Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 16
 15. september 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hryðjuverk bitna á veiðisportinu „Ég var aldrei á móti hernum og ég held að þeir sem það voru hljóti að vera á bömmer yfir því núna að hafa ekkert til að mótmæla lengur,“ segir Jóhann Vilhjálmsson, byssusmiður. „Þó ég sé í þessum bransa er ég alfarið á móti hernaði. Við þurfum engan her hérna, það er nóg að hafa góða gæslu og gott upplýs- ingaflæði. Við erum miðsvæðis og það er mikil umferð svo við verðum að vera viðbúin þegar og ef eitthvað gerist. Við gætum alveg eins orðið fyrir hryðjuverkaárásum eins og aðrir.“ Jóhann segir hryðjuverkin undan- farin ár hafa bitnað á veiðsportinu. „Fyrir nokkrum árum gat maður, liggur við tekið riffil með sér í flugvélina en nú mega tollverðir varla sjá riffilsjónauka án þess að ganga af göflunum. Það er mikil skriffinnska við innflutning, svo mikil reyndar að maður þarf að vera með módelin frá því í fyrra því þetta tekur svo rosalegan tíma.“ SJÓNARHÓLL VARNIR LANDSINS JÓHANN VILHJÁLMSSON BYSSUSMIÐUR „Það er allt gott að frétta af mér, haustið að byrja og brjáluð vinna fram undan,“ segir Arnar Gauti Sverr- isson, framkvæmdastjóri og ein helsta tískulögga landsins. „Við erum nýbúin að opna GK búðina aftur eftir breytingar. Bættum við gasarni svo búðin er orðin eins og alvöru búð í útlöndum. Þetta var ein fallegasta búð landsins en er orðin ennþá flottari. Búðin vekur mikla athygli, til dæmis hjá birgjum og fólki í þessum bransa.“ Arnar Gauti er sem kunnugt er einn af þremur stjórnendum Innlits/útlits og segir nýja þáttaröð hefjast þriðjudaginn 26. þessa mánaðar. „Við ætlum að vera á svipuðum nótum en bara gera enn betur en í fyrra. Eftir áramót verða svo gerðar svaðalegar áherslubreytingar á þættinum.“ Arnar fékkst ekki til að upplýsa nánar um breytingarnar en segir að til- kynnt verði um þær bráðlega. Fjölskyldan fór í tveggja vikna sumarfrí til Playa del Carmen í Mexíkó, sem Arnar segir að hafi verið æðislegt. „Stærsti viðburðurinn í mínu lífi er þó sá að dóttir mín var að byrja í leikskóla og er ennþá í aðlögun. Maður er ótrúlega stoltur og spennt- ur. Hvernig verður þetta eiginlega þegar hún byrjar í skóla?“ Dóttir Arnars Gauta er tveggja og hálfs og heitir Natalía París. Arnar segist hafa átt góð samskipti við Mannanafnanefnd, ekkert mál hafi verið að fá Parísar- nafnið samþykkt því í sjálfu sér beyg- ist það eins og Íris. „Hún var fyrsta Parísin á Íslandi en nú er þetta orðið hálfgert trend því ég held að núna séu þær orðnar átta sem heita París.“ Tískuheimurinn er kvenna „Þeir fáu karlmenn sem lifa og hrærast í tískuheiminum eru yfirleitt hommar.“ JÓN GNARR SKRIFAÐI BAKÞANKA Í FRÉTTABLAÐINU Í GÆR ÞAR SEM HANN TÓK UPP HÖNDINA FYRIR KYNBRÆÐUR SÍNA. ÞAR SEGIR HANN TÍSKUHEIMINN Í HÖNDUM KVENNA OG ÖRFÁRRA SAMKYN- HNEIGÐRA KARLMANNA. Mannréttindi ekki túlkunaratriði „Hún (stjórn Orkuveitunnar) getur ekki hunsað tilmæli frá stjórnvöldum bara af því að hún er ekki sammála. Mannréttindi eru ekki túlk- unaratriði.“ SÓLEY TÓMASDÓTTIR, FULLTRÚI VG Í MANNRÉTTINDANEFND REYKJA- VÍKUR, ER ÓSÁTT VIÐ UMMÆLI FORSTJÓRA ORKUVEITUNNAR SEM SEGIR NEFNDINA HAFA MISSKILIÐ NÝJU SJÓNVARPSAUGLÝSINGUNA FRÁ ORKUVEITUNNI. Í DV árið 1995 mátti lesa um „ótrúlega hressan“ 65 ára gamlan mann, Jón William Sewell, sem hljóp til vinnu sinnar á hverjum degi, 11 km leið. Jón er enn ótrúlega hress, orðinn 77 ára gamall og hleypur nú 14 km á hverjum ein- asta degi. „Ég er kominn á eftirlaun svo ég get hlaup- ið meira,“ segir hann. Jón hleypur alltaf sama hring- inn: Heiman að frá sér í Hafnar- firði, gegnum Álftanesið fram hjá Sólvangi og félagsheimilinu, að Bessastaðar-afleggjaranum og þaðan hring til baka. „Þetta tekur sirka 80 mínútur en aðeins meira í mótvindi,“ segir hann. „Þetta er ekkert spretthlaup hjá mér. Ég mæti yfirleitt ekki mörgum en það eru fjórir hestar í girðingu á leiðinni sem ég gef alltaf brauð. Þeir eru farnir að bíða eftir mér.“ Jón er mjög ósáttur við gatna- málin á Álftanesi. „Það eru hættulegir vegkantar á leiðinni frá Reykjavíkurvegi til Bessa- staða sem veita ökumönnum falskt öryggi. Fólk keyrir eins og það sé í Formúlunni og útaf- keyrsla er algeng þarna. Því fylgir að möl og glerbrotum rignir yfir göngustíginn, sem gerir mér erfitt fyrir. Það er ekki enn búið að sópa eftir síð- asta slys, sem varð fyrir nokkr- um vikum.“ Jón segist ekki finna mun á sér þótt hann sé orðinn þetta gamall. „Ég hef alltaf hlaupið mikið. Í gamla daga vildi ég spila fótbolta lengur en aðrir krakkar. Eftir klukkutíma vildu hinir kannski fara heim að borða og ég var einn eftir á vellinum. Þess vegna byrjaði ég bara að hlaupa.“ Jón vill nota hlaupin til góðs og er að skipuleggja hlaup í kringum landið. Hann langar til að hlaupa til styrktar samtökum gegn umskurði kvenna. „Það er algjör villimennska og ævilangt ofbeldi sem þarf að stöðva. Ég las það einhvers stað- ar að 6.000 stúlkur væru umskornar á dag svo þörfin er brýn,“ segir hann. „Nú leita ég að samstarfsaðilum og húsbíl.“ gunnarh@frettabladid.is Hleypur meira á eftirlaunum JÓN GEFUR HESTUM BRAUÐ Á LEIÐINNI „Þeir eru farnir að bíða eftir mér.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ARNAR GAUTI SVERRISSON FRAMKVÆMDASTJÓRI Dóttirin startaði Parísartrendinu JÓN WILLIAM SEWELL 77 ÁRA SKOKKARI Hleypur 14 km daglega en segist ósáttur við aðstæður á Álftanesi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.