Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 20

Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 20
20 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Umræðan Athugasemd frá Dýraverndarsam- bandi Íslands Vegna frétta í fjölmiðlum af dýraníði (dyresex) vegna kynferðislegrar mis- notkunar á íslenskum hesti í Danmörku vill Dýraverndarsamband Íslands koma á fram- færi eftirfarandi athugasemdum. Engin ákvæði eru til í íslenskum lögum, sem banna beinlínis þessháttar verknað gagnvart dýrum en hinsvegar segir í lögum nr. 15/1994 um dýravernd 2. gr: „Skylt er að fara vel með öll dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli.“ Í október 2004 kom upp slíkt mál í Þorlákshöfn og kærði hestaeigandinn meintan dýraníðing fyrir innbrot í hesthúsið sitt og jafnframt fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni við hrossin þar. Lögregluembættið í Árnessýslu tók málið föstum tökum og mun það bæði hafa verið rann- sakað sem innbrot en líka sem brot á lögum um dýravernd. Fékk það alveg sömu málsmeðferð og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Sýni og lífsýni voru tekin af meintum geranda og hrossunum og send til útlanda til DNA-greiningar. Niðurstöður voru ekki nógu afger- andi til þess að verknaðurinn þætti tví- mælalaus enda er sönnunarbyrðin mjög rík í slíkum málum. Sök um dýraníð þótti því ekki nægilega sönnuð en við- komandi mun hafa fengið einhverja refsingu fyrir innbrotið í hesthúsið. Í umræðunni í fjölmiðlum um þessi mál hafa komið fram fyllyrðingar um að þar sem ekki séu til í lögum nein bein ákvæði um svona mál endi þau yfirleitt ekki í kæru þar sem oftast sjái ekki á dýrunum. Þetta er sem betur fer rangt eins og dæmið hér að ofan sannar, þar sem fram kemur að lögreglan í Árnessýslu rannsakaði svona dýra- níðingsmál sem brot á framangreindri grein í dýra- verndarlögunum og með alveg sama hætti og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Á lögreglan hrós skilið fyrir þessi frábæru vinnubrögð. Í íslenskum rétti er til urmull af lögum og reglugerðum og samþykktum um hverskonar meðferð dýra - en því miður er það gömul saga og ný að þau eru vita gagnslaus ef þeim er ekki fylgt eftir af þar til bærum aðilum. Höfundur er hdl. og formaður Dýraverndarsam- bands Íslands. Dýraníð og lögin SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR Sósíaldemókrataflokkurinn í Svíþjóð er Stjórnarflokkurinn með stórum staf og ákveðnum greini. Hann hefur farið einn með völdin í landinu í 70 ár að undan- skildum tveimur kjörtímabilum sem hægri flokkarnir náðu völdum. Ef eitthvað er hæft í þeirri fullyrðingu að kosningar vinnist ekki af stjórnarandstöðu heldur tapist af ríkisstjórnum hefur það átt við um Svíþjóð þangað til núna. Í fyrri skiptin sem sundraðir borgaraflokkar hafa náð að mynda ríkisstjórn hafa þeir skolast upp í valdastólana nánast fyrir tilviljun og verið sjálfum sér sundurþykkir alla sína stjórnartíð. Glundroðakenningin hefur löngum verið beittasta vopn sósíaldemó- krata jafnframt því sem þeir, ásamt verkalýðshreyfingunni, hafa á sér blæ stöðugleika og staðfestu. Og eftir áratuga valdasetu hafa þeir runnið saman við víðtækt stofnanaveldi hins opinbera og geta jafnan teflt fram „vönum mönnum“ umfram aðra flokka. En nú tóku stjórnarandstöðu- flokkarnir höndum saman fyrir kosningar og leituðu eftir umboði þjóðarinnar við skýra stefnu, sem þeir mundu hrinda í framkvæmd fengju þeir til þess fylgi. Það var mjótt á mununum, en meirihluta kjósenda fannst þó tími til kominn að breyta til og reyna nýjum mönnum að spreyta sig. Stjórnmál á Íslandi hafa löngum verið spegilmynd af stjórnmálum norrænu þjóðanna. Hér er það stóri hægri flokkurinn, Sjálfstæð- isflokkurinn, sem hefur farið með hlutverk stóra sósíaldemókrata- flokksins og löngum haft forystu í ríkisstjórn, þótt aldrei hafi hann fengið afl til að stjórna einn. Hinn kosturinn hefur verið ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokks- ins. Aðeins einu sinni hefur samsteypustjórn verið mynduð undir forystu Alþýðuflokksins, auk þess sem minnihlutastjórnir sama flokks sátu tvisvar skamma stund við stjórnvölinn í millibilsástandi. Nú hafa þessir tveir gamal- grónu valdaflokkar verið við völd, annar í bráðum 16 ár en hinn í 12, og runnið þannig saman við stofnanaveldi ríkisins og gegnsýrt það svo með veitingum allra embætta til sauðtryggra flokks- manna, að segja má að löggjafar- vald, framkvæmdavald og dómsvald séu á góðri leið með að renna út í eitt. Að vísu hefur fyrrverandi forsætisráðherra nýlega kvartað yfir því að enn ráði dómskerfið ekki við að afgreiða meiriháttar mál, sem saksóknarar Sjálfstæðisflokksins þeir Kjartan Gunnarsson, Styrmir Gunnarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson, „innvígðir og innmúraðir“ í hollustu við „ónefndan mann“, kusu að leggja fyrir það, með þeim hætti að við verði unað. Með fjögurra ára framlengingu á völdum tvíflokksins mætti væntanlega skipa Hæstarétt með þeim hætti að tryggt verði að hann komist að „réttum“ niðurstöðum! Það er, eða ætti að vera, grundvallaratriði í lýðræðisskipu- lagi að kjósendur eigi kost á að kjósa um verk fráfarandi ríkis- stjórnar og eigi möguleika á því að veita nýrri ríkisstjórn umboð til góðra verka á næsta kjörtímabili. Á það hefur verulega skort hér á landi um langa hríð. Nú hafa stjórnarandstöðuflokkarnir farið að dæmi stjórnarandstöðuflokk- anna í Noregi og Svíþjóð og gefið skýrar línur um það í tæka tíð fyrir kosningar að þeir hyggist leita eftir umboði þjóðarinnar til að mynda nýja ríkisstjórn að kosningum loknum. Það er stórt skref í átt til aukins lýðræðis. Nú hljóta þeir að stíga næsta skref og stilla saman strengi sína um afgreiðslu mála á þingi í vetur og um mótun nýrrar stjórnarstefnu, sem þeir leiti eftir umboði kjósenda til að framkvæma á næsta kjörtímabili. Forystumenn í Sjálfstæðis- flokknum hafa brugðist ókvæða við þessum tíðindum. Sumir hafa gengið svo langt að jafna því við rasisma, að aðrir flokkar lýsi yfir að þeir kjósi fremur að vinna með öðrum en honum að loknum kosningum. Þeir vilja að allir gangi til kosninga með allt laust og óbundið og kjósendur treysti forystumönnum sínum til að vinna úr úrslitum kosninganna með hag þjóðarinnar fyrir augum. Það er augljóslega þeim í hag, þar sem þeir eru eini flokkurinn af þeirri stærð að geta valið sér einhvern einn hinna sem samstarfsflokk. Þeir tala niðrandi orðum um kosningabandalag og jafna því við Hræðslubandalagið, tilraun Framsóknar og Alþýðuflokks til að ná völdum 1956 út á minnihluta atkvæða. Hér er ekkert slíkt á ferðinni. Fordæmin frá Svíþjóð og Noregi sýna að það er hægt að mynda skýrar meginlínur fyrir kosningar og gefa kjósendum kost á því að kjósa sér ríkisstjórn með umboði til ákveðinna verka. Í Svíþjóð hét flokkabandalagið því að viðhalda sænska velferðar- módelinu. Hér hlýtur meginmálið að vera að endurreisa velferðar- og heilbrigðiskerfið og skipa því viðlíka sess í þjóðfélaginu og best hefur gefist annars staðar. Það er ábyggilega kominn tími á aðra. Samsteypa sigrar stjórnarflokk Fordæmin frá Svíþjóð og Noregi sýna að það er hægt að mynda skýrar meginlínur fyrir kosningar og gefa kjósendum kost á því að kjósa sér ríkis- stjórn. ÓLAFUR HANNIBALSSON Í DAG | Tveir kostir Dekurdrengurinn Össur Skarphéðinsson var harðorður á NFS í gær í garð íslensku sendinefnd- arinnar í varnarviðræðunum. Sagði hann óhæfa menn hafa leitt þessar viðræður. Albert Jónsson væri ekkert annað en „dekurdrengur Davíðs Oddssonar“ sem engum samning- um hefði lokið fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Furðaði hann sig á því að Björn Bjarnason hefði ekki verið fenginn til að veita pólitískri sendi- nefnd forystu í þessum viðræðum. Reynslu hans væri sólundað. „Niðurstaðan er klúður,“ sagði þessi skeleggi þingflokksform- aður Samfylkingarinnar. Á eftir - ekki undan Ekki var rétt, sem stóð á þess- um stað í blaðinu í gær, að vígsla Hellisheiðarvirkjunar væri fyrir- huguð 20. október. Hún verður degi síðar, 21. október. Þá var hermt að til hefði staðið að gangsetja virkjunina í nóvember en fyrir atbeina stjórnarfor- manns Orkuveitu Reykjavíkur, Guð- laugs Þórs Þórðarsonar, hafi verið ákveðið að flýta verkinu. Þetta ku vera rangt, þvert á móti dregst verkið því upphaflega var ráðgert að vígja virkjun- ina 30. september. NýMoggi Leiðarahöfundur Morgunblaðsins í fyrradag segir að sænski Hægri- flokkurinn hafi iðulega „verið kenndur við nýfrjálshyggju“. Sækir höfundur leið- arans þarna í smiðju vinstri manna, eins og Ögmundar Jónassonar, þegar talað er um frjálshyggju. Skrifarinn er örugglega ekki sá sami og skrif- aði Staksteina 16. júlí 2003 undir fyrirsögninni „Það er ekkert nýtt við nýfrjálshyggjuna“. Og stjörnublaða- maðurinn Kristján Jónsson hefur örugglega ekki heldur skrifað leiðarann því í gær sagði hann í miðopnu Moggans að flokkurinn hefði viljað þvo af sér „alla stimpla ofurhægristefnu og frjálshyggju“. Ekkert öfga- eða ný- að hætti vinstri manna í þeirri ágætu umfjöllun. bjorgvin@frettabladid.isÖ ssur Skarphéðinsson og Björn Bjarnason eru með baráttuglöðustu mönnum íslenskra stjórnmála í seinni tíð. Báðir eru í efstu vigt í sínum flokkum og eftir því er tekið þegar þeir tjá sig. Athyglisvert er að bera saman þau ólíku sjónarmið til prófkjara sem þeir hafa viðrað undanfarna daga. Í tilefni af fréttum um að Guðlaugur Þór Þórðarson hygðist sækjast eftir 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, sama sæti og Björn sækist eftir, lét dómsmálaráðherra þessi orð falla á heimasíðu sinni síðastliðinn sunnudag: „Ég hef ekki boðið mig fram gegn neinum samflokksmanna minna, enda tel ég sam- stöðu innan flokka best fallna til sigurs og hef viljað vinna að henni innan Sjálfstæðisflokksins á þingi og í borgarstjórn.“ Ekki er hægt að skilja þetta á annan hátt en að Björn telji framboð Guðlaugs rýra sigurmöguleika Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum í vor. Hið sama gildir þá væntanlega um aðra sjálfstæðismenn sem vilja etja kappi við þá flokksfélaga sína sem telja sig eiga vís sæti á listum flokksins; framboð þeirra skemmir fyrir flokknum samkvæmt Birni. Töluvert annað og jákvæðara viðhorf til átaka um sæti á lista í prófkjörum má lesa út úr hugleiðingum Össurar Skarphéðins- sonar í pistli á heimasíðu hans um hvort stjórnmálaflokkarnir eigi að taka upp prófkjör á landsvísu. Ein af röksemdum Össurar fyrir því fyrirkomulagi er að á þann hátt eigi flokkarnir auð- veldara með að endurnýja og styrkja þinglið sitt. Eða eins og hann orðar það: „Prófkjörin eins og þau eru rekin í dag eru ekki leið til mikillar endurnýjunar heldur hafa fremur þróast upp í að verða vörn fyrir sitjandi þingmenn.“ Það sem Össur á hér við er að sjálfsögðu það skrítna viðhorf, sem hefur ríkt um prófkjör, að það sé nánast ókurteisi að fara gegn sitjandi þingmanni og sækjast eftir sæti hans á lista í stað þess að bíða eftir því að viðkomandi ákveði sjálfur að standa upp úr sæti sínu á Alþingi. Slíkt umhverfi getur tæplega boðið upp á annað en stöðnun, enda stjórnmálmenn síður en svo betur fallnir til þess en annað fólk að þekkja sinn vitjunartíma. Stjórnmálaflokkar verða að geta endurnýjað sig og það verður ekki gert öðruvísi en með innflokksátökum og kosningabaráttu. Slíkur ófriður er því ekki aðeins jákvæður heldur beinlínis merki um að lífsmark sé með viðkomandi flokki; að þar vilji nýtt fólk láta til sín taka og telji sig hafa betri hugmyndir og meiri getu til að koma þeim í framkvæmd en hinir sem fyrir eru. Annars sýnist manni helsti vandi stjórnmálaflokkanna vera skortur á frambærilegu fólki. Það er því hressandi að sjá tvo öfluga menn koma til leiks sem báðir myndu styrkja hóp alþingismanna. Þetta eru þeir Árni Páll Árnason, lögmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem stefnir á forystusæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi, og Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðar- maður Davíðs Oddssonar, sem stefnir að 3. sæti hjá Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík. Hvorugur hefur nokkrar áhyggjur af þeim flokksfélögum sínum sem sitja þar fyrir. Svona eiga menn að vera. Stjórnmálaflokkar geta ekki endurnýjað sig öðruvísi en með innflokksátökum. Jákvæður ófriður JÓN KALDAL SKRIFAR Á toppnum ! Kynningarfundur fyrir nýliða fimmtudaginn 21. september kl. 20 Jötunheimum við Bæjarbraut Hjálparsveit skáta Garðabæ Jötunheimum www.hjalparsveit.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.