Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 18
15. september 2006 FÖSTUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
Náttúrufræðistofnun Ís-
lands birti nýverið skýrslu
um ráðgjöf vegna rjúpna-
veiða 2006. Mælt er með
að dregið verði verulega
úr veiðum. Rjúpnastofninn
er talinn vera kominn í
sama horf og fyrir friðun
árið 2003.
Helstu niðurstöður Náttúru-
fræðistofnunar eru að talningar
sýna svo ekki verður um villst
að stofninn er á niðurleið um allt
land eftir aðeins tvö ár í upp-
sveiflu. Stærð veiðistofnsins í ár
er metinn um 500.000 fuglar og
samkvæmt því er ásættanleg
veiði, miðað við forsendur
stjórnvalda um sjálfbærar veið-
ar, um 45.000 fuglar. Til að ná
þessum markmiðum mælir NÍ
með því að veiðitímabilið verði
takmarkað við þrjár vikur í nóv-
ember auk áframhaldandi sölu-
banns og að griðland fyrir rjúp-
ur verði áfram á Suðvesturlandi.
Náttúrufræðistofnun segir í
skýrslu sinni að óvæntir atburð-
ir hafi orðið í rjúpnastofninum.
Bent er á að margir þættir aðrir
en skotveiðar hafi áhrif á afkomu
rjúpunnar og er talið líklegt að
óhagstætt tíðarfar sumar og
haust 2005 hafi verið rjúpunni
afdrifaríkt.
Rjúpan í sögulegu ljósi
Á síðasta ári er áætlað að skot-
veiðimenn hafi veitt um 80.000
rjúpur. Ekki eru allir þó sammála
því mati og telja forsvarsmenn
Skotveiðifélags Íslands að veiðin
hafi verið nokkuð minni. Árin
2003 og 2004 var rjúpan friðuð og
tölur um rjúpnaveiði frá 2002 eru
taldar ónothæfar þar sem margir
veiðimenn skiluðu inn ónákvæm-
um veiðiskýrslum til að mótmæla
hugmyndum sem komu fram um
alfriðun rjúpunnar.
Íslenski rjúpnastofninn sveifl-
ast mikið af náttúrulegum orsök-
um. Fyrri hluti 20. aldar einkennd-
ist af mjög háum toppum í
rjúpnahámörkum og var sá síð-
asti í þeirri röð árið 1955. Síðustu
áratugi hafa rannsóknir hins
vegar sýnt marktæka fækkun
rjúpna. Rannsóknir á Norðaustur-
landi á árunum 1981 til 2003 sýna
fækkun sem nemur fjórum pró-
sentum á ári. Með hliðsjón af
rannsóknum sínum hefur Nátt-
úrufræðistofnun því lagt til á und-
anförnum árum að verulega sé
dregið úr rjúpnaveiðum þvert
ofan í það rótgróna sjónarmið að
rjúpnaveiði hafi engin áhrif á
rjúpnastofninn. Þetta sjónarmið
er enn í dag bjargföst trú margra
veiðimanna og sérfræðinga í
dýrafræði.
Árið 2003 lagði stofnunin til að
rjúpnaveiði yrði bönnuð í fimm
ár. Umhverfisráðherra tók undir
sjónarmið um friðun og ákvað að
friða rjúpur í þrjú ár eða frá
hausti 2003 til hausts 2006. Friðun
var síðan aflétt í fyrra vegna mik-
illar uppsveiflu í stofninum sem
nam 80 til 100 prósentum sam-
kvæmt talningu vorin 2004 og
2005. Nýjustu talningar sýna 12
prósenta fækkun.
Skotveiðimenn og eftirlit
Rjúpnaveiði er
meira en áhuga-
mál lítils hóps
manna. Þúsundir Íslendinga
ganga til rjúpna árlega og bráð
þeirra er hluti af neysluhefð
margra heimila um allt land. Jóla-
hátíðin er í hugum margra ekki
svipur hjá sjón ef ekki er boðið
upp á rjúpu á svignandi veislu-
borði um hátíðarnar og ganga
sumir svo langt að segja að hátíð-
leiki þeirrar hefðar að borða rjúpu
um jólin sé ómissandi með öllu.
Skotveiðifélag Íslands, sem er
landssamtök skotveiðimanna,
rengir ekki stofnmat Náttúru-
fræðistofnunar og forsvarsmenn
félagsins eru sammála því að
draga þurfi úr veiði. Hvernig það
verður gert gagnrýnir félagið þó
og telur að þriggja vikna veiði-
tímabil í nóvember bjóði hættunni
heim og eru svokallaðir „græðgis-
veiðimenn“ nefndir til sögunnar.
Það hefur tíðkast um nokkurt skeið
meðal lítils hóps veiðimanna að
nota fjórhjól og snjósleða til að
veiða rjúpu í miklu magni og hefur
sölubann verið sett þeim til höf-
uðs. Skotveiðifélagið gagnrýnir
þennan hóp manna harðlega og
telur þessar veiðar ekki koma
sportveiði neitt við. Stutt veiði-
tímabil er að mati félagsins til þess
fallið að spila upp í hendur þessara
magnveiðimanna sem geta ein-
beitt sér að veiðum í stuttan tíma.
Þessar veiðar vill félagið sjá
aflagðar með öllu og gagnrýnir
yfirvöld fyrir slælegt eftirlit. Þeir
ganga svo langt að segja að ekkert
eftirlit sé með rjúpnaveiðum og
vilja að þyrlur séu nýttar í þessum
tilgangi. Félagið hefur kynnt sér
veiðieftirlit annarra þjóða og telur
sýnt að eftirlit úr lofti er það eina
sem skilar árangri.
Gagnrýni og skiptar skoðanir
Náttúrufræðistofnun birtir í
skýrslu sinni ítarlegar upplýsing-
ar um mælingar sínar á rjúpna-
stofninum og setur fram tillögur
um veiðistjórnun í sam-
hengi við þær
rann-
sóknir. Til-
lögur stofn-
unarinnar
hafa verið
gagnrýndar af
Áka Ármanni Jóns-
syni, forsvarsmanni
veiðistjórnunarsviðs
Umhverfisstofnunar, sem
fullyrðir að tillögur um veiði-
stjórnun sé hlutverk Umhverfis-
stofnunar, ekki Náttúrufræði-
stofnunar. Áki Ármann segir að
reglugerðin frá því í fyrra um að
aflétta friðun sé enn í gildi og það
sé ekki nema ráðherra íhugi að
breyta þeirri reglugerð sem hann
óski eftir tillögum um veiðistjórn.
Þessu hefur Snorri Baldursson,
aðstoðarforstjóri Náttúrufræði-
stofnunar, mótmælt og segir það
bæði rétt Náttúrufræðistofnunar
og skyldu að koma með tillögur
að veiðistjórnun. Báðar stofnan-
ir rökstyðja mál sitt meðal ann-
ars með því að túlka mismunandi
greinar í lögum um vernd, friðun
og veiðar villtra fugla frá 1994.
Gagnrýni á aðferðafræði Nátt-
úrufræðistofnunar hefur einnig
komið fram. Sigurjón Þórðarson,
líffræðingur og alþingismaður,
telur ekki mögulegt að skýra gang
náttúrunnar út frá reiknilíkani.
Það sem honum finnst gagnrýnis-
verðast er að Náttúrufræðistofnun
geri ráð fyrir að náttúruleg afföll á
veiðistofni séu þau sömu ár eftir
ár. Sigurjón bendir á að þegar rjúp-
an var friðuð hafi afföllin reynst 35
prósent annað árið og 28 prósent
árið eftir. Munurinn er svo mikill,
segir Sigurjón, að það mælir allt á
móti því að nota slíkar aðferðir til
að áætla náttúruleg afföll til fram-
tíðar. Sigurjón vill einnig meina að
veiðin sé ekki hrein viðbót við nátt-
úruleg afföll því þá sé verið að
afskrifa að aukinn þéttleiki rjúp-
unnar takmarki stærð rjúpna-
stofnsins.
Þessum gagnrýnisröddum er þó
ávallt svarað með því að rjúpan
verði að njóta vafans. Rjúpnaveiði
er það eina sem er í mannlegu valdi
að stjórna og það séu nægjanlega
sterk rök til að byggja upp stofninn
með veiðistjórnun, byggða á rann-
sóknum Náttúrufræðistofnunar.
Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands,
vann skýrsluna fyrir umhverfis-
ráðuneytið. „Friðunin stóð í tvö ár
og þá sáum við þróun sem er
óþekkt hér á Íslandi,“ segir Ólaf-
ur. „Það urðu algjör umskipti og
stofninn óx óskaplega hratt og
miklu hraðar en við höfum áður
séð. Síðan hefjast veiðar og við
förum í sama farið og áður. Menn
hljóta því að staldra við.“
Draga verður úr rjúpnaveiði á ný
RJÚPUR AÐ VORI Rjúpan er fallegur fugl og ómissandi í íslenskri náttúru. Hún er
jafnframt umdeildur fugl og deilur um hvort og hvernig eigi að stjórna rjúpnaveið-
um halda áfram sem aldrei fyrr. MYND/DANÍEL
Seðlabanki Íslands hækkaði í gær stýrivexti um hálft pró-
sentustig og eru stýrivextir því nú fjórtán prósent. Stýrivaxta-
hækkunin hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla. Þannig
segir finnska dagblaðið Hufvudstadsbladet að stýrivextir hafi
verið hækkaðir hér á landi sautján sinnum á tveimur árum.
Hver er framvinda efnahagsmála að mati Seðlabankans?
Framvindan hefur verið í meginatriðum í samræmi við þjóðhags- og
verðbólguspár sem birtust í júlí. Verðbólgan mælist þó minni á seinni
helmingi ársins en var á fyrri helmingnum. Viðskiptahalli er meiri
en spáð var og til lengri tíma eru verðbólguhorfur lakari. Verðbólga
er enn mikil og væntingar um verðbólgu sömuleiðis. Endurskoðað-
ir þjóðhagsreikningar sýna meiri hagvöxt í fyrra en áður var talið.
Hver eru áhrifin á markaðinn?
Vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á öðrum og þriðja árs-
fjórðungi þessa árs benda til meiri framleiðsluspennu en reikn-
að var með í júlí. Spenna er á vinnumarkaði og launakostn-
aður hefur farið vaxandi en vöxtur útlána hefur minnkað, og
tekjur ríkissjóðs sömuleiðs. Þetta sýnir að eftirspurn fer minnkandi.
Hverjar eru horfurnar?
Þörfin fyrir aðhald verður endurmetin þegar Peninga-
mál koma út í byrjun nóvember en þá verð-
ur jafnframt birt ný þjóðhags- og
verðbólguspá. Ljóst er að þörf er
á umfangsmikilli aðlögun í kjölfar
viðskiptahalla og verðbólga má
ekki ná að festast í sessi.
Bankinn krefst aðhalds
í opinberum
fjármálum.
FBL-GREINING: STÝRIVAXTAHÆKKUN SEÐLABANKANS OG ÞRÓUN EFNAHAGSMÁLA
Aðhalds krafist í opinberum fjármálum
Svona erum við
> Brautskráðir úr framhaldsskóla
„Friðunin stóð í tvö ár
og þá sáum við þróun
sem er óþekkt hér á
Íslandi. Það urðu algjör umskipti
og stofninn óx óskaplega hratt.“
ÓLAFUR K. NIELSEN
VISTFRÆÐINGUR HJÁ NÁTTÚRUFRÆÐI-
STOFNUN
FRÉTTASKÝRING
SVAVAR HÁVARÐSSON
svavar@frettabladid.is
SPURT & SVARÐ
HVALVEIÐAR
Engin eining
um veiðarnar
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra lét hafa eftir sér í
Fréttablaðinu í gær að könnun
sem Capacent Gallup gerði fyrir
Landssamband íslenskra útvegs-
manna staðfesti að þjóðareining
væri um að hefja atvinnuhvalveið-
ar að nýju. Í máli hans kom meðal
annars fram að ljóst væri að allar
efnislegar ástæður væru til staðar
til að hefja veiðar og könnunin
sýndi að þjóðréttarlegar heimildir
til þess væru skýrar.
Hörður Sigurbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri og eigandi Norð-
ursiglingar á Húsavík, sem var
fyrsta fyrirtækið til þess að hefja
daglegar áætlunarferðir í hvala-
skoðun, er ekki sammála þessum
málaflutningi.
Er þjóðareining um að hefja
hvalveiðar?
Nei, ekki ef þetta er sett í rétt
samhengi. Þessi umræða hefur
verið sköpuð af hvalveiðimönnum.
Þeir kaupa sér ímyndarsérfræð-
inga til að búa til almenningsálit
sem ég held að væri ekki til ef að
umræðan væri á réttum forsend-
um. Það er alveg ljóst að mínu
mati að atvinnuhvalveiðar myndu
stórskaða ferðaþjónustuna. Ef
menn ætla að fara að veiða
hrefnu í atvinnuskyni þá má búast
við því að þær veiðar eyðileggi
hvalaskoðun á Íslandi.
Heldur þú að hvalveiðar séu að
fara að hefjast að nýju?
Það held ég alls ekki. Ég tel að
það sé algerlega útilokað að hefja
hvalveiðar. Þegar þeir stjórnmála-
menn sem standa frammi fyrir því
að taka afstöðu til þessa skoða
staðreyndir málsins þá held ég að
þeir muni ekki standa að því að
leyfa hvalveiðar. Hvalaskoðun er
orðin langstærsta afþreyingargrein
ferðaþjónustunnar. Ef atvinnuhval-
veiðar yrðu leyfðar að nýju væri
verið að efna til stríðs við eina
stærstu atvinnugrein landsmanna,
sem er ferðaþjónustan.
HÖRÐUR SIGURBJÖRNSSON
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
2000 / 2001
94
3
1.
57
2
86
1
2003 / 2004
1.
33
4
KARLAR KARLAR KONURKONUR
Heimild: Hagstofa Íslands