Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 28
15. september 2006 FÖSTUDAGUR4
George Holmes rekur veit-
ingastaðinn Indian Mango á
Frakkastíg.
Á Indian Mango eldar George ekta
indverskan mat og leggur mikla
áherslu á að stytta sér ekki leið í
þeim efnum. Eini munurinn á því
sem hann eldar hér og austurfrá
er hráefnið, en það er íslenskt eins
langt og það nær.
George var svo rausnarlegur
að láta Fréttablaðinu í té uppskrift
að þriggja rétta máltíð þar sem
aðalrétturinn er svartfugl að hætti
hússins.
CALAMARIE PIRI PIRI
15 litlir calamarie
salt eftir smekk
1 msk. edik
2 tsk. sykur
1 tsk. chili-mauk ( maukað ferskt chili)
olía til steikingar
Blandið öllum hráefnum saman,
látið standa í 10 mínútur. Pönnu-
steikið og berið fram með fersku
mangósalati sem kryddað er með
salti, svörtum pipar og mangódufti
(fæst hjá Nings eða í Filippseyja-
búðinni).
TANDOORI-SVARTFUGL - FYRIR FIMM
1 kg svartfuglsbringur
salt eftir smekk
KRYDDLÖGUR:
1 msk. hvítlaukur og engifer saxað
mjög smátt
1 msk. tandoori-duft
250 ml AB mjólk
1 msk. sítrónusafi
GRÆNMETI,
1 gulrót
1 lítið eggaldin
1 lítil sæt kartafla
1 lítil rófa
1 lítil kartafla
Marinerið svartfuglsbringurnar í
kryddleginum í 24 klukkustundir.
Bakið í ofni í 10 mínútur við 180°C
eða eftir smekk.
Berið fram með hrísgrjónum,
grænmeti og grænu chutney.
Skerið grænmetið í strimla,
steikið á pönnu, kryddið með salti,
svörtum pipar og aðvitað mangó-
dufti.
GRÆNT CHUTNEY MEÐ SVARTFUGLI
2 langir grænir chili
1 bolli fersk mintulauf
2–3 bollar söxuð fersk kóríanderlauf
3 msk. sítrónusafi
1 tsk. sykur
salt eftir smekk
½ tsk. nýmulinn svartur pipar
Blandið öllu saman í matvinnslu-
vél og berið fram ferskt með svart-
fuglinum.
SHIRA (KESARIBHATH)
- UPPÁHALD INDVERJA OG ER BÆÐI
MORGUNMATUR OG EFTIRRÉTTUR.
1 bolli semolína mjöl
1 bolli mjólk
¾ bolli ghee (má nota ósalt smjör)
¾ bolli sykur
8 – 10 cashew-hnetur
nokkrar rúsínur
grænar kardimommur, malaðar
Hitið pönnu, bræðið ghee (eða
ósalt smjör) á pönnunni. Bætið
semolínamjölinu á pönnuna og
steikið í 10 mínútur á lágum hita.
Þegar mjölið er gullinbrúnt er
mjólk blandað saman við. Hrærið
varlega, Setjið lok á pönnuna og
sjóðið í 4-5 mínútur.
Bætið nú sykri, rúsínum og
hnetum og kardimommuduftinu út
í blönduna. Setjið lokið á aftur,
slökkvið undir hitanum og látið
bíða í 3-4 mínútur. Þegar sykrinum
er bætt út í gæti blandan litið út
fyrir að vera of blaut, látið bíða
smástund og mjölið drekkur í sig
vökvann.
tryggvi@frettabladid.is
Maturinn hans George
Shira er bæði morgunmatur og eftirréttur.
Tandoori svartfugl með grænu chutney
Calamarie piri piri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
George Holmes rekur veitingastaðinn
Indian Mango. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Um helgina verður efnt til
viðamikillar hátíðar, Fiskirís,
um allt land. Henni er ætlað
að minna fólk á fiskinn okkar,
hversu góður hann er, hollur, og
auðveldur í matreiðslu.
„Ætlunin er að vekja athygli á
fiskinum sem ákjósanlegu hráefni
til matargerðar. Bæði með hlið-
sjón af því að hér er um mikið
hollustufæði að ræða og hinu, sem
okkur langar að undirstrika, að
fiskur er í rauninni skyndibiti í
þeim jákvæða skilningi að hann er
gott hráefni í skyndimatargerð,“
segir Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra.
Yfirvöld hafa ákveðnar áhyggj-
ur af fiskneyslu þjóðarinnar en
hún hefur minnkað og þá sérstak-
lega hjá yngra fólki. „Við teljum
að það sé þörf á því að vekja fólk
til vitundar um mikilvægi fisks-
ins. Við erum fiskframleiðsluþjóð
og fiskútflutningsþjóð og það er
mikilvægt að slík þjóð kunni skil á
þessu góða hráefni,“ segir Einar.
Minntur á hátt fiskverð hér-
lendis og spurður hvort það spili
inn í minni neyslu játar Einar að
vissulega hafi verð hækkað. „Fisk-
ur er hins vegar ekki jafn dýrt
hráefni og af er látið. Hann nýtist
afskaplega vel. Hann er seldur
beinhreinsaður og flakaður og því
er hinn raunverulegi kostnaður til
matargerðar lægri,“ segir Einar.
„Niðurstöður þeirra athugana sem
gerðar hafa verið segja að það sé
ekki hátt verð sem sé ástæða
minnkandi neyslu, heldur að í
huga fólks er fiskur ekki jafn
aðgengilegt hráefni og raun er á.“
Um áttatíu veitingastaðir taka
þátt í hátíðinni með því að hafa
fiskmeti og sjávarfang í öndvegi á
matseðlum sínum. Hverjum stað
er það í sjálfsvald sett hvernig
þetta er framkvæmt og er því um
gríðarlega fjölbreytni að ræða,
bæði hvað varðar hráefni og eld-
unaraðferðir sem og verð.
Hátíðinni verður fylgt eftir
með upplýsingum og fræðslu frá
Lýðheilsustöð, Rannsóknastofu
fiskiðnaðarins og Rannsóknastofu
í næringarfræði. Öllum nemend-
um í útskriftarárgöngum fram-
haldsskólanna verður færð mat-
reiðslubók að gjöf, sem full er af
fljótlegum og gómsætum sjávar-
réttum sem auðvelt er að töfra
fram. tryggvi@frettabladid.is
Rífandi fiskirí
á öllum miðum
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vill auka fiskneyslu ungs fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN