Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 68
 15. september 2006 FÖSTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . FRUMSÝND 15·09·06 SENDU SMS SKEYTIÐ JA NLF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO. VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR TVO, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! > Plata vikunnar Tiga: Sexor „Tiga veit upp á hár hvað hann þarf að gera til þess að fá þig út á dansgólfið. Sexor inniheld- ur flott elektrópopp, undir „næntís“ áhrifum, fyrir þá sem vilja hrista á sér beinagrindina.” BÖS > Í SPILARANUM Bonnie „Prince“ Billy: The Letting Go Brain Police: Beyond the Wasteland James Yorkston: The Year of the Leopard Justin Timberlake: FutureSex/LoveSounds Yo La Tengo: I Am Not Afraid of You and I Will Beat Your Ass BONNIE „PRINCE“ BILLY JUSTIN TIMBERLAKE Gríðarlega margar áhuga- verðar hljómsveitir hafa komið frá næstvíðfeðmasta landi heims, Kanada, á undanförnum misserum. Steinþór Helgi Arnsteins- son gluggaði aðeins betur í þessa sterku senu. Ef farið er yfir tónlistarsöguna kemur í ljós að Kanada hefur alið af sér marga misgóða tónlistar- menn, alveg eins og öll önnur lönd. Margir eru þó meira en vel þekkt- ir og má þar kannski helst nefna tónlistarmenn á borð við Leonard Cohen, Bryan Adams, Alanis Mor- issette, Neil Young, Shaniu Twain og síðan auðvitað Paul Anka. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur hins vegar mikið gengið á í kanadísku tónlistarlífi. Í vikunni kom til dæmis út platan So This Is Goodbye með hljómsveitinni Jun- ior Boys og hefur hún fengið frá- bæra dóma nánast alls staðar. Er þetta enn ein kanadíska sveitin sem hefur hlotið gríðarlega athygli innan tónlistarheimsins en frambærilegar hljómsveitir frá þessu ágæta landi virðast spretta upp eins og gorkúlur um þessar mundir. Bylgjan magnast og kemst upp í þurrt land Bylgjan mikla má segja að hafi hafist árið 2003 þegar hljómsveit- irnar Broken Social Scene og The Unicorns stigu fram í dagsljósið. Báðar þessar hljómsveitir vöktu aðdáun tónlistargagnrýnanda og sýndu fram á að eitthvað væri að gerjast í þessu norðlæga landi. Árið 2004 má síðan segja að aldan hafi náð upp að landi. Það ár gaf hljómsveitin The Arcade Fire út frumburð sinn, Funeral. Sú plata barst eins og eldur í sinu um allan heiminn og varð meðal annars til þess að hljómsveitin fékk að spila með David Bowie. Í dag er Funer- al orðin mest selda kanadíska plata seinni ára, sem stríðir gegn öllum nútíma plötusölulögmálum. Í kjölfarið komu fram á sjónar- sviðið enn fleiri sveitir frá landinu sem South Park gerði svo eftir- minnilega grín að í kvikmynd fyrir nokkrum árum síðan. Hefur alltaf verið til staðar En hvað veldur eiginlega? Af hverju koma öll þessi ósköp af gæðatónlist frá Kanada akkúrat þessa stundina? Flestir tala um að mikil gróska hafi ávallt verið í kanadísku tónlistarlífi og að hún sé einungis núna að koma almenni- lega fram á sjónarsviðið. Í nýlegu viðtali sem birtist hér í Fréttablað- inu sagði Aaron Harris, trommu- leikari hljómsveitarinnar Islands (sem er afsprengi hinnar fyrr- nefndu The Unicorns), að „á ákveðnum fresti verða alltaf ákveðnar borgir mjög vinsælar og hljómsveitir frá þeirri borg fá meiri athygli og Kanada er ekkert annað en borg í augum Banda- ríkjamanna“. Grípandi poppmelódíur, fram- sækið indí-rokk, geislandi spila- gleði og sterkar lagasmíðar virðast því einfaldlega vera Kanadamönn- um í blóð borin. Reyndar eru marg- ar af þessum kanadísku hljómsveit- um skipaðar Bandaríkjamönnum sem búa og starfa í Kanada. Það sem er einnig heillandi við kanad- ísku senuna er að hljómsveitirnar virðast allar tengjast vinaböndum og vinna þær margar mikið saman að ýmsum hliðarverkefnum. Kátir Kanadabúar á Airwaves Kraftur kanadísku tónlistaröld- unnar virðist hvergi nærri vera að minnka og sannar nýjasta skífa Junior Boys það svo um munar. Svo má einnig benda á að The Arcade Fire mun senda frá sér sína aðra breiðskífu seinna á árinu. Fyrir okkur Íslendinga eru það einnig mikil gleðitíðindi að á komandi Airwaves-hátíð munu fjórir af heitustu listamönnum Kanada gleðja okkur með nær- veru sinni en það eru Wolf Parade, Patrick Watson, Islands og síðan hin skemmtilega Metric. Því verð- ur virkilega gaman að fá smá slettu af kanadísku bylgjunnni næstkomandi október. Hvenær þessari stóru bylgju linnir verður hins vegar látið liggja á milli hluta en ef gæðin og sköpunargleðin halda áfram að vera söm vona væntanlega flestir að hún geri það einfaldlega ekki. Kanada í sviðsljósinu TODMOBILE - ÓPERA Þetta er fyrsti geisladiskurinn sem ég eignaðist. Bróðir minn gaf mér hann í jólagjöf og hann hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Á þess- um tíma átti ég reyndar ekki geislaspilara svo ég þurfti að hlusta á diskinn frammi. UPPÁHALDSLÖG: Það er eitt lag sem alltaf hefur verið í miklu uppáhaldi en ég get ómögulega munað hvað það heitir. Þetta er rólegt lag sem Eyþór og Andrea syngja saman og var alls ekkert vinsælt, það var alla vega ekki spilað mikið í útvarpi. Svo er annað sem fólk ætti nú að þekkja, Stopp. MICHAEL BUBLÉ - IT‘S TIME Ég keypti mér báðar plöturnar með Michael Bublé. Þær eru bókstaflega búnar að vera í spilaranum hjá mér í allt sumar. Michael Bublé er gömul sál að því er mér virðist því hann er mestmegnis að taka Sinatra-lög og fleiri lög frá því tímabili. UPPÁHALDSLÖG: Það er erfitt að velja á milli lag- anna hans Michael Bublé. En það er eitt lag á seinni plötunni sem hann á sjálfur. Það heitir Home og er alveg frábært. AÐRAR GÓÐAR: Ég keypti mér diskinn með You‘re Beautiful-söngvaranum James Blunt. Þegar ég ætlaði að fara að hlusta á hann komst ég að því að það var búið að eyðileggja hann fyrir mér. Ég var hreinlega komin með leið á öllum lögunum af því hann hefur verið spilaður svo mikið. Þarna sést máttur útvarpsstöðvanna vel. Ég varð allavega fyrir miklum vonbrigðum með Blunt. Ætli það sé ekki best að ég hvíli diskinn í svona tvö ár og prófi að hlusta á hann þá. FYRST OG SÍÐAST BIRGITTA HAUKDAL Nú í vikunni kom í verslanir önnur plata frönsku söngkonunnar Charlot- te Gainsbourg. Hún heitir 5:55 og er síðbúið framhald plötunnar Char- lotte Forever sem kom út fyrir tuttugu árum. Charlotte, sem er þekkt leikkona í Frakklandi, er dóttir Serge heitins Gainsbourg og Jane Birkin. Serge var ein skærasta stjarna Frakka í tón- list á síðustu öld og einn af merkustu popptónlistarmönnum sögunnar. Ég öfunda hvern þann sem á eftir að uppgötva hans fjölmörgu meistara- verk. Jane er bæði leikkona og söngkona. Þau fluttu saman „stunulagið“ alræmda Je t’aime ... moi non plus og þau eignuðust Charlotte. Serge dáði dóttur sína. Hann söng með henni lagið Lemon Incest sem eins og fleira sem karlinn tók sér fyrir hendur fór fyrir brjóstið á mörgum og hann gerði um hana kvikmynd í fullri lengd og með henni plötuna Charlotte Forever þegar hún var fimmtán ára. Serge féll frá árið 1991 og Char- lotte valdi leiklistina fram yfir tón- listina. En nú er tónlistin farin að kalla á hana og hennar fyrsta full- orðinsplata komin út. Og það eru engir aukvisar sem vinna með henni. Tónlistin er að mestu í höndum félaganna í Air, Nigel Godrich stjórnar upptökum, Parísarbúinn Jarvis Cocker semur flesta textana og pabbi Beck, David Campbell, sér um strengjaútsetningar. Útkoman er eftir því. Þetta er alvöru plata, engin „leikkonu sem lang- ar að verða poppstjörnu“-hörmung. Charlotte hefur mjúka og sæta rödd og hvíslar stundum textana eins og móðir hennar. Tónlistin minnir oft mikið á tónlist Serge og vísar jafnvel í hana í nokkrum tilfellum. Þetta er líka mikil Air-plata. Svo mikil að það hefði eins mátt skrifa hana á Charlotte Gainsbourg & Air. Það rennur upp fyrir manni hvað tónlistin þeirra er undir miklum áhrifum frá Gainsbourg. Það er greinilegt að Charlotte hefur tónlistina í sér eins og pabbi hennar. Vonandi er þetta bara fyrsta platan af mörgum. Maður fær aldrei nóg af Gainsbourg. Aldrei nóg af Gainsbourg WOLF PARADE Ein þeirra frábæru kanadísku sveita sem slegið hafa í gegn undanfarið. Wolf Parade spilar á Airwaves í næsta mánuði. Tónlistarmaðurinn Hermigervill, sem heitir réttu nafni Sveinbjörn Thorarensen, flytur á næstunni til Amsterdam í Hollandi þar sem hann hyggur á upptökunám. Til að framfleyta sér með náminu ætlar hann að þeyta skíf- um á hinum ýmsu stöðum. Hermi- gervill mun engu að síður spila á Iceland Airwaves-hátíðinni í næsta mánuði en fyrir utan þá tónleika mun lítið sem ekkert heyrast í honum hér á landi á næstunni. Hermigervill gaf út sína fyrstu plötu, Lausnin, árið 2003. Á síðasta ári kom út önnur plat- an, Sleepwork, og fékk hún góðar viðtökur gagnrýnenda rétt eins og sú fyrri. - fb Flytur til Amsterdam HERMIGERVILL Tónlistarmaðurinn Hermigervill er á leiðinni til Amsterdam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.