Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 66
 15. september 2006 FÖSTUDAGUR34 Japanski leikhópurinn Theatre du Sygne frumsýnir Snegla tamin eða Taming of the Shrew eftir William Shakespeare á Stóra sviði Þjóð- leikhússins næstkomandi laugar- dag. Þetta er þriðja japanska gestasýningin sem ferðast hingað til lands en koma gestanna úr austri er í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Japan og Ísland tóku upp stjórnmálasamband. Leikhópurinn Theatre du Sygne er virtur í sínu heimalandi og hefur tekist á við fjölda verka eftir Shakespeare og ferðast með sýn- ingar sínar víða um heim. Meðal fyrri verkefna hópsins eftir Shake- speare má nefna Kaupmanninn í Feneyjum, Makbeð og Óþelló. Sýningin á Snegla tamin er frumsýnd á þessari leikför, og er Ísland fyrsti áfangastaður hópsins á ferð til fleiri landa Evrópu. Leiksýningin er flutt á jap- önsku með enskum skýringartext- um og varir í 105 mínútur án hlés. Leikstjóri er Hisao Takase. Leikmynd gerði Izumi Matsuoka en tónlist er eftir Shihoko Miyaki. Leikarar eru Shiro Arai, Hirokazu Hayashi, Yohei Matsukado, Atsuko Ogawa, Gouki Ogawa, Motonobu Hoshino, Kazuro Yano, Seiko Tano, Mitsutaka Tachikawa, Ken Hojo, Yasuhiro Wakita og Izumi Matsu- oka. Aðeins verður þessi eina sýn- ing og hefst hún kl. 20 á laugar- dagskvöldið. SNEGLAN TAMIN Japanskur leikhópur með franskt nafn setur upp enska klassík á Íslandi. Ensk leikhúsklassík á japönsku Myndlistarmaðurinn Ketill Larsen sýnir málverk sín á kaffihúsinu Mokka við Skólavörðustíg. Þetta er 35. einkasýning hans en hún hefur yfirskriftina „Líf frá öðrum heimi“. „Ég byrjaði að mála árið 1970 og hélt mína fyrstu sýningu á Mokka,“ segir Ketill. „Síðan þá hef ég komið víða við, sýnt hér á höf- uðborgarsvæðinu og úti á landi en líka erlendis, til dæmis í Færeyj- um, Danmörku og Kenía. Það var allt mjög framandi í Kenía en þeir vilja víst alveg fá mig aftur.“ Nú í vor sýndi Ketill verk sín ásamt tveimur öðrum alþýðulistamönn- um, þeim Jóni Ólafssyni og Guð- jóni Stefáni Kristinssyni, í menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi. Ketill segist aðallega mála blóma- og landslagsmyndir. „Ég mála fjöll og blóm og fljúgandi skip. Ég kenni þessa sýningu við líf í öðrum heimi, það er afskap- lega fallegt og ég reyni að miðla þeirri fegurð af mér. Svo er bara spurning hvernig tekst til,“ segir listamaðurinn. Listamaðurinn vinnur í miklum skorpum og segist hafa málað um 1.500 myndir frá áramótum. „Menn segja nú að það sé ekki hollt fyrir málara að vinna svona mikið en ég er bara vanur að gera þetta svona,“ segir Ketill um vinnulag sitt, „ætli ég sé ekki svo- lítið sérstakur.“ Ketill kveðst reyna að hafa myndirnar sínar litríkar og jákvæðar og hefur eftir vini sínum að hann hreinlega deyi úr rómantík þegar hann horfi á myndirnar. - khh MÁLARINN KETILL LARSEN Fegurðin að handan er til sýnis á veggjum Mokka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjöll og blóm og fljúgandi skip ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ������������������������������� �������������� �� ��������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� �������������������������������������������������������������������� ������������ ���������������������������������������� ����������������������������������� ������������������������������� LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Sýningar í Landnámssetri í september og október Föstudagur 15. september kl. 20 Uppselt Laugardagur 16. september kl. 20 Uppselt Sunnudagur 17. september kl. 20 Uppselt Laugardagur 23. september kl. 20 Uppselt Sunnudagur 24. september kl. 16 Uppselt Miðvikudagur 27. september kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 28. september kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 5. október kl. 20 Laus sæti HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 12 13 14 15 16 17 18 Föstudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Hljómsveitin Telepathetics heldur síðdegistónleika í versluninni 12 Tónum við Skólavörðustíg.  19.00 Hljómsveitirnar Defiance, Night & The City, Rökkurró og Carpetshow leika á Kaffi Hljómalind.  19.00 Tónleikarnir Reykjanes rokkar verða haldnir í Frumleikhúsinu í Keflavík. Þrjár kynslóðir tónlistarmanna úr Reykjanesbæ og nágrenni leggja málefninu lið og rokka fyrir Reykjanes í sátt við umhverfið. Á tónleikunum munu koma fram Deep Jimi and the Zep Cream, Heiða og heiðingjarnir, Rúnar Júlíusson, Æla, Hinir guðdómlegu neander- dalsmenn, Þröstur Jóhannesson, Koja, Tommy gun og Victory or death. Húsið opnar kl. 19.  22.00 Hljómsveitirnar Ask the Slave og Myra halda tónleika á Bar 11. ■ ■ SKEMMTANIR  Hljómsveitin Land & Synir leik- ur á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. ■ ■ FYRIRLESTRAR  11.30 Þýski myndlistarmaðurinn Martin Kobe heldur fyrirlestur og kynnir verk sín í Opna listaháskól- anum í fyrirlestrasal Listaháskóla Íslands í Laugarnesi 1. Sýning Tilo Baumgärtel og Martin Kobe opnar í Safni næstkomandi laugardag og verður opin til 5.nóvember. ■ ■ KEPPNIR  13.30 Ráðstefna á vegum Djáknafélags Íslands verður haldin í hátíðarsal í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Yfirskrift hennar er Kærleiksþjónustan og kirkjan í dag. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.