Fréttablaðið - 15.09.2006, Page 48

Fréttablaðið - 15.09.2006, Page 48
ORÐIÐ Á GÖTUNNI ordid.blog.is JB DJAMMAÐI Á OLIVER Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi sendiherra og formaður Alþýðu- flokksins, er á sjötugsaldri en er enn í fullu fjöri eins og alþjóð veit. JB, eins og hann er stundum kallaður, kíkti út á lífið um liðna helgi. Meðal annars djammaði hann í félagsskap hægri handar sinnar, stuðmannsins Jakobs Frímanns, dágóða stund á hinum vinsæla skemmtistað Oliver við Laugaveg. Verður að segjast eins og er að viðstöddum varð nokkuð um nærveru hins aldna stjórnmála- foringja því eins og margir vita er Oli- ver helst þekktur sem heimavöllur sólbrúnna vaxtarræktartrölla („hnakka“) og barmmikilla tánings- meyja. Að sögn kunnugra er afar sjaldgæft sjá slíka andans menn á sveimi við dansgólfið þar um helgar. Fyrir forvitna skal upplýsast að Jón Baldvin og Jakob Frímann fóru að sjálfsögðu fram fyrir röðina. GILLZENEGGER Á ÞING? Orðið á götunni heyrði skemmtilega kenningu um áðurnefnda heimsókn Jóns Baldvins á Oliver. Hún gengur út á það að allt sé við það að fara að snúast á hvolf í samfélaginu (þetta er svona týpísk „Seinfeld-kenning“). Meðal þeirra sönnunargagna sem tínd hafa verið til er sú staðreynd að Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, hafi undanfarið sést æ oftar standa við barinn á Ölstofunni, stað sem blaða- og stjórnmálamenn sækja mikið og þykir vera algjör and- stæða við Oliver. Gillz hefur hingað til verið talinn nokkurs konar guðfaðir hnakkanna og sást hann áður hvergi nema á Oliver um helgar. Egill þykir hins vegar hafa róast talsvert undan- farið og er byrjaður að nota sitt hefð- bundna nafn þegar hann kemur fram í fjölmiðlum. En sems- agt, samkvæmt kenn- ingunni er Jón Baldvin að fara að taka við sem guðfaðirinn á Oli- ver en Egill er á leið á þing - lík- lega fyrir Frjálslynda flokkinn. ÞINGMENN FRAMSÓKNAR BROSA HRINGINN Heimildir innan úr þingflokki Fram- sóknarflokksins herma að þing- flokksfundirnir séu orðnir töluvert líf- legri og skemmtilegri eftir að Halldór Ásgrímsson hætti á þingi. Halldór Ásgrímsson hefur aldrei þótt mjög brosmildur maður nema kannski í nokkrum auglýsingum fyrir síðustu alþingiskosningar þegar hann birtist þjóðinni allt í einu bros- andi út að eyrum. En ónefndur þing- maður Framsóknar lét nýlega þau orð falla „að nú sé miklu meira brosað á fundum þingflokksins“.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.