Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 48
ORÐIÐ Á GÖTUNNI ordid.blog.is JB DJAMMAÐI Á OLIVER Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi sendiherra og formaður Alþýðu- flokksins, er á sjötugsaldri en er enn í fullu fjöri eins og alþjóð veit. JB, eins og hann er stundum kallaður, kíkti út á lífið um liðna helgi. Meðal annars djammaði hann í félagsskap hægri handar sinnar, stuðmannsins Jakobs Frímanns, dágóða stund á hinum vinsæla skemmtistað Oliver við Laugaveg. Verður að segjast eins og er að viðstöddum varð nokkuð um nærveru hins aldna stjórnmála- foringja því eins og margir vita er Oli- ver helst þekktur sem heimavöllur sólbrúnna vaxtarræktartrölla („hnakka“) og barmmikilla tánings- meyja. Að sögn kunnugra er afar sjaldgæft sjá slíka andans menn á sveimi við dansgólfið þar um helgar. Fyrir forvitna skal upplýsast að Jón Baldvin og Jakob Frímann fóru að sjálfsögðu fram fyrir röðina. GILLZENEGGER Á ÞING? Orðið á götunni heyrði skemmtilega kenningu um áðurnefnda heimsókn Jóns Baldvins á Oliver. Hún gengur út á það að allt sé við það að fara að snúast á hvolf í samfélaginu (þetta er svona týpísk „Seinfeld-kenning“). Meðal þeirra sönnunargagna sem tínd hafa verið til er sú staðreynd að Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, hafi undanfarið sést æ oftar standa við barinn á Ölstofunni, stað sem blaða- og stjórnmálamenn sækja mikið og þykir vera algjör and- stæða við Oliver. Gillz hefur hingað til verið talinn nokkurs konar guðfaðir hnakkanna og sást hann áður hvergi nema á Oliver um helgar. Egill þykir hins vegar hafa róast talsvert undan- farið og er byrjaður að nota sitt hefð- bundna nafn þegar hann kemur fram í fjölmiðlum. En sems- agt, samkvæmt kenn- ingunni er Jón Baldvin að fara að taka við sem guðfaðirinn á Oli- ver en Egill er á leið á þing - lík- lega fyrir Frjálslynda flokkinn. ÞINGMENN FRAMSÓKNAR BROSA HRINGINN Heimildir innan úr þingflokki Fram- sóknarflokksins herma að þing- flokksfundirnir séu orðnir töluvert líf- legri og skemmtilegri eftir að Halldór Ásgrímsson hætti á þingi. Halldór Ásgrímsson hefur aldrei þótt mjög brosmildur maður nema kannski í nokkrum auglýsingum fyrir síðustu alþingiskosningar þegar hann birtist þjóðinni allt í einu bros- andi út að eyrum. En ónefndur þing- maður Framsóknar lét nýlega þau orð falla „að nú sé miklu meira brosað á fundum þingflokksins“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.