Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 46
Það verður að segjast eins og er að United 93 er án efa með betri myndum sem ég hef séð á árinu. Hún segir frá og sýnir að miklu leyti allar hliðar þess skelfilega atburðar sem átti sér stað 11. september 2001 þegar fjór- um farþegaþotum var rænt af hryðjuverka- mönnum. Þessi mynd fjallar um það flug þegar farþegar náðu að yfirbuga hryðjuverkamennina svo aðgerðirnar náðu ekki til áætluðum árangri. Áður en ég fór á myndina bjóst ég við því að þetta yrði þessi týpiska klisja þar sem ,,God bless America“ bragurinn væri yfir um og allt í kring en raunin varð allt önnur. Í aðalhlutverk- um eru engar Hollywood hetjur til að bjarga málunum heldur eingöngu venjulegt fólk í venjulegum aðstæðum sem gerir myndina mjög raunverulega. Unit- ed 93 fókusar aðalega á hvernig hlutirnir voru í raun og veru sem dregur mann ósjálfrátt inn í mynd- ina svo að myndin nær til manns á mjög tilfinningalegan hátt. Fram- leiðendum myndarinnar tókst afar- vel til að framleiða mynd um jafn við- kvæmt mál og þetta án þess að misnota sér þessa atburði. Myndin fer frekar hægt af stað og fjallar fyrri hluti myndarinnar að stóru leiti um hvernig málin þróuðust innan flugmála- stjórnar sem gefur manni víðari sín á það hvernig hlutirnir voru í raun og veru. Ef einhver hefur áhuga á að kynna sér þá atburði sem áttu sér stað þennan dag talsvert betur mæli ég hiklaust með United 93. steinaro.minnsirkus.is SIRKUS15.09.06 14 1 2 3 Hvernig fannst þér myndin? MINNSIRKUS - MEÐLIMIR GAGNRÝNA Þú getur sagt álit þitt á kvikmyndum í Sirkus. Það eina sem þú þarft að gera er að vera meðlimur í samfélaginu okkar á www.minnsirk- us.is/sirkus og fylgjast með kvikmynd vikunnar. Vertu bíógagnrýnandi og segðu það sem þér finnst. 1 FM957 2 3 Minnsirkus.is blogg vikunnar Vertu þarna ...Horfðu á þetta ... um helgina UNITED 93 Aðalhlutverk: Christian Clemenson / Trish Gates / Polly Adams Leikstjóri: Paul Greengrass Myndin í einni setningu: Hetjudáð í háloftunum 7.9/10 á imdb.com ÞORKELL MÁNI MÆLIR MEÐ STONE SOUR Through Glass „Hér eru á ferðinni gæjar úr hljómsveitinni Slipknot. Þeir eru með þessa hljómsveit svona til hliðar við Slippið, með óhemju góðar melód- íur, öflugan söng, og kraft- mikinn hljóm.“ BASS HUNTER Boten Anna Þetta er sænskur plötu- snúður og skemmtikraftur. Sprenghlægilegt danslag og melódía sem límist á heilann á manni.“ PINK U + UR Hands Pink hefur alltaf verið stór- skemmtileg stelpa og talar hér um að þú farir ekki heim með henni þótt þú bjóðir henni upp á drykk. Flott pía og músíkkant. Síðasta 90´s kvöld Curvers er á Bar 11 á laugardaginn. Strákurinn er að fara á túr með Ghostigital í Ameríkunni og svo ætlar hann að einbeita sér að myndlistinni þegar heim er komið. Þessi kvöld hafa verið gríðarlega vinsæl í allt sumar og hefur 90´s tískan ráðið ríkjum samhliða því. Staðurinn verður skreyttur með glowsticks og er um að gera að hrista sig aðeins við No limit og fleiri slagara. Mættu á miðnætti. Frítt inn. Fjórði þátturinn af Búbbunum fer í loftið annað kvöld klukkan átta. Sirkus mælir mikið með þessum þáttum, sem ná til allra í fjölskyldunni. Fimm ára frændinn hlær jafnmikið og amman því aulahúmor kætir alla. Strax á eftir þessu er nýr dagskrárliður sem heitir Grín, djók og spaug. Þar á að bjóða upp á úrval grínþátta sem hafa verið framleiddir fyrir sjónvarp. Byrjað verður á Fóstbræðrum. Snilld. DEFTONES Hole in the earth „Ein allra besta rokkgrúbba í veröldinni. Loksins komnir með nýtt lag.“ BRAIN POLICE Nýja platan eins og hún leggur sig „Beyond the wasteland, Feitari en andskotinn. Íslenskar rokkplötur gerast ekki betri.“ JOHN B I´ve been stalking you on myspace „Joi B er á leiðinni á klakann í lok mánaðarins að spila á klikkuðu breakbeat kvöldi. Þetta lag gefur góð fyrirheit.“ „Þetta er verk eftir skáldsögu Svövu Jakobsdóttur sem kom út árið 1987. Okkur finnst þetta allavega mjög mögnuð sýning, djörf og óvenjuleg,“ segir Maríanna Klara Lúthersdótti- r, einn af aðstandendum sýningarinn- ar en hún leikur einnig í verkinu. Kven- félagið Garpur setur upp verkið en það er félagsskapur sem nokkrar stelpur stofnuðu eftir útskrift úr Leik- listarskólanum. „Við stofnuðum þetta nú bara á Kaffibarnum eina kvöld- stund yfir bjórglasi. Þetta erum ég, María Heba, Esther Talía og Sólveig Guðmundsdóttir vinkona okkar sem lærði í London,“ segir Maríanna en hópurinn fékk styrki til þess að setja upp Gunnlaðarsögu. „Við vorum ein- mitt að ræða að þetta byrjaði bara yfir einhverju spjalli en nú erum við með tuttugu manns í vinnu og frumsýning framundan,“ segir Maríanna og viður- kennir að ferlið hafi verið erfitt en skemmtilegt. Hún segir boðskap sýningarinnar liggja stelpunum í Garpi mikið á hjarta. „Þetta snýst svolítið um að ábyrgðin um að bjarga heiminum liggur hjá okkur sjálfum. Það gerir það enginn fyrir okkur og við verðum að vera þáttakendur. Það þýðir ekkert að fussa bara yfir sjónvarpinu með rauðvínsglas í hendi.“ Sýningin er frumsýnd klukkan 20:00 í kvöld en uppselt er á þá sýn- ingu. „Það er önnur sýning á laugardags- kvöldið og svo stefnum við á fimmtán sýn- ingar á verk- inu,“ segir Maríanna að lokum en sýn- ingin er sýnd í Hafnarfjarð- arleikhús- inu. Bak við Fjöru- kránna. MARÍANNA KLARA OG KVENFÉLAGIÐ GARPUR FRUMSÝNIR GUNNLAÐARSÖGU Í KVÖLD Þýðir ekki að fussa yfir sjónvarpinu með rauðvínsglas í hendi UNITED 93 12 ástæður þess að banani er betri en KARLMAÐUR! 1. Bananar haldast stinnir í heila viku. 2. Meðalbanani er að minnsta kosti 18 cm langur og banani færi aldrei að segja þér að stærðin skipti ekki máli. 3. Banani reynir aldrei að eiga við þig þýðingarmikl- ar samræður. 4. Banani getur haldið sér uppi alla nóttina og þú þarft ekki að sofa á blauta blettin- um. 5. Banani spyr aldrei „ertu tilbúin?“. 6. Þú getur fengið þér eins marga banana og þú ræður við. 7. Banani heimtar ekki að horfa á leikinn þegar þú ert að horfa á uppáhaldssjón- varpsþáttinn þinn. 8. Banani reynir aldrei að koma þér til þegar þú ert með blautt naglalakk. 9. Þú kemst ekki að því síðar að bananinn þinn er kvæntur. 10. Þú þarft ekki að bíða með að tala við bananann þinn þangað til í hálfleik. 11. Banani skilur þig ekki eftir í nístandi óvissu í heilan mánuð. 12. Banani hefur ekki ofnæmi fyrir kett- inum þínum. LadyPink.minnsirkus.is Niður með ríkissjón- varpið „Hvaða mann- vonska og illgirni er það að stofna rúv og neyða okkur öll til þess að borga af þessu, mar horfir ekki einusinni á þessa stöð? Þetta er nátla bara rugl. Við þurfum að taka okkur saman og mótmæla. Það á að leggja þessa stöð niður, hún er hvort sem er rekin með tapi. Allavega neita ég að borga þetta rugl.“ finnsi.minnsirkus.is BRYNJAR MÁR MÆLIR MEÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.