Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 38
www.bluelagoon.is
Líf
6
gaman af því og kannski klappað. En það gekk
bara eitthvað illa að koma henni upp á hann.
Toby var svosem alveg til í þetta en það var
voðalega lítið action í þessu húsi.“
Hvernig var rokkaralífið í rokkhöllinni? Var þetta
bara hundleiðinlegt?
„Þetta var nú ekki leiðinlegt en vissulega komu
leiðinlegir tímar inn á milli en ekkert yfir-
þyrmandi. Fyrst voru náttúrlega fimmtán manns
þarna og þetta var eins og að búa á heimavist.
Ef þér leiddist fórstu bara og spjallaðir við ein-
hvern en í lokin var alveg brjálað að gera. Við
vorum til dæmis ekkert í þessu húsi síðustu
tvær vikurnar. Þegar það voru átta eftir kom
smá millibilsástand því allir voru búnir að tala
um allt sem hægt var að tala um. Einn eða tveir
fóru í taugarnar á öllum, sem var svolítið þreyt-
andi. Síðan vaknaði þetta aftur þegar fimm voru
eftir.“
Stíft prógramm?
„Já, það var margt sem kom ekki fram í þáttun-
um. Til dæmis þegar við fórum til Vegas þá
vöknuðum við klukkan hálf fjögur, tókum upp
heilan þátt og sendum tvo heim. Fórum svo
aftur heim, pökkuðum og fórum svo til Vegas.
Þá var bara einn dagur búinn og við ekki byrjuð
í ruglinu enda sofnuðu allir bara um tíuleytið.“
Er Tommy Lee jafn rosalegur og maður heldur?
„Hann er svolítið hress gaur og fær sér hvítvín
annað slagið. Reynar er hann yfir-
leitt með flösku á sér. Hinir eru
rólyndisdrengir og ég sá þá til
dæmis ekkert í partíinu þarna í
Vegas. Tommy heldur uppi rokk-
merkjum hljómsveitarinnar en nú er
komin samkeppni því Lukasi finnst
bjór góður. Þeir voru alla vega mjög
hressir saman í vélinni á leiðinni til
Vegas, get ég sagt þér.“
Ekkert eitt sem stendur upp úr?
„Jú þegar Jason [Newsted, bassa-
leikari SN] kom yfir á setrið fyrir
fjórum eða fimm dögum. Hann býr
nefnilega bara hinum megin við
götuna og rölti yfir. Við fórum inn í
æfingarhúsnæðið og djömmuðum í
fimm og hálfan tíma án þess að stoppa. Ég tók
bassann í einhverja þrjá tíma og gat varla hreyft
á mér hendina. Þetta var mikill hápunktur því
hann er í miklu uppáhaldi hjá mér.“
Einhver ÁMS -ög?
„Nei, við vorum mestmegnis bara að djamma.
Sömdum einhver tvö lög þarna. Dilana kíkti
reyndar líka en gafst fljótlega upp. Lukas sat
svo bara úti í horni með bjór og brosti.“
Þessi kosningaherferð sem þú fórst í í einum
þættinum. Heldurðu að hún hafi hjálpað þér?
„Þessi „herferð“ var nú bara þannig að ég var
að grínast við gaurinn sem var að taka viðtalið.
Þeir notuðu þetta svo skemmtilega og ég hló
mig máttlausan þegar ég sá þetta. Kaldhæðnis-
húmorinn kom sterkur inn. Bandaríkjamenn
skilja ekki kaldhæðni en þetta svínvirkaði
samt.“
Hvert var minnisstæðasta atriðið í keppninni?
„Það voru nú bara öll lögin sem Zayra tók. Sér-
staklega þegar hún fór upp á svið klædd eins
og óskarsverðlaunastytta.“
Hvernig týpa er Zayra?
„Hún er alveg æðisleg. I don´t know what
you´re saying. Ég get svarið það að hún kunni
ekki eitt einasta lag. Ég þurfti að byrja á því að
spila hvert einasta lag fyrir hana þegar við
vorum að velja lögin og kenna henni öll helvítis
lögin áður en hún valdi. Hún er samt frá Puerto
Rico og er ekkert alin upp við þessi lög. Það er
reyndar það flottasta við hana því hún hefur
enga áhrifavalda. Músík-
in vellur bara upp úr
henni.“
Þú varst mikið að
aðstoða fólk með lögin.
Kanntu bara öll lög og
texta?
„Þau kölluðu mig „The
human jukebox“. Fyrir
mér er þessi tegund tón-
listar ekkert mál og hefur
aldrei verið.“
Eru hinir krakkarnir á
leiðinni til islands?
„Planið er að halda tón-
leika með húsbandinu í
byrjun desember á
Íslandi. Þá myndu Toby,
Dilana og Storm koma. Við sjáum hvað gerist
en það eru allavega allir geim.“
Er poppstjarnan Magni orðinn rokkstjarnan
Magni?
„Hver er munurinn á poppi og rokki?“
Alltaf svona mikill rokkari?
„Já, ég hef alltaf verið meiri rokkari en flestir
halda. Þetta er samt bara spurning um að hafa
gaman að því sem maður er að gera, þá skiptir
engu máli hvað músíkin heitir. Ef mig misminnir
ekki er orðið popmúsík, popular músík, og það
er ekkert að því að vera vinsæll. Þú getur verið
eins langt og þú getur úti á vinstri kantinum
grenjandi heima hjá mömmu, þetta er bara
spurningin um að gera eitthvað.“
Grunaði þig einhverntíma að þú myndir ná
svona langt?
„Nei, blessaður vertu. Ég ætlaði bara að vera
hérna í svona tvær vikur. Ætlaði meira að segja
að taka Eyjar um verslunarmannahelgina með
Á móti sól.“
Hvenær fær maður að sjá þig næst á balli með Á
móti sól?
„Ég er nú bara ekki viss. Ætli það verði ekki
bara í lok mánaðarins örugglega.“
Viltu segja eitthvað að lokum við alla sem hafa
stutt þig í gegnum þetta?
„Ég vil bara koma þökkum til íslensku þjóðar-
innar eins og hún leggur sig fyrir að leyfa mér
að vera strákurinn þeirra í smástund eins og
handboltalandsliðið. Sérstaklega þar sem
þetta er búið og ég er ennþá strákurinn þeirra.
Svo vil ég þakka Flugleiðum fyrir að fljúga fjöl-
skyldunni minni hingað út og bara þjóðinni fyrir
að hafa komið mér í lokaþáttinn. Það er ótrúlegt
hvað þessi litla þjóð getur gert.“
Ætlaðirðu nokkuð að vinna þetta?
„Ég hefði nú ekki haft neitt á móti því. En ég
vildi meira að Lukas myndi vinna. Hann þarf
meira á því að halda. Eftir þessa dvöl hérna hef
ég komist að því að ég lifi gjörsamlega full-
komnu lífi. Við Toby vorum allavega mjög
ánægðir með Lukas.“
Ertu ennþá sami Magni núna og þegar þú fórst
út?
„Já, ég held það, bara aðeins brúnni.“
Við þökkum Magna kærlega fyrir að hafa gefið
sér tíma til þess að tala við okkur og bjóðum
honum góða nótt í LA. Ætli það sé ekki við hæfi
að enda þetta á sömu orðum og rokkararnir í
Supernova notuðu þegar þeir kvöddu Magna:
„You are heading on to be the king of Iceland.“
„Eftir þessa dvöl hérna
hef ég komist að því
að ég lifi gjörsamlega
fullkomnu lífi.“
viðtalið
Aðdáendur spyrja Magna
Rakarðu bara hárið af
hausnum eða af fleiri stöðum?
[Þórhallur Þórhallsson]
„Svarið við þessari spurningu er
eftirfarandi. Er ekki í lagi heima hjá
þér?“
Heldurðu að það hafi verið
ákveðið næstum frá upphafi
hver ætti að vinna?
[Anna Safy]
„Nei, ég held að það hafi nú ekki
verið ákveðið. Ég vissi samt strax
hver væri í uppáhaldi hjá Tommy og
hann vann. Þeir áttu allir þrír sitt
uppáhald. Jason var með mig,
Gilby með Dilönu og Tommy með
Lukas, hann er bara frekastur hann
Tommy.“
Hvernig er Lukas án make-up?
[Guðjón Örn Helgason]
„Þetta er Lúkas ómálaður. Hann
fæddist svona enda hef ég aldrei
séð hann ómálaðan. Ég henti
honum fjórum sinnum í sundlaugina
og hann kom alltaf svona upp úr.“
Veistu eitthvað hvort Tommy
Lee eða Dave Navarro hafi
sofið hjá einhverjum kven-
kyns keppendum Rockstar?
Þá aðallega Storm?
[Ragnar Másson]
„Nei, það er langt því frá. Það
gerðist ekkert svoleiðis.“
Uxu rokkgoðin í áliti hjá þér
eftir dvölina í US?
[Bára Brynjólfsdóttir]
„Já, að vissu leyti. Þeir eru mun
skemmtilegri en ég hélt.“
Telur þú að einhvern tíma
muni fæðast maður sem getur
synt hraðar en hákarl?
[Arnfríður Arnmundsdóttir]
„Uuuuu... jaaaa... nei, það held ég
ekki.“
Notendur www.
minnsirkus.is
gátu farið inn á
vef blaðsins og
sent okkur
spurningar.
Fjödlinn allur
kom af spurn-
ingum og svar-
aði Magni nokkr-
um laufléttum.
„Lúkas sat svo bara
úti í horni með bjór
og brosti.“
„Þau kölluðu mig „The
human jukebox“.“