Fréttablaðið - 20.09.2006, Qupperneq 18
20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
Svona erum við
Fljótlega eftir að Göran Persson, fyrrverandi forsæt-
isráðherra Svíþjóðar og leiðtogi sænskra jafnaðar-
manna, lýsti því yfir að hann myndi hætta hófust
vangaveltur um hver yrði næsti leiðtogi jafnaðar-
manna. Það geta þó liðið margir mánuðir þar til
þetta skýrist.
Hverjir koma helst til greina?
Háværar raddir eru uppi um að kona taki við sem
leiðtogi og eru fjórar konur einkum nefndar. Þetta
eru þær Margot Wallström, sem þykir koma helst
til greina, Mona Sahlin, Ulrica Messing og Carin
Jämtin.
Hvenær eiga leiðtogaskiptin sér stað?
Skiptin eiga sér stað næsta vor, sennilega í mars.
Þá verður auka flokksþing haldið og þá verður eitt-
hvert eitt nafn kynnt sem almenn samstaða verður
um. Auðvitað væri hægt að halda flokksþingið fyrr
en það þykir ekki æskilegt. Betra
þykir að hafa tímann fyrir sér
og hafa ígrundað málið vel og
rætt það innan flokksins.
Er ljóst að kona tekur við?
Það er ekki frágengið mál en
það er samt skýr ósk innan
flokksins. Ef kona tekur við
verður 117 ára gömul hefð
brotin. Margot Wallström
hefur lengi verið ofarlega
á óskalistanum innan
Jafnaðarmannaflokksins.
Hún hefur áður sagt nei
en nú stendur sem sagt
til að reyna að tala hana
inn á að verða formaður
flokksins.
FBL GREINING: LEIÐTOGAEFNI SÆNSKRA JAFNAÐARMANNA EFTIR GÖRAN PERSSON?
Háværar raddir um að kona taki við
Organistar
friðelskandi
fólk
Deilur hafa verið um uppsögn
dómorganista í Skálholti. Guðmund-
ur Sigurðsson, formaður stjórnar
Organistadeildar
FÍH, segir að mikið
mun meira felist í
starfi organista en
fólk geri sér grein
fyrir.
Hvað felst í starfi
organista? Það er
mjög margt. Orgel-
leikur, kórstjórnun
og mikil mannleg samskipti. Þetta
er mikið þjónustustarf við almenn-
ing. Starfið snýst ekki bara um að
spila á orgel.
Hvað eru organistar menntaðir?
Organistar eru upp til hópa
hámenntaðir tónlistarmenn. Þetta
er fólk með mikla færni og mennt-
un í orgelleik og kórstjórn og mætti
njóta meiri virðingar sem fagstétt.
Eiga organistar alltaf í einhverjum
deilum? Nei, alls ekki. Organistar
eru upp til hópa friðelskandi fólk og
við báðum ekki um þennan hávaða
sem nú stendur yfir.
SPURT OG SVARAÐ
ORGANISTAR
GUÐMUNDUR
SIGURÐSSON
Þórarinn Tyrfingsson, yfir-
læknir á Vogi, kallaði eftir
því í Fréttablaðinu á dögun-
um að stjórnvöld reyndu að
taka á vímuefnavandanum
með trúverðugum hætti.
Forvarnarstarf hefur verið
eflt nokkuð á síðustu árum
en vímuefnaneysla, og þá
sérstaklega neysla áfengis,
hefur aukist mikið síðastlið-
inn áratug.
Aðeins lítill hluti fólks sem þjáist
vegna fylgikvilla vímuefnaneyslu
leitar sér hjálpar á meðferðar-
sjúkrahúsum eða öðrum
heilbrigðisstofnunum. Þessi veru-
leiki gerir það að verkum að ein-
ungis lítill hluti vandans, sem virð-
ist vera rótfast samfélagsmein,
kemst upp á yfirborðið.
Sá hluti vandans, sem starfs-
fólk heilbrigðisstofnana vinnur
daglega við að uppræta, er átakan-
legur og erfiður viðureignar.
Neysla áfengis aukist umtalsvert
Í umræðu um vímuefnavanda
gleymist oft sú staðreynd, að
áfengi er sá vímugjafi sem flesta
dregur til dauða og dýrast er fyrir
samfélagið að berjast gegn. Að því
leytinu til finna heilbrigðisstofn-
anir fyrir því með skýrum hætti
að neysla á hreinu áfengi hefur
aukist um meira en 35 prósent frá
því árið 1993 hér á landi, eins og
greint var frá í Fréttablaðinu fyrir
skömmu.
Neyslan hefur farið úr 4,6
lítrum af hreinu áfengi á alla
Íslendinga yfir fimmtán ára aldri
árið 1993, í rúma sjö lítra árið
2005. Miðað við þessar tölur
drekkum við ekki lengur minnst
allra Norðurlandaþjóða og „er
ekki lengur marktækur munur á
drykkju okkar og Svía, Norð-
manna og Færeyinga ef marka
má tölurnar frá Hagstofunni“,
eins og segir orðrétt í ársskýrslu
SÁÁ. Finnar og Danir drekka
mest allra Norðurlandaþjóða en
áfengisneysla þeirra er um tvö-
falt meiri en hjá Íslendingum.
Þverskurður af vímuefnavand-
anum
Í vettvangsferð sem blaðamaður fór
í á dögunum á meðferðarsjúkrahús-
ið á Vogi, undir leiðsögn Þórarins
Tyrfingssonar, blasti við þverskurð-
ur af djúpstæðu samfélags-
vandamáli. Fólk á öllum aldri, úr
öllum stéttum samfélagsins, var þar
saman komið til að taka á vímuefna-
fíkninni og reyna að leggja grunn að
betra lífi.
Rannsóknir á áfengissjúkling-
um og vímuefnafíklum hafa leitt
í ljós að sjúkdómar, sem rekja má
til vímuefnaneyslu, eru algengir
og alvarlegir. „Sjúkdómarnir eru
þrálátir og valda áralangri
óvirkni og fötlun. Ef bati fæst
ekki, deyja flestir úr fylgikvill-
um á aldrinum 45 til 65 ára. Þrátt
fyrir þetta eru læknar seinir til
að greina þessa sjúkdóma og
þeirra er sjaldnast getið sem
orsakaþátta í dauðsföllum, slys-
um og fylgikvillum,“ segir orð-
rétt í skýrslu SÁÁ.
Andleg líðan sjúklings og
aðstandenda
Einn alvarlegasti fylgifiskur óhóf-
legrar vímuefnaneyslu er andleg
vanlíðan sjúklings og hans nán-
ustu. Hrikaleg dæmi eru til um
hvernig fíkniefnaneysla fjöl-
skyldumeðlims hefur grafið undan
trausti, samheldni og venjubundnu
lífi fjölskyldunnar. Því fylgir and-
leg þjáning fjölskyldunnar, sem
óhjákvæmilega gengur í gegnum
neyslulífernið með þeim sem á í
hlut.
Til þess að forða fjölskyldum
frá því að upplifa þær hörmungar
sem fylgja vímuefnavandanum
hefur forvarnarstarf verið aukið
umtalsvert á síðustu árum. Það
gerir gagn og sýna rannsóknir að
neysla ungmenna hefur minnkað.
Þrátt fyrir þær niðurstöður „sýna
allar upplýsingar sem teknar eru
saman að vandinn er að aukast“,
eins og Þórarinn lét hafa eftir sér
í Fréttablaðinu er hann óskaði
eftir hugarfarsbreytingu hjá
stjórnvöldum vegna vímuefna-
vandans. „Það þýðir ekki að bregð-
ast við vandanum með því að
lækka kostnað við meðferðir í
sífellu“, sagði Þórarinn á dögun-
um er hann gagnrýndi heilbrigðis-
ráðuneytið sérstaklega.
Áhersla á forvarnir
Stjórnvöld leggja megináherslu á
að efla forvarnarstarf þegar
kemur að opinberum aðgerðum
gegn vímuefnaneyslu. Í einföldu
máli byggist hugsjónin við slíka
aðferðarfræði á því grundvallar-
atriði að beina ungmennum frá
því að lenda í klóm fíkniefna. Ein-
hugur ríkir um það, meðal sér-
fræðinga á sviði vímuefna, að
þessi stefna sé skynsamleg. Henni
hefur verið framfylgt í skólum,
ýmsum félagasamtökum og ekki
síst í íþróttafélögunum. Þau hafa
um árabil lagt áherslu á uppeldis-
legt gildi íþróttastarfs og þá stað-
reynd að skýr fylgni er á milli
þess að ungmenni leiðist síður út í
að neyta vímuefna og þess að taka
þátt í íþróttastarfi.
Umdeilt hefur verið um árabil
hversu mikið fé hið opinbera þarf
að leggja til reksturs meðferðar-
stofnana og hafa þær raddir
heyrst reglulega, að þær séu fjár-
sveltar.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, lýsti á dögunum yfir
stríði á hendur fíkniefnum um leið
og hann fjallaði ítarlega um þá vá
sem vímuefnavandinn er í nútíma
samfélögum. Undir orð forsetans
hafa fjölmargir tekið og reyna
með því að skapa samstöðu í erf-
iðri baráttu.
Óraunhæft er að uppræta vímu-
efnavandann innan fyrir fram
ákveðinna tímamarka, það hefur
margsannast. En sú viðleitni allra
að trúa því að líf án vandans sé
betra og til þess að fallið að bæta og
lengja líf fólks er sá drifkraftur
sem þarf að mati viðmælenda
Fréttablaðsins að vera kjarninn í
þeirri hugarfarsbreytingu sem Þór-
arinn kallaði eftir í Fréttablaðinu.
Í baráttu gegn vímuefnavánni
FRÉTTASKÝRING
MAGNÚS HALLDÓRSSON
magnush@frettabladid.is
FRÁ VOGI Þórarinn fór í gegnum
starfsferla á Vogi með blaða-
manni. Fólk úr öllum stéttum
leitar sér hjálpar á meðferðar-
stofnunni til þess reyna að koma
lífi sínu á réttan kjöl.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
> Lögskilnaðir á Íslandi
Heimild: Hagstofa Íslands
1965
52
7
56
0
16
4
1985 2005
7
6
5
4
3
2
1
0
1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005
175
150
125
100
75
50
25
0
4,7
7,1
6,7
6,46,46,36,2
5,9
5,5
4,8 4,9
5,2
lít
ra
r
fjö
ld
i20
64
88
177168
ÁFENGISNEYSLA Á HVERN ÍBÚA, 15 ÁRA OG ELDRI (LÍTRAR)
AMFETAMÍNFÍKN OG MISNOTKUNM, NÝ TILFELLI:
KARLAR KONUR
86
43
62