Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 60
15. september 2006 FÖSTUDAGUR28
timamot@frettabladid.is
MERKISATBURÐIR
1916 Skriðdrekar eru notaðir
í fyrsta sinn í styrjöld í
átökum milli Breta og
Þjóðverja.
1935 Nasistar byrja að nota
hakakrossinn sem tákn
fyrir Þriðja ríkið.
1940 Konunglegur flugher
Breta gersigrar þýska
flugherinn í bardaga við
strendur Bretlands. Þýsku
flugvélarnar voru fjórum
sinnum fleiri en þær
bresku.
1967 Útsendingar sjónvarps-
stöðvar Varnarliðsins
eru takmarkaðar við
Keflavíkurflugvöll og
næsta nágrenni hans en
stöðin fékk starfsleyfi í
mars 1955.
1984 Harry prins, annar sonur
Díönu prinsessu og Karls
Bretaprins, fæðist.
Á þessum degi fyrir 42 árum
kom breska dagblaðið The Sun
út í fyrsta sinn. Útgáfufyrirtæk-
ið Mirror Group gaf The Sun
út, en blaðið leysti The Daily
Herald af hólmi, en það hafði
verið rekið með halla um hríð.
Fyrsta tölublaðið kom út
aðeins mánuði fyrir þing-
kosningar, en ritstjórnarstefnu
blaðsins var lýst sem „róttækri
og óháðri“, og ekki yrði gengið
erinda sérstakra stjórnmálaafla,
ólíkt forveranum sem hafði
sterk tengsl við Verkamanna-
flokkinn. Fyrsti ritstjóri blaðsins
var Sidney Jacobsen.
Fimm árum eftir að fyrsta
tölublaðið kom út var The Sun
boðið til sölu, en ekki hafði
tekist að losna við skulda-
súpuna sem fylgdi taprekstri
The Daily Herald. Um það bil
milljón manns lásu blaðið að
staðaldri. Fjölmiðlakóngurinn
Rubert Murdoch festi kaup
á blaðinu en hann átti News
of the World fyrir. Murdoch
breytti ritstjórnarstefnunni og
gerði blaðið að götublaði og
þeirri stefnu hefur það fylgt
allar götur síðan. Árið 1978 fór
The Sun fram úr sínum helsta
andstæðingi, The Mirror, hvað
lestur varðar.
Blaðið var að jafnaði hlutlaust í
kosningum fram til ársins 1997
þegar það lýsti yfir stuðningi
við Tony Blair. Upplag blaðsins
í dag er tæpar fjórar milljónir.
ÞETTA GERÐIST: 15. SEPTEMBER 1942
Slúðurblað fæðist
Þökkum innilegan hlýhug og samúð vegna
andláts elskulegrar eiginkonu minnar,
Kristínar Aðalsteinsdóttur
Heiðmörk 28h, Hveragerði.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Svanholt Björgvinsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Tryggvi Ingvarsson
Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu sunnudaginn 10. september. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Óskar Tryggvason Sigurrós Ríkharðsdóttir
Elínborg Tryggvadóttir
Guðrún Tryggvadóttir Gunnar Guðnason
Jóhanna Tryggvadóttir Ferdinand Hansen
Ingveldur Tryggvadóttir Guðmundur H. Valtýsson
Guðmundur Tryggvason
Ingvar Júlíus Tryggvason Magnea Guðrún Karlsdóttir
Ragnhildur Tryggvadóttir Sigurjón Mikael Badeur
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar
Magnús Ólafur Kjartansson
myndlistarmaður
lést á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut þriðjudaginn
12. september. Útför auglýst síðar.
Kolbrún Björgólfsdóttir, Elsa Björg og Guðbrandur.
Yndislega dóttir okkar og barnabarn
Bryndís Eva Hjörleifsdóttir
Heiðarbóli 10, Keflavík,
lést á Barnaspítala Hringsins miðvikudaginn
6. september. Útför verður gerð frá Keflavíkurkirkju
mánudaginn 18. september kl. 12.00.
Bergþóra Ólöf Björnsdóttir Hjörleifur Már Jóhannsson
Björn Viðar Björnsson Birna Oddný Björnsdóttir
Jóhann Guðnason Sóley Vaka Hjörleifsdóttir
Eyjólfur Örn Gunnarsson.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu
minnast Bryndísar Evu er bent á Barnaspítala Hringsins.
90 ára afmæli
18. september nk. verður níræður
Símon Kristjánsson
Neðri-Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd.
Af því tilefni tekur hann og fjölskylda
hans á móti gestum í Tjarnarsal
í Stóru-Vogaskóla sunnudaginn
17. september milli kl. 15 og 18.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Sólrún Þorbjörnsdóttir
Sóltúni 2, Reykjavík
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn
12. september. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstu-
daginn 22. september kl. 15.00.
Gísli Ferdinandsson
Guðríður Valva Gísladóttir
Kolbeinn Gíslason
Ólafur Haukur Gíslason
Magnea Auður Gísladóttir
Þorbjörn Reynir Gíslason
Gísli Gíslason
Matthías Rúnar Gíslason
tengdabörn og barnabörn.
ROBERT PENN WARREN (1905-1989)
LÉST Á ÞESSUM DEGI
Hvað er ljóð annað en hættu-
leg tilraun til að skilja sjálfið?
Bandaríska skáldið Robert Penn Warren
vann Pulitzer-verðlaunin í þrígang, þar á
meðal fyrir bókina Allir kóngsins menn.
„Okkur bauðst bara tækifæri til að
taka við staðnum og stukkum á það,“
segir Arinbjörn Þórarinsson en hann
og kona hans, Hugrún Helga Guð-
mundsdóttir, taka við rekstri veit-
ingastaðarins Greifans norður á
Akureyri um mánaðamótin.
Hugrún er lærður framreiðslu-
maður og Arinbjörn er matvælafram-
leiðslufræðingur frá Háskólanum á
Akureyri en þau unnu áður um nokk-
urra ára skeið á Greifanum, hún sem
þjónn og hann í eldhúsinu, og þekkja
því vel til staðarins og bera til hans
sterkar taugar.
„Við kynntumst meira segja þar á
sínum tíma. Ég vann þarna í sjö ár og
hún fimm og við höfum haldið góðum
tengslum við staðinn eftir að við
fórum. Þegar vinir okkar og fyrrver-
andi vinnuveitendur ákváðu að selja
staðinn, var það áhersluatriði að þeir
gætu treyst þeim sem tækju við til að
halda uppi merki Greifans.“ Fráfar-
andi eigendur hyggjast nú einbeita
sér að hótelrekstri en þeir eiga og
reka sex KEA-hótel.
Arinbjörn segir að engar áherslu-
breytingar séu framundan, enda
óþarfi að breyta því sem vel er gert.
„Við ætlum fyrst og fremst að halda
áfram að bjóða upp á góða vöru og
þjónustu. Höldum sem sagt áfram á
sömu braut og stefnum á að gera
ennþá betur,“ segir Arinbjörn en
hjónin njóta liðsinnis rekstrarfélags
American Style sem á hlut í rekstrin-
um. - bs
VEITINGASTAÐURINN GREIFINN: FÆR NÝJA EIGENDUR
Urðu ástfangin á Greifanum
ARINBJÖRN ÞÓRARINSSON OG HUGRÚN HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR Ætla að halda rekstrinum á sömu braut.
GREIFINN AKUREYRI Hjónin unnu þar árum
saman.