Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 40

Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 40
MARKAÐURINN 20. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T Augu fólks eru sífellt að opnast betur fyrir því að taka þarf tillit til ólíkrar menningar í alþjóðlegum samskiptum. Notkun skop- skynsins, sem flestum er tamt með misgóð- um árangri, er angi af þessum fræðum. Eitt af því sem mikilvægt er að átta sig á er að skopið endurspeglar fyrst og fremst menn- ingarheim þess sem það notar. Húmor getur því verið hættulegt vopn í höndum þess sem fer óvarlega með hann eða hagar sér alltaf eins og hann sé í heimabyggð. Ef húmor hins vegar er rétt notaður getur hann greitt fyrir Húmor er ekkert grín Flestum er tamt að beita skopskyninu til að draga úr spennu og bæta andrúmsloftið. Í alþjóðlegum samskiptum getur það þó verið hættulegt vopn, að minnsta kosti í höndum þeirra sem ekki kunna með það að fara. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir talaði við nokkra þaulvana menningarspekúlanta og komst að því að stundum er best að skilja húmorinn eftir heima. Gunnar Beinteinsson er vel kunn- ugur samskiptum við fólk af ýmsu þjóðerni og menningargerðum. Í starfi sínu sem starfsmannastjóri Actavis Group er hann sífellt á ferð og flugi en hjá fyrirtækinu starfa um ellefu þúsund karlar og konur um heim allan, þar af fimm hundruð á Íslandi. „Gegnumsneitt myndi ég segja að flestir deili sama húmorn- um. Eftir því sem maður fer lengra að heiman þarf maður þó að gæta sín betur,“ segir Gunnar. Hann segir nauðsynlegt að nota húmor í sam- skiptum enda hjálpi það fólki við að sjá spaugilegu hliðarnar og gamanið við verkefnin. Það þykir einkennandi fyrir Íslendinga að hafa húmor fyrir sjálfum sér og taka sjálfa sig ekki sérstaklega alvarlega. Þetta segir Gunnar að sé mikill kostur. „Með því að taka okkur mátulega hátíðlega og gera jafnvel svolítið grín að sjálf- um okkur brjótum við ísinn og það virkar vel á fólk. Að vísu þýðir lítið að nota það í Bandaríkjunum, þar myndu margir telja þig bölvaðan kjána ef þú gerðir grín að sjálfum þér.“ Gunnar segir það stundum hafa komið sér á óvart hversu ólík menn- ing Íslendinga og Bandaríkjamanna er þegar kemur að notkun húmors. Það sem Íslendingum þyki fynd- ið geti hreinlega stundum móðgað fólk vestan hafs. Að hans mati eru Evrópubúar, hvort sem er frá henni austan- eða vestanverðri, oft nær okkur Íslendingum þegar kemur að skopskyninu. Þó að Gunnar sé sennilega með- vitaðri en margur um mikilvægi þess að sýna nærgætni innan um fólk frá ólíkum menningarheimum hefur hann átt sína spretti í mis- heppnaðri notkun á húmor. Hann nefnir sem dæmi þegar hann var, í eitt skipti af mörgum, að stjórna fundi þar sem saman voru komnir stjórnendur frá ýmsum starfsstöðv- um Actavis víðs vegar um heim. „Ég var að kynda undir mönnum að koma upp á svið og segja brandara og breytti röddinni þegar ég var að kalla menn upp. Svoleiðis gerði ég góðlátlegt grín að Dönum, Svíum, Bandaríkjamönnum og Bretum sem allir tóku þátt í því hlæjandi. Þegar ég kom að Indverjanum í hópn- um notaði ég hinn fræga „rice and curry“ framburð. Skemmst er frá því að segja að þarna fór ég alveg yfir strikið. Það mátti heyra saum- nál detta og Indverjinn harðneitaði að koma upp og taka þátt í leiknum.“ Gunnar segir þetta atvik þó ekki hafa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér en þarna hafi hann gleymt að taka með í reikninginn að á Indlandi er mikil svokölluð valda- fjarlægð fólks á milli. Þar tíðkast að borin sé virðing fyrir háttsettum mönnum, undir hvaða kringumstæð- um sem er. Indverjanum þótti því að sér vegið og Gunnar gera lítið úr sér með því að gera grín að því hvernig hann talaði. Annars segist Gunnar almennt ganga út frá þeirri sýn að öll séum við eins inni við beinið. „Við viljum láta bera virðingu fyrir okkur og við viljum treysta fólki. Þessir tveir þættir eru lykilþættirnir. Flest fólk er bara fólk eins og við.“ GUNNAR BEINTEINSSON, STARFSMANNA- STJÓRI ACTAVIS GROUP Gunnar segir það mik- inn kost að Íslendingar taki sjálfa sig ekki mjög alvarlega og geti gert grín að sjálfum sér. Skopskynið nauðsynlegt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.