Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 36
SIRKUS15.09.06 4 viðtalið K lukkan er ellefu að íslenskum tíma og lokaþátturinn af Rock Star Supernova er að fara í loft- ið. Blaðamaður situr spenntur við símann, sem skyndilega hringir. „Blessaður Breki, hvað segja bændur?“ heyrist með vinalegri en þreyttri röddu á hinum enda línunnar. Rokk- stjarna Íslands hringir beint frá Los Angeles. Fjórir tímar eru síðan þátturinn var tekinn upp og úrslitin eru ljós. Íslendingar hafa hins vegar ekki hugmynd um sigur Lukasar, halda enn í vonina að okkar maður sigri. Maðurinn sem allir hafa talað um síðustu þrjá mánuðina situr uppi á hótelherbergi með konu sinni og er gjörsamlega uppgefinn. Hann gefur sér þó tíma til þess að ræða við Sirkus um ævintýrið sem loks hefur tekið enda. Hvað segir strákurinn „okkar“ þá? „Alveg ljómandi.“ Hvernig er tilfinningin nú þegar þetta er loksins búið? „Það eru bara nokkrar mínútur þangað til ég sofna held ég. Ég vaknaði klukkan þrjú í morg- un og nú er klukkan fjögur eitthvað. Ég er búinn að vera í viðtölum í þrjá eða fjóra tíma eftir að þessu lauk. En það eru samt mjög blendnar tilfinningar í gangi. Mestmegnis er þetta ólýsanleg gleði og frelsistilfinning. Við erum öll orðnir rosalega góðir vinir og ég hef kynnst mörgu fólki. Ég mun samt sakna þess mest að fá ekki að vera á sviðinu en þetta er mikill léttir.“ Gerirðu þér grein fyrir hvað þú ert orðinn mikil stjarna hérna heima? „Nei, ég veit ekkert hvað þú ert að tala um. Ég hef ekki einu sinni kveikt á tölvu og veit því ekk- ert hvað er í gangi á Íslandi.“ Ætlarðu að túra með húsbandinu? „Ég fer líklega í það núna í janúar, já. Það er nú ekki búið að ganga frá því en þeir hljóta að leyfa mér að koma með á Supernova-túrinn.“ Spenntur fyrir því? „Að sjálfsögðu. Þetta húsband er líklega besta hljómsveit í heiminum. Trommarinn er ótrúleg- ur og einhver besti drengur sem ég hef hitt.“ Magni er greinilega mjög feginn að hitta Eyrúnu konu sína og er alveg með á hreinu hvað sé fram undan. „Planið er að fara heim og leika við soninn í svona tvær vikur og kannski konuna líka. Síðan höldum við í Á móti sól áfram að taka upp nýja plötu. Svo veit ég ekkert meira. Það eru nú bara fjórir klukkutímar síðan þetta kláraðist þannig að ég er ekkert farinn að pæla í þessu.“ Hverjir voru nettastir þarna í hópnum? „Sko, Josh var besti vinur minn og við náðum mjög vel saman. Síðan þegar hann fór voru það Dilana og Toby sem voru mínir bestu vinir. Það þurfti tvo til þess að fylla skarðið hans Josh, því hann var svo skemmtilegur.“ Var ekkert á milli keppenda? Var enginn af ykkur að tékka eitthvað á stelpunum? „Ertu að tala um serðingar? Málið var að Toby var eini gæinn sem var á lausu í húsinu. Og hún Dana var eina „single“ gellan. Málið var bara að þau fíluðu ekki hvort annað. Við vorum alltaf að reyna að koma þeim saman en það gekk ekki neitt. Við litum svolítið á þetta þannig að ef þau myndu gera eitthvað gætum við haft Rokkstjarna Íslands segir íslensku þjóðina hafa komið sér í lokaþáttinn „Hann er svolítið hress gaur og fær sér hvítvín annað slagið. Reynar er hann yfir- leitt með flösku á sér.“ [Magni um Tommy Lee] Sami Magni og áður – bara aðeins brúnni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.