Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 20
 15. september 2006 FÖSTUDAGUR20 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.139 +0,88% Fjöldi viðskipta: 356 Velta: 11.354 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 64,10 -0,93% ... Alfesca 4,90 +1,24% ... Atlantic Petroleum 574,00 +0,35% ... Atorka 6,35 +0,48% ... Avion 32,90 +0,00% ... Bakkavör 56,80 +2,16% ... Dagsbrún 4,89 +0,62% ... FL Group 20,40 +0,99% ... Glitnir 19,90 -0,50% ... KB banki 840,00 +1,57% ... Landsbankinn 25,70 +0,78% ... Marel 80,00 +0,63% ... Mosaic Fashions 17,70 -0,56% ... Straumur-Burðarás 17,00 +1,19% ... Össur 122,00 +2,52% MESTA HÆKKUN Össur +2,52% Bakkavör +2,16% KB banki +1,57% MESTA LÆKKUN Actavis -0,93% Mosaic -0,56% Glitnir -0,50% Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja lands- ins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félag- ið í Kauphöllinni á eftir viðskipta- bönkunum þremur. Exista starfar á sviði fjármála- þjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, meðal annars undir merkjum VÍS og Lýsingar. Þá er Exista kjölfestufjárfestir í nokkr- um af stærstu fyrirtækjum lands- ins, þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum. Í fyrradag lauk útboði á hluta- bréfum í Exista til starfsmanna félagsins og til almennings, en í boði voru 0,6 prósent heildarhluta- fjár fyrir hvorn hóp um sig. Alls 130 milljón hlutir. Söluverð á hlut var 21,5 krónur, en það er sama verð og var í útboði til fagfjárfesta í síðustu viku. Starfsmenn félagsins skráðu sig fyrir öllum hlutum sem þeim stóðu til boða og eftirspurn í almenna útboðinu var langt umfram framboð. Alls bárust óskir um kaup fyrir allt að 42 milljarða króna, en í boði voru ekki nema 1,4 milljarðar. Í almenna úboðinu fengu fjárfestar að kaupa fyrir meira en 240 þúsund krónur, eða helminginn af þeim hlut sem þeir skráðu sig fyrir ef upphæðin hans var lægri. Kaupþing banki sá um útboðið á bréfunum í Exista og innleystur hagnaður bankans af sölu bréfa í félaginu var 10,6 millj- arðar króna. Þar kemur til bæði sala í útboðinu og til lífeyrissjóða í byrjun síðasta mánaðar. Að auki á bankinn um 10,8 prósenta hlut í Exista, en hann er áætlað að greiða til hluthafa í formi arðs. Greiningardeild Glitnis segir allt útlit fyrir met- hagnað á þriðja ársfjórð- ungi hjá Kaupþingi banka vegna viðskiptanna með bréf Exista. „Óvíst er um þróun verðs á bréfunum það sem eftir lifir af þriðja árs- fjórðungi en miðað við útboðsverð- ið (21,5 krónur á hlut) hefur mynd- ast 13,2 milljarða króna óinnleystur hagnaður af eftirstandandi eign bankans í félaginu. Samtals nemur því hagnaður bankans af ráðstöfun hlutabréfa í Exista sem stendur um 23,8 milljörðum króna fyrir skatta.“ Fyrir skráningu bréfa Exista bók- færði Kaupþing banki þau á kaup- verði en ekki áætluðu markaðsvirði líkt og gert verður eftirleiðis. olikr@frettabladid.is Skráning Exista dregur fram dulda eign KB banka Bylur hæst i tómri skrifstofu Samtök atvinnulífsins hafa látið allra hæst í gagnrýni á hagstjórn Seðla- bankans og hefur framkvæmdastjóri samtakanna meðal annars sagt bankann eiga á hættu að missa öll hagstjórnarvopn úr hendi sér verði ekki látið af hávaxtastefnunni. Það var því ekki að ástæðulausu sem blaðamönnum varð fyrst hugsað til Samtaka atvinnulífsins þegar leita átti viðbragða við stýrivaxtahækkun Seðla- bankans. Þegar hringt var í samtökin varð enginn fyrir svörum nema vélræn kvenmannsrödd: „Í dag fimmtudag er skrifstofa samtakanna lokuð vegna stefnumótunarfundar. Opnum aftur föstudag klukkan 8.30,“ sagði vélmennið. Bylur hæst í tómri tunnu segir máltækið. Ávinningur eða atvinnubótavinna? Ýmiss konar stefnumótun og markmiðssetning tíðkast í síauknum mæli meðal fyrirtækja í landinu. Útkomuna má oftar en ekki taka saman í nokkur stikkorð sem ætlað er að lýsa einhvers konar útópískri sýn á þá starfsemi sem fram fer í viðkomandi fyrirtæki. Þannig eru einkennisorð stórfyrirtækis hér í bæ; sköpunargleði, samstarf, áreið- anleiki og arðsemi. Sumir segja slík slagorð hafa hvetjandi áhrif á starfsmenn fyrirtækja en aðrir telja einungis um atvinnubótavinnu fyrir ráðgjafarfyrirtæki að ræða. Gaman verður að sjá útkomuna hjá Samtökum atvinnulífsins og fróðlegt væri að vita hvort ávinningur slíks stefnumótunarfundar er meiri en sem nemur einum töpuðum vinnudegi. Peningaskápurinn... Hlutfall vanskila af útlánum á öðrum ársfjórðungi ársins 2006 var 0,6 prósent en var 1,1 prósent á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hlut- fallið var það sama, 0,6 prósent, í lok næstu tveggja ársfjórðunga á undan og hefur hlutfallið ekki verið lægra á síðustu fimm árum. Þetta sýna tölur sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum. Ná þær til vanskila sem staðið hafa lengur en einn mánuð. Vanskilahlutfall fyrirtækja var rúmlega 0,5 prósent í lok 2. árs- fjórðungs 2006 sem er svipað hlut- fall og var í lok næstu tveggja árs- fjórðunga á undan. Í lok annars ársfjórðungs 2005 var hlutfallið 0,9 prósent. Vanskilahlutfall einstakl- inga lækkaði í 0,9 prósent í lok 2. ársfjórðungs 2006, frá 1,8 prósent- um í lok annars ársfjórðungs 2005. Í Vegvísi Landsbankans segir að á því tímabili sem tölur Fjár- málaeftirlitsins ná yfir, frá árslok- um 2000, hafi útlán nær fjórfald- ast. Á sama tíma hafi vanskil aukist um 35 prósent í krónum talið. Lækkandi vanskilahlutfall skýrist að öllum líkindum af bætt- um kaupmætti, bættri afkomu fyrirtækja og hagstæðari láns- kjörum á tímabilinu. - hhs Vanskil í sögulegu lágmarki KAUPHÖLL ÍSLANDS Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Stýrivextir Seðlabankans voru í gær hækkaðir um 0,5 prósent og standa nú í fjórtán prósentum. Þetta er sautjánda stýrivaxta- hækkun bankans í röð. Hækkunin er í samræmi við spár. Greiningardeildir viðskipta- bankanna hafa spáð því að hækk- unin verði sú síðasta í bili. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gaf þó ekkert upp um það á fundi með blaðamönnum „Stýrivextir lækka þegar við sjáum örugg merki þess að úr verðbólgu dragi yfir lengra tímabil. Það er ekki okkar mark- mið að vextir séu háir, heldur að draga úr verðbólgu. Verði vextir að vera háir til að það markmið náist verður svo að vera.“ Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðla- banka Íslands er 2. nóvember næstkomandi. Fram kom í ræðu Davíðs að framvinda efnahagsmála frá júlí- byrjun hafi í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verð- bólguspá Seðlabankans, að öðru leyti en því að verðbólga verði nokkru minni en talið var. Á móti komi hins vegar meiri viðskipta- halli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari eftirspurnar en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari er frá líður. Viðskiptahall- inn feli í sér að mikillar aðlögunar sé þörf í þjóðarbúskapnum á næstu árum. Við þær aðstæður verði pen- ingalegt aðhald að vera nægilegt svo verðbólga nái ekki að festast í sessi. Hagstjórn Seðlabankans hefur nokkuð verið gagnrýnd að undan- förnu og skrifaði Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, meðal annars í pistli á dögunum þar sem hann lýsti þeirri skoðun að Seðlabank- inn væri að segja sig frá hagstjórn- inni með hávaxtastefnu sinni. Bankinn væri á öfugu róli í hags- veiflunni og myndi frekar magna sveiflurnar en draga úr þeim. Seðlabankastjóri sagði mjög mikilvægt að hlusta á alla gagnrýni sem kæmi frá talsmönnum atvinnu- lífsins. Hins vegar væri enn undir- liggjandi spenna í hagkerfinu og því nauðsynlegt að bregðast við „Ég tók nú eftir því að aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins viðurkenndi í fjöl- miðlum að mikil eftirspurn á vinnu- markaði sýni að enn er mjög mikil undirliggjandi verðbólguspenna í þjóðfélaginu,“ sagði Davíð. Vilhjálmur Egilsson kvaðst afar óánægður með ákvörðun Seðla- bankans. Hann sagði verðbólguna hafa lækkað mun meira en spár höfðu gert ráð fyrir, auk þess sem sæi fyrir endann á stóriðjufram- kvæmdum og verulega hefði dreg- ist saman á íbúðamarkaði. „Við teljum að ótvírætt stefni í sam- drátt á næsta ári og það verði ekki sama villta einkaneysla og áður. Hagkerfið er að snúast í jafnvæg- isátt og það er nauðsynlegt að fylgja því eftir með vaxtalækkun- um. Hættan er líka sú að Seðla- bankinn eigi engin skotfæri í byss- unum þegar uppsveiflan byrjar að nýju 2008.“ jsk@frettabladid.is Háir vextir ekki markmið TILKYNNT UM HÆKKUN STÝRIVAXTA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir hávaxtastefnuna og segir Seðlabankann hætta á að standa uppi skotfæra- laus í næstu uppsveiflu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Talsverður kippur hefur komið í útgáfu krónubréfa á síðustu mán- uðum og hafa alls verið gefin út krónubréf fyrir 45 milljarða króna frá því um miðjan júlí. Í gær og í fyrradag bættist enn við útgáfuna þegar KFW, Deutsche Bank og Rabobank gáfu út bréf fyrir alls 11 milljarða til eins til tveggja ára. Heildarútgáfa krónu- bréfa frá upphafi nemur nú 280 milljörðum króna. Í Morgunkorni Glitnis segir að þetta sé þó ekki lýsandi fyrir heildarstöðu erlendra fjár- festa í krónubréfum. Krónubréf fyrir fjörutíu milljarða króna séu á gjalddaga í mánuðinum en fyrsti gjalddagi krónubréfa er í dag, föstudag, alls fyrir þrjátíu millj- arða. Útistandandi krónubréf í lok mánaðarins verða því 240 millj- arðar króna verði ekki um frekari útgáfu að ræða í mánuðinum. Útgáfa krónubréfa hefur haft töluverð áhrif á gengi krónunn- ar. Miklar sveiflur hafa verið á gengi hennar að undan- förnu sem að hluta til eru reknar til krónubréfanna. Í gær styrktist krónan um tæp 0,6 prósent. Samkvæmt Morgunkorninu er ólíklegt að það megi að öllu leyti rekja til stýrivaxtahækkunarinnar í gær þar sem við henni var búist. Lík- legra sé að þessi mikla útgáfa krónubréfa á sé að knýja styrking- una áfram. - hhs Kippur í krónubréf Bandaríska matvæla- og lyfjaeft- irlitið (FDA) hefur veitt Actavis viðvörun eftir úttekt á tilteknum þáttum í starfsemi félagsins í Litt- le Falls í New Jersey, einni af fjór- um verksmiðjum Actavis í Banda- ríkjunum. Úttektin fór fram í febrúar síðastliðnum. „Athugasemdir FDA tengjast á engan hátt gæðastarfi eða fram- leiðslu Actavis ytra, heldur því kerfi sem við höfum byggt upp til að halda utan um tilkynningar frá viðskiptavinum um mögulegar aukaverkanir lyfja og svo skrán- ingu á þremur eldri lyfjum sem verið hafa á markaði frá árinu 1970,“ segir Halldór Kristmanns- son, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis. Vegna þess að lyfin þrjú voru sett á markað áður en núgildandi reglur um skráningu samheitalyfja komu til, horfir FDA til þess að ef til vill þurfi að breyta á einhvern hátt skráningu þeirra. Halldór segir að strax í febrú- ar hafi félagið tekið bæði atriði til gagngerrar endurskoðunar til að tryggja að tilkynningar kvartana og framleiðsla og sala eldri lyfja væri í fullu samræmi við kröfur FDA. Hann segir vonir standa til að málið leysist farsællega á næstu mánuðum og aðvörunar- bréfið dregið til baka. Mat Acta- vis er því að viðvörunin hafi engin fjárhagsáhrif á Actavis, hvorki á þessu ári né því næsta. - óká DR. LESTER M. CRAWFORD Lester Craw- ford er yfirmaður Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins, FDA. Lyfjaeftirlit Bandaríkj- anna varar Actavis við Í BANKANUM Hlutfall vanskila hefur ekki verið lægra á síðustu fimm árum. MARKAÐSPUNKTAR Actavis hugleiðir enn viðbrögð við hækkuðu tilboði bandaríska lyfjafyrir- tækisins Barr í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, en jafnvel er búist við útspili frá félaginu í dag. Í skiptingar- og samrunaáætlun Dags- brúnar sem birt var í gær kemur fram að skuld upp á 1,1 milljarð króna sem getur myndast hjá félaginu vegna kaupanna á Senu og Securitas verði breytt í hlutafé í félaginu K2. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hækk- að spá sína um vöxt í alþjóðahagkerfinu um 0,25 prósentustig, í 5,1 prósent fyrir þetta ár og um sömu hlutfallstölu í 4,9 prósent fyrir næsta ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.