. Þau eiga saman 13 ára dóttur, Bobbi Kristina. Whitney giftist Bobby Brown, sem er 37 ára, árið 1992. Hann varð frægur með hljómsveitinni New Edition og árið 1988 gaf hann síðan út sólóplötuna Don´t Be Cruel, sem naut mikilla vinsælda. Whitney, sem er 43 ára, hefur unnið sex Grammy-verðlaun á ferli sínum og átt fjölda topplaga á vinsældalistum, þar á meðal Saving All My Love For You. Fer- ill hennar hefur þó dalað mikið undanfarin ár, sérstaklega vegna vímuefnanna. Hefur hún farið nokkrum sinnum í meðferð, en árið 2002 viðurkenndi hún í sjón- varpsviðtali að hafa misnotað vímuefni. Sagðist hún jafnframt hafa komist í gegnum vandræðin með því að biðja bænirnar. Síðasta plata Whitney kom út árið 2002 og hefur hún haft afar hægt um sig síðan þá. Whitney sækir um skilnað Á GÓÐRI STUNDU Whitney Houston og Bobby Brown eru að skilja eftir fjórtán ára hjónaband. Með puttana á púlsinum LEIKARAPARIÐ Ashton Kutcher og Demi Moore voru sæt saman á sýningu Nar- ciso Rodriguez. Ætli Kutcher sé að skrifa niður óskalista fyrir unnustu sína. HARÐORÐUR RITSTJÓRI Anna Wintour, ritstjóri ameríska Vogue, er ávallt í fremstu röð á sýningum og hér er hún á sýningu Narciso Rodriguez ásamt dóttur sinni, Bee Schaffer. TÍSKULEGAR SYSTUR Að sjálfsögðu voru Hilton-systurnar mættar á tískuvikuna þar sem partíin eru fjöldamörg. Hér eru þær mættar í fremstu röð á sýningu Luca Luca. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES JANET JACKSSON Lét lítið fyrir sér fara á sýningu Bill Blass en fylgdist þó grannt með um leið og hún leitaði að fallegum fatnaði. ÍSLANDS- VINUR Sean Lennon var hress á leið sinni á sýningu í fötum frá Imitation of Christ. ��������������������������������������� ������������� ������������ ���������� �������� Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði ����������������������������� ���������� ���� �������������������� Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: � ��������������������������������� ����������������������� ���������������������������������������� ���������������������������� ����������� �������������������������������������� �������������������� ������������������������� ������������������������������������������������������� ��� �������������������� ������������������������������������������� ���������������������������������������� �������� ��������� ���������� ������������� �������������������������� AFSLÁTTUR 35% �� �� �� �� � �� � �� � � ��� CARMEN ELECTRA Er hér ásamt vinkonu sinni Thaliu og var ánægð með sýningu Luca Luca á fatnaði fyrir sumarið 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.