Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 26
[ ]Gefið tækifæri Margir lenda í því að fara á veitingastað og verða fyrir vonbrigðum með þjónustuna eða matinn. Hafið í huga að slæmir dagar finnast líka á veitingahúsum rétt eins og annars staðar. Gefið staðnum annað tækifæri en látið þar við sitja ef allt er á sömu lund. Á heilsubar Heilsuhússins í Lágmúla er boðið upp á rétti í anda grunnreglnanna tíu, en kynning á nýjum matseðli er nýhafin. Matreiðslumaðurinn Oscar Umahro Cadogan mun í þessari viku kynna nýjan matseðil á heilsubar Heilsuhússins í Lág- múla, þar sem boðið verður upp á súpur, sykurlaus sætindi, rétti dagsins „smoothies“ eða hristing og ýmiss konar safa. Að hans sögn var maturinn kynntur á nýafstað- inni heilsusýningu í Egilshöll við góðar undirtektir. Umahro og Þorbjörg Hafsteins- dóttir hafa um nokkurt skeið hald- ið matreiðslunámskeið undir merkjum grunnreglnanna tíu og heilsubarinn, sem sprottinn er upp úr þeirri heildarhugmynd, er liður í nýrri matvörulínu og hollum skyndibitamat sem boðið er upp á í samvinnu við Heilsuhúsið. „Hinar tíu grunnlegur byggja á þeirri hugmynd að sameina megi næringarríka og bragðgóða mats- eld,“ útskýrir Umahro. „Lögð er áhersla á notkuna hráefna eins og fisks, heilkorns, grænmetis og ávaxta og fleira, en unninni mat- vöru á borð við smjör, sykur og hvítt brauð er sleppt.“ Umahro segir að þar að auki sé fólki kennt að elda á einfaldan og skjótvirkan hátt mat sem geyma má í nokkra daga. „Margir hafa lítinn tíma til einhverra stórfram- kvæmda í eldhúsinu og þá er hætt við að einhver fljótútbúin eða til- búin óhollusta verði fyrir valinu,“ útskýrir hann. „Grunnreglurnar tíu hjálpa þeim að snúa blaðinu við.“ Hægt er að kynna sér betur þessar reglur með því að sækja námskeið sem Umahro og Þor- björg munu halda í Heilsuhúsinu, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Í gær hófst einmitt nám- skeið þar sem kennt verður hvern- ig búa megi til gómsæta, sykur- lausa eftirrétti og verður það endurtekið í nóvember. Auk þess er alveg tilvalið að kynna sér nýja matseðlinn á Heilsubar Heilsu- hússins. Sjá nánar www.10grunnreglur. com roald@frettabladid.is Súpur og sykurlaus sætindi Á námskeiðunum er fólki kennt að elda hollan og góðan mat, sem má geyma í nokkra daga, á skjótan og einfaldan hátt. Umahro verður með kynningu á nýjum matseðli á heilsubar Heilsuhússins. Hér sést hann við kennslu á einu námskeiðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kínakál er ákaflega A- og C-vítamín- ríkt. Einnig er mikið af steinefnum í kínakáli og er það því sérlega nær- ingarríkt. Um kál gildir sú regla að ystu blöðin eru hvað næringarríkust. Græn blöð innihalda meira af stein- efnum og vítamínum en þau sem ljósari eru. Hafa skal þó í huga að við suðu tapast nokkuð af vítamínum og steinefnum. Kínakálið er betra að nota hrátt þar sem það er ekki jafn trefjaríkt og annað kál. Kínakálið er þar að auki hitaeiningasnautt og má því borða í tíma og ótíma án þess að þess gæti á vigtinni. (www.islenskt.is) hráefnið } Kínakál SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.