Fréttablaðið - 15.09.2006, Side 14

Fréttablaðið - 15.09.2006, Side 14
14 15. september 2006 FÖSTUDAGUR LOFTHELGIN Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur Flugmála- stjórn ekki tekið við öllu því hlut- verki sem Bandaríkjamenn sinntu við eftirlit með óþekktum flug- vélum í lofthelgi Íslands vegna þess að NATO myndi aldrei sam- þykkja slíka tilhögun. Eftir að Bandaríkjaher lokaði stjórnstöð sem vann úr upplýsingum frá frumratsjám í vor geta flugvélar nú flogið um íslenska lofthelgi án þess að sjást. Heimildir Frétta- blaðsins herma að ýmsir innan stjórnsýslunnar hafi miklar áhyggjur af þessari stöðu mála. Þær segja að það skorti sýn á hvernig bregðast eigi við þessum breytingum og að stjórnvöld þurfi að fara í stefnumörkunarumræðu um hvernig eigi að gæta og starf- rækja öryggissvæði Keflavíkur. Það sé ekki tækt að vera með sýnilegar varnir og hernaðarvið- veru á landinu einn daginn en vakta ekki einu sinni alla flugum- ferð með trúverðugum aðila sem NATO samþykkir þann næsta. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að slíkur málatilbúnaður sé á misskilningi byggður. „Ég hef ekki verið að tala um að við gætum tekið við allri þeirri starf- semi sem hefur farið fram í stjórnstöðinni. En við getum hins vegar unnið úr merkjum frumrat- sjáa til að geta fylgst með vélum sem senda ekki auðkenni sitt með ratsjám. Það er ekkert óalgengt erlendis að flugstjórnarmiðstöðv- ar séu að vinna úr slíkum merkj- um þó að við höfum ekki haft þörf fyrir það til þessa.“ Hann bætir við að hlutverk Flugmálastofnun- ar sé fyrst og fremst að sjá til þess að flugumferðin gangi örugglega fyrir sig og því þurfi hún að vita af öllum flugvélum sem eru í loftrýminu. Samkvæmt Ólafi Erni Har- aldssyni, forstjóra Ratsjárstofn- unar Íslands, er allur búnaður til þess að sinna eftirlitinu nú þegar til staðar. Sá búnaður er að hans sögn í eigu NATO og var skilinn eftir í höndum Íslendinga þegar varnarliðið lokaði stjórnstöð sinni. Halldór Árnason, skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu, segir að það sé ekki komið á hreint hvort búnaðurinn sem notaður er til eftirlitsins verði áfram hér á landi. Hann segir þó að farið sé að huga að því hvaða stofnun muni taka við þessu eftirlitshlutverki en ótímabært sé að tjá sig um málið nú vegna þess að varnar- viðræðurnar standi enn yfir. „Sendinefndin er úti núna að funda um varnarmálin og það er mest að frétta þegar þeim við- ræðum er að fullu lokið. Þó að margt hafi verið rætt í þessum efnum þá verður gengið frá öllum málum í lokin. Það verður ekki tekin ákvörðun um einn hluta núna.“ - þsj KÍNVERSKIR GÍRAFFAR Þessir gír- affar eru í dýragarði í Kína og sendi kínverska fréttastofan Xinhua frá sér þessa mynd fyrr í vikunni í tilefni þess að yngsti meðlimur fjölskyld- unnar, gíraffinn Ping An, var orðinn mánaðargamall. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Jakob Hrafnsson og Stefán Bogi Sveinsson sækjast eftir formennsku í Sambandi ungra framsóknarmanna en sambands- þing þess fer fram í húsakynnum Framsóknarflokksins við Hverfis- götu í Reykjavík um helgina. Jakob er núverandi formaður sambands- ins. Ráðherrar Framsóknarflokksins munu sitja fyrir svörum fundar- manna í fyrramálið en afgreiðsla ályktana og kosningar til stjórnar fara fram á sunnudag. - bþs Ungir framsóknarmenn: Tveir vilja for- mannsstólinn JAKOB HRAFNS- SON EFNAHAGSMÁL Vöruskiptajöfnuður Íslendinga var neikvæður um 11,3 milljarða króna í ágúst. Þetta kemur fram í vefriti fjármála- ráðuneytisins. Innflutningur virð- ist vera að dragast saman frá því sem verið hefur. Útflutningsvirði var 16,6 millj- arðar en innflutningurinn nam 28,3 milljörðum króna. Þetta er mikil breyting frá því í júlí þegar vöru- skiptahallinn var óvenju mikill. Innflutningur á vörum vegna framkvæmda dróst saman um þriðjung milli mánaða. Þessi inn- flutningur hefur að jafnaði verið ríflega fjórðungur alls innflutn- ings síðustu misseri. Innflutningur á bílum dróst nokkuð saman en hann hefur dreg- ist saman um tæpan þriðjung á ársgrundvelli. Eldsneytisinnflutn- ingur dróst talsvert saman. Innflutningsverðmæti varan- legra neysluvara, til dæmis heim- ilistækja, minnkaði lítillega en nokkur aukning er í hálfvaranleg- um neysluvörum, til dæmis fatn- aði. Innflutningur á rekstrar- og hrávörum, til dæmis sementi, er hins vegar á fullri ferð og hefur aukist milli mánaða. Þorsteinn Þorgeirsson, skrif- stofustjóri hjá fjármálaráðuneyt- inu, segir að þessi þróun sé í sam- ræmi við það sem búist hafi verið við og telur að hún aukist á næst- unni. - ghs VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR Innflutningur á bílum hefur dregist nokkuð saman. Vöruskiptajöfnuður neikvæður um 11,3 milljarða í ágúst: Innflutningur dregst saman ÞORGEIR PÁLSSON Stjórnvöld marki stefnu Eftirlit með óþekktum flugvélum er öryggismál og því getur Flugmálastjórn ekki sinnt því hlutverki. Flugmálastjóri segir málið á misskilningi byggt. STEFÁN BOGI SVEINSSON HERSTÖÐIN Á MIÐNESHEIÐI Enn liggur ekkert fyrir um hvort búnaður sem fylgist með óþekktum flugvélum verður áfram hér á landi. HALLDÓR ÁRNASON ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON ÞORGEIR PÁLSSON SVEITARSTJÓRNARMÁL Nýráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur, Grímur Atlason, fær bónus fjölgi íbúum staðarins á kjörtímabilinu. Grímur hefur dágóðan tíma til að ná takmarkinu en fari svo að íbúar Bolungarvíkur verði fleiri en 960 í desember á síðasta ári kjörtímabilsins fær hann bónus sem nemur einum mánaðarlaun- um, eða um 600 þúsund krónur. Grímur getur síðan unnið sér inn aukabónus ef bæjarbúar verða orðnir 985 á þessum tíma og enn meiri bónus ef þeir verða 1.010 talsins. Íbúatala Bolungar- víkur var 907 íbúar 1. júlí síðastliðinn. - hs Bæjarstjórinn í Bolungarvík: Fær bónus fyrir fjölgun íbúa HEILSUGÆSLA Starfsfólk einkarek- inna heilsugæslustöðva er ánægð- ara í starfi en starfsfólk á ríkis- reknum heilsugæslustöðvum og jafnframt stoltara af starfi sínu samkvæmt nýrri sænskri við- horfsrannsókn sem sagt er frá á heimasíðu Samtaka atvinnulífs- ins. Sænsku samtök atvinnulífs- ins, SN, létu vinna rannsóknina og benda þau á að heilbrigð sam- keppni leiði til betri heilbrigðis- þjónustu. Í rannsókninni kemur fram að rúmur helmingur starfsfólks á einkareknum heilsugæslustöðv- um segir vinnuumhverfi gott og álag hæfilegt en rúmur helming- ur starfsmanna hjá hinu opinbera segir álag vera of mikið. Jafn- framt kemur fram að starfsfólk einkarekinna heilsugæslustöðva hefur meiri áhrif á starfsum- hverfi sitt og frumkvæði þeirra nýtist betur. Í Svíþjóð keppa bæði opinber- ir aðilar og einkaaðilar um gerð þjónustusamninga við heilbrigð- isyfirvöld. Í skýrslu Samtaka atvinnulífsins sem kom út í sumar, Heilbrigður einkarekstur, kemur fram að 50 af 120 heilsu- gæslum í Stokkhólmi voru rekn- ar af einkaaðilum árið 2002 með samtals helming veltunnar í heilsugæslu. Þá var tæpur þriðj- ungur veltu allrar heilbrigðis- þjónustu í höndum einkaaðila. - sdg Viðhorf sænskra starfsmanna til heilsugæslu kannað: Meiri starfsánægja í einkarekstri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.