Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 64
15. september 2006 FÖSTUDAGUR32
menning@frettabladid.is
! Kl. 13.30Ráðstefna á vegum Djákna-
félags Íslands verður haldin
í hátíðarsal í aðalbyggingu
Háskóla Íslands. Yfirskrift
hennar er „Kærleiksþjón-
ustan og kirkjan í dag“. Að
loknum erindum verður boðið
upp á pallborðsumræður.
> Dustaðu rykið af...
Fyrstu plötu kanadíska söngvaskáldsins
Leonards Cohen, The Songs of Leon-
ard Cohen. Þar má til dæmis heyra
lögin So long Marianne og Sisters of
Mercy. Stjörnuprýdd heimildamynd um
Cohen er sýnd á kvikmyndahátíð sem
nú stendur yfir en þar flytur tónlistarfólk
á borð við Beth Orton, Jarvis Cocker,
Nick Cave og systkinin Rufus og Mart-
ha Wainright lög hans.
Kvenfélagið Garpur
frumsýnir leikrit byggt á
Gunnlaðarsögu eftir Svövu
Jakobsdóttur í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu í kvöld. Sveinn
Ólafur Gunnarsson leikari
útskýrir að verkið fjalli um
margar af stærstu spurn-
ingum lífsins og skáldskap-
arins enda er ferðast víða í
verkinu.
Gunnlaðarsaga kom út árið 1987
og var önnur skáldsaga Svövu Jak-
obsdóttur og af mörgum álitin eitt
merkasta verk hennar. Þar greinir
frá mægðum og leið þeirra til auk-
ins sjálfsskilnings en í sögunni
varpar Svava jafnframt nýju ljósi
á stöðu kvenna í norrænum forn-
bókmenntum. Gunnlaðarsaga en
þroskasaga, goðsaga og glæpa-
saga og því vandi að ákvarða hvar
bera skuli fyrst niður. „Þetta er
býsna alvöruþrungið verk,“ segir
Sveinn Ólafur, „eins og aðrar
góðar sögur er hægt að lesa þetta
verk frá mörgum hliðum. Í grunn-
inn er þetta saga af móður og dótt-
ur. Hvernig móðirin lærir að sýna
dóttur sinni skilning en skilja um
leið uppruna hins íslenska menn-
ingarsöguheims.“ Móðir ungu
stúlkunnar fer til Kaupmanna-
hafnar að vitja dóttur sinnar sem
hefur verið handtekin fyrir ráns-
tilraun á gullkeri úr Þjóðminja-
safni Dana. Móðirin dregst inn í
óvenjulega atburðarás bæði í
Kaupmannahöfn samtímans og í
hugarheimi Dísar þar sem skáld-
skapur verður að veruleika og
goðsagan um Gunnlöðu – hofgyðj-
una sem gætir skáldskaparmjað-
arins – rennur saman við sögu
mæðgnanna.
„Stóra spurning verksins að
mínu mati snýr að því hvort maður
geti svikið skáldskap sinn,“ segir
Sveinn og vitnar þar til orða móð-
urinnar í verkinu. „Þá spurningu
er hægt að túlka á marga vegu, til
dæmis hvort móðir geti svikið það
sem barnið hennar stendur fyrir.
Það er líka hægt að sjá skáldskap-
inn sem þann veruleika sem þú
býrð til sjálfur, einskonar per-
sónulega túlkun á raunveruleikan-
um,“ segir hann. Áhorfendum er
síðan látið eftir að leggja dóm á
sekt, sakleysi og mátt skáldskap-
arins.
Sveinn Ólafur leikur sjálfan
Loka Laufeyjarson í verkinu en
hann er þó ljúfari persóna en það
ólíkindatól sem flestir kannast við.
„Þetta er áður en hann gerist þessi
brellni karakter. Hann sér til
margra heima en sagan gerist áður
en hann tekur ákvörðun um að
vera myrkranna megin.“ Loki og
Gunnlöð eiga í kærleiksríku sam-
bandi en geta ekki ást og vitanlega
dregur til tíðinda þegar stúlkan
Dís dúkkar upp í goðheimum.
Leikstjóri sýningarinnar er
Þórhildur Þorleifsdóttir en leik-
gerðin var í höndum Sigurbjargar
Þrastardóttur. „Það hefur án efa
verið krefjandi að vinna leikgerð
úr þessari sögu og eins að setja
það á svið. Bæði Þórhildur og Sigur-
björg hafa mjög skýra sýn á verk-
ið og maður varð hreinlega að
treysta þeim þó maður hefði sjálf-
ur ekki yfirsýn alveg strax.“
Aðrir leikarar eru Arndís Hrönn
Egilsdóttir, Erling Jóhannesson,
Ívar Örn Sverrisson, María Heba
Þorkelsdóttir, Maríanna Clara
Lúthersdóttir, Sóley Elíasdóttir og
Sólveig Guðmundsdóttir en aðrir
aðstandendur eru Lára Stefáns-
dóttir sem sér um dans- og sviðs-
hreyfingar og Filippía Elísdóttir
búningahönnður, um lýsingu sér
Björn Bergsteinn Guðmundsson
og tónlistina semja Giedrius Pusk-
unigis og Hlynur Aðils Vilmars-
son.
Þetta er fyrsta stóra verkefni
Sveins eftir útskrift en að hans
sögn er enginn frumsýningar-
skjálfti hlaupinn í hann enn. „Ég er
í svo góðum höndum að það er
alveg óþarfi. Hann á samt mögu-
lega eftir að hellast yfir.“
Gunnlaðarsaga verður frum-
sýnd kl. 20 í Hafnarfirði í kvöld.
kristrun@frettabladid.is
STÚLKAN DÍS FERÐAST TIL GOÐHEIMA
Sólveig Guðmundsdóttir í hlutverki sínu.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
SVEINN ÓLAFUR GUNNARSSON LEIKARI Leikur Loka Laufeyjarson í Gunnlaðarsögu
sem frumsýnd er í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Að svíkja ekki skáldskap sinn
Kvikmyndirnar Blóðbönd
og A Little Trip to Heaven
eru framlag Íslands til Kvik-
myndaverðlauna Norður-
landaráðs árið 2006.
Norska myndin Den
brysomme mannen keppir
einnig um verðlaunin en
Kvikmyndafélag Íslands
með þá Júlíus Kemp og
Ingvar Þórðarson inn-
anborðs framleiðir hana
ásamt öðrum.
Dómnefnd, sem er skip-
uð fulltrúum allra norrænu landanna, valdi tvær
myndir frá hverju landi og mun kveða upp sinn
dóm þann 11. október og verðlaunin verða svo
afhent 1. nóvember á þingi Norðurlandaráðs í
Kaupmannahöfn.
Blóðbönd er einnig í hópi þeirra 49 kvikmynda
sem Evrópska kvikmyndaakademían hefur valið
í forval til Evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna. Þessi
keppni er eðlilega öllu
viðameiri en Norðurlanda-
keppnin og á næstu vikum
munu 1.700 meðlimir
akademíunnar fá tilnefnd-
ar myndir til skoðunar en
þeim er gert að velja fimm
myndir sem fá tilnefningu í
ýmsum flokkum.
Almenningur getur haft
sitt að segja í flokknum
„People‘s Choice“ en þar
eru danska myndin Adams æbler og Volver eftir
Pedro Almodóvar meðal tilnefndra mynda. Kosn-
ingin fer fram á netslóðinni www.peopleschoic-
eaward.org.
Lokatilnefningarnar verða kynntar 4. nóvem-
ber en verðlaunaafhendingin fer fram í Varsjá í
Póllandi þann 2. desember.
BLÓÐBÖND Var sýnd á kvikmyndahátíð-
inni í Toronto í vikunni og var vel tekið af
áhorfendum.
Blóðbönd á tveimur vígstöðvum
Sýning á þrívíðum verkum eftir
Hallstein Sigurðsson verður opnuð
í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi
á morgun. Sýningin ber heitið
„Hjól – Plógur – Vængir“ og eru
verkin unnin úr málmi. Borgar-
stjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, opnar sýninguna
formlega kl. 15.
Listfræðingurinn Jón Proppé
hefur tekið saman sýningarskrá
um verk Hallsteins og lýsir hann
þeim svo að þau hafi framan af
borið sterk einkenni módernism-
ans en nýrri verk hans séu gjarn-
an léttar formstúdíur þar sem
hann noti granna teina og kúpta
fleti til að teikna upp form og
hreyfingar í rýminu. „Léttleiki og
tær myndhugsun eru aðall Halls-
teins og innra rými verkanna er
opið, afmarkað með fáum en skýr-
um dráttum.“
Hallsteinn hefur haldið á annan
tug einkasýninga, tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum og verið
virkur í starfi myndlistarmanna,
einkum í Myndhöggvarafélaginu í
Reykjavík.
Verk Hallsteins er víða að finna
en gott safn þeirra má þó ávallt
skoða í höggmyndagarði sem hann
hefur sett upp í Gufunesi.
Sýningin stendur til 26. nóvem-
ber en safnið opið daglega, utan
mánudaga, milli 14-17, en í október
og nóvember verður safnið aðeins
opið um helgar. - khh
Hjól, plógur
og vængir
MYNDLIST HALLSTEINS SIGURÐSSONAR
Léttleiki og tær myndhugsun er aðall
Hallsteins.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is
„ÞAKIÐ ÆTLAÐI AÐ
RIFNA AF HÚSINU.“
VILTU FINNA MILLJÓN?
EFTIR RAY COONEY
DV