Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 14
14 15. september 2006 FÖSTUDAGUR LOFTHELGIN Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur Flugmála- stjórn ekki tekið við öllu því hlut- verki sem Bandaríkjamenn sinntu við eftirlit með óþekktum flug- vélum í lofthelgi Íslands vegna þess að NATO myndi aldrei sam- þykkja slíka tilhögun. Eftir að Bandaríkjaher lokaði stjórnstöð sem vann úr upplýsingum frá frumratsjám í vor geta flugvélar nú flogið um íslenska lofthelgi án þess að sjást. Heimildir Frétta- blaðsins herma að ýmsir innan stjórnsýslunnar hafi miklar áhyggjur af þessari stöðu mála. Þær segja að það skorti sýn á hvernig bregðast eigi við þessum breytingum og að stjórnvöld þurfi að fara í stefnumörkunarumræðu um hvernig eigi að gæta og starf- rækja öryggissvæði Keflavíkur. Það sé ekki tækt að vera með sýnilegar varnir og hernaðarvið- veru á landinu einn daginn en vakta ekki einu sinni alla flugum- ferð með trúverðugum aðila sem NATO samþykkir þann næsta. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að slíkur málatilbúnaður sé á misskilningi byggður. „Ég hef ekki verið að tala um að við gætum tekið við allri þeirri starf- semi sem hefur farið fram í stjórnstöðinni. En við getum hins vegar unnið úr merkjum frumrat- sjáa til að geta fylgst með vélum sem senda ekki auðkenni sitt með ratsjám. Það er ekkert óalgengt erlendis að flugstjórnarmiðstöðv- ar séu að vinna úr slíkum merkj- um þó að við höfum ekki haft þörf fyrir það til þessa.“ Hann bætir við að hlutverk Flugmálastofnun- ar sé fyrst og fremst að sjá til þess að flugumferðin gangi örugglega fyrir sig og því þurfi hún að vita af öllum flugvélum sem eru í loftrýminu. Samkvæmt Ólafi Erni Har- aldssyni, forstjóra Ratsjárstofn- unar Íslands, er allur búnaður til þess að sinna eftirlitinu nú þegar til staðar. Sá búnaður er að hans sögn í eigu NATO og var skilinn eftir í höndum Íslendinga þegar varnarliðið lokaði stjórnstöð sinni. Halldór Árnason, skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu, segir að það sé ekki komið á hreint hvort búnaðurinn sem notaður er til eftirlitsins verði áfram hér á landi. Hann segir þó að farið sé að huga að því hvaða stofnun muni taka við þessu eftirlitshlutverki en ótímabært sé að tjá sig um málið nú vegna þess að varnar- viðræðurnar standi enn yfir. „Sendinefndin er úti núna að funda um varnarmálin og það er mest að frétta þegar þeim við- ræðum er að fullu lokið. Þó að margt hafi verið rætt í þessum efnum þá verður gengið frá öllum málum í lokin. Það verður ekki tekin ákvörðun um einn hluta núna.“ - þsj KÍNVERSKIR GÍRAFFAR Þessir gír- affar eru í dýragarði í Kína og sendi kínverska fréttastofan Xinhua frá sér þessa mynd fyrr í vikunni í tilefni þess að yngsti meðlimur fjölskyld- unnar, gíraffinn Ping An, var orðinn mánaðargamall. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Jakob Hrafnsson og Stefán Bogi Sveinsson sækjast eftir formennsku í Sambandi ungra framsóknarmanna en sambands- þing þess fer fram í húsakynnum Framsóknarflokksins við Hverfis- götu í Reykjavík um helgina. Jakob er núverandi formaður sambands- ins. Ráðherrar Framsóknarflokksins munu sitja fyrir svörum fundar- manna í fyrramálið en afgreiðsla ályktana og kosningar til stjórnar fara fram á sunnudag. - bþs Ungir framsóknarmenn: Tveir vilja for- mannsstólinn JAKOB HRAFNS- SON EFNAHAGSMÁL Vöruskiptajöfnuður Íslendinga var neikvæður um 11,3 milljarða króna í ágúst. Þetta kemur fram í vefriti fjármála- ráðuneytisins. Innflutningur virð- ist vera að dragast saman frá því sem verið hefur. Útflutningsvirði var 16,6 millj- arðar en innflutningurinn nam 28,3 milljörðum króna. Þetta er mikil breyting frá því í júlí þegar vöru- skiptahallinn var óvenju mikill. Innflutningur á vörum vegna framkvæmda dróst saman um þriðjung milli mánaða. Þessi inn- flutningur hefur að jafnaði verið ríflega fjórðungur alls innflutn- ings síðustu misseri. Innflutningur á bílum dróst nokkuð saman en hann hefur dreg- ist saman um tæpan þriðjung á ársgrundvelli. Eldsneytisinnflutn- ingur dróst talsvert saman. Innflutningsverðmæti varan- legra neysluvara, til dæmis heim- ilistækja, minnkaði lítillega en nokkur aukning er í hálfvaranleg- um neysluvörum, til dæmis fatn- aði. Innflutningur á rekstrar- og hrávörum, til dæmis sementi, er hins vegar á fullri ferð og hefur aukist milli mánaða. Þorsteinn Þorgeirsson, skrif- stofustjóri hjá fjármálaráðuneyt- inu, segir að þessi þróun sé í sam- ræmi við það sem búist hafi verið við og telur að hún aukist á næst- unni. - ghs VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR Innflutningur á bílum hefur dregist nokkuð saman. Vöruskiptajöfnuður neikvæður um 11,3 milljarða í ágúst: Innflutningur dregst saman ÞORGEIR PÁLSSON Stjórnvöld marki stefnu Eftirlit með óþekktum flugvélum er öryggismál og því getur Flugmálastjórn ekki sinnt því hlutverki. Flugmálastjóri segir málið á misskilningi byggt. STEFÁN BOGI SVEINSSON HERSTÖÐIN Á MIÐNESHEIÐI Enn liggur ekkert fyrir um hvort búnaður sem fylgist með óþekktum flugvélum verður áfram hér á landi. HALLDÓR ÁRNASON ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON ÞORGEIR PÁLSSON SVEITARSTJÓRNARMÁL Nýráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur, Grímur Atlason, fær bónus fjölgi íbúum staðarins á kjörtímabilinu. Grímur hefur dágóðan tíma til að ná takmarkinu en fari svo að íbúar Bolungarvíkur verði fleiri en 960 í desember á síðasta ári kjörtímabilsins fær hann bónus sem nemur einum mánaðarlaun- um, eða um 600 þúsund krónur. Grímur getur síðan unnið sér inn aukabónus ef bæjarbúar verða orðnir 985 á þessum tíma og enn meiri bónus ef þeir verða 1.010 talsins. Íbúatala Bolungar- víkur var 907 íbúar 1. júlí síðastliðinn. - hs Bæjarstjórinn í Bolungarvík: Fær bónus fyrir fjölgun íbúa HEILSUGÆSLA Starfsfólk einkarek- inna heilsugæslustöðva er ánægð- ara í starfi en starfsfólk á ríkis- reknum heilsugæslustöðvum og jafnframt stoltara af starfi sínu samkvæmt nýrri sænskri við- horfsrannsókn sem sagt er frá á heimasíðu Samtaka atvinnulífs- ins. Sænsku samtök atvinnulífs- ins, SN, létu vinna rannsóknina og benda þau á að heilbrigð sam- keppni leiði til betri heilbrigðis- þjónustu. Í rannsókninni kemur fram að rúmur helmingur starfsfólks á einkareknum heilsugæslustöðv- um segir vinnuumhverfi gott og álag hæfilegt en rúmur helming- ur starfsmanna hjá hinu opinbera segir álag vera of mikið. Jafn- framt kemur fram að starfsfólk einkarekinna heilsugæslustöðva hefur meiri áhrif á starfsum- hverfi sitt og frumkvæði þeirra nýtist betur. Í Svíþjóð keppa bæði opinber- ir aðilar og einkaaðilar um gerð þjónustusamninga við heilbrigð- isyfirvöld. Í skýrslu Samtaka atvinnulífsins sem kom út í sumar, Heilbrigður einkarekstur, kemur fram að 50 af 120 heilsu- gæslum í Stokkhólmi voru rekn- ar af einkaaðilum árið 2002 með samtals helming veltunnar í heilsugæslu. Þá var tæpur þriðj- ungur veltu allrar heilbrigðis- þjónustu í höndum einkaaðila. - sdg Viðhorf sænskra starfsmanna til heilsugæslu kannað: Meiri starfsánægja í einkarekstri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.