Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 44

Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 44
■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � Samtök iðnaðarins eru stærstu hagsmunasamtök atvinnurekenda á landinu með um tólf hundruð fyrir- tæki og félög sjálfstæðra atvinnu- rekenda innan sinna vébanda. Helgi Magnússon formaður segir Sam- tök iðnaðarins mjög breið. Innan samtakanna séu einyrkjar og iðn- meistarar, álver og allt þar á milli. „Þetta er gríðarlega mikil flóra og þess vegna erum við oft á tíðum að sætta mjög ólík sjónarmið.“ Helgi segir hafa borið á því í opinberri umræðu undanfarin ár að aðilum innan samtakanna hafi verið teflt saman. Þannig hafi verið talað um að hátækniðnaður eigi ekki samleið með stóriðjunni. „Við erum alls ekki sammála þessu og teljum að það sé svigrúm fyrir alla undir sama þaki. Við leggjum megináherslu á að allir geti unnið í góðri sátt og að rými sé fyrir alla.“ Minna hefur farið fyrir þessari umræðu nú eftir að krónan hóf að styrkjast á ný gagnvart erlendum gjaldmiðlum. „Hér fyrr á árinu var talað um að virkjana- og stóriðju- framkvæmdir væru að ryðja öðrum atvinnugreinum út. Með þeim breytingum sem hafa orðið á gengi krónunnar á þessu ári hefur sam- keppnisstaða margra greina batnað til muna,“ segir Helgi. Helgi telur nauðsynlegt fyrir þjóð á borð við þá íslensku að nýta auðlindir og þau tækifæri til tekju- öflunar sem gefast. Sík nýting sé einfaldlega nauðsynleg sé ætlunin að standa undir því velferðarþjóð- félagi sem við höfum komið okkur upp. „Án þess að nýta náttúru- auðlindir okkar og tekjumöguleika getum við ekki gert sömu kröfur. Hins vegar á ekki að ganga svo hart fram að landið bíði þess ekki bætur.“ FRELSISBYLTING Samtök iðnaðarins hafa boðað til fundar hinn 5. október næstkom- andi um náttúruvernd og nýt- ingu náttúruauðlinda; framsögu á fundinum hafa þeir Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra, Andri Snær Magnason rithöfundur og Illugi Gunnarsson, stjórnarmaður í Lands- virkjun. Helgi segir fundinn til marks um þá stefnu samtakanna að reyna að sætta sjónarmið náttúruverndar- sinna og þeirra sem vilja nýta auðlindir. „Við viljum umfram allt stuðla að upplýstri umræðu um hvernig megi ná sátt í samfélaginu milli náttúruverndar- og nýtingar- sjónarmiða. Þetta eru að okkar mati meðal mikilvægustu úrlausnarefni íslensks samfélags.“ Samtök iðnaðarins hafa talsverð samskipti við ríkisvaldið. Einkum við gerð löggjafar sem snertir iðnað í landinu. „Stundum þurfum við að takast á, enda ekki hægt að búast við því að allir séu sammála öllum stundum. Samtök iðnaðarins eru hagsmunasamtök og við verðum að líta eftir hagsmunum okkar félagsmanna, smárra sem stórra. Við reynum að koma okkar sjónar- miðum á framfæri af festu, en með sanngirni að leiðarljósi.“ Afstaða samtakanna er sú að ríkisvaldið eigi að setja lagaramma, innan þess ramma þurfi athafna- frelsið að rúmast. Helgi telur það hlutverk samtakanna að láta heyra í sér þegar gengið er á athafnafrelsið og að berjast fyrir auknu olnboga- rými. Helgi segir íslenskt samfélag hafa gjörbreyst til batnaðar síðustu fimmtán ár. Raunar væri umfjöllun um þá byltingu sem orðið hefur efni í heila bók; frjálsræði í viðskiptum hafi aukist og ríkisvaldið í auknum mæli dregið sig í hlé. „Þótt samtök á borð við okkar séu alltaf að berj- ast fyrir einhverju og að láta í sér heyra verður maður að vera sann- gjarn og viðurkenna að hér hefur orðið alger bylting. Við búum í miklu betra samfélagi nú en fyrir nokkrum árum.“ Helgi telur að fólkið í landinu finni áþreifanlega fyrir þeirri breyt- ingu sem orðið hefur. Kaupmáttur í landinu hafi aukist til muna, atvinnuleysi sé nánast ekkert og hagvöxtur hafi verið mikill undan- farin ár. „Við þurfum auðvitað að fást við einhver vandamál. Aðal- atriðið er þó að það sé alltaf meira til skiptanna fyrir samfélagið í heild. Umræðu um tekjuskiptingu í þjóð- félaginu lýkur aldrei, en er meira á borði stjórnmálamanna en samtaka á borð við okkar.“ Helgi telur afar mikilvægt að haldið verði áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Með því að veita atvinnulífinu, fyrirtækjum og fólkinu í landinu svigrúm verði tækifærin til. OPINSKÁ UMRÆÐA UM ESB Samtök iðnaðarins vilja skoða mögulega aðild Íslands að Evrópu- sambandinu og upptöku evrunn- ar sem gjaldmiðils. Fjörutíu og sex prósent landsmanna eru sama sinnis en þriðjungur því mótfallinn, samkvæmt nýlegri könnun Sam- taka iðnaðarins. Í könnuninni kom fram að 58 prósent landsmanna væru hlynnt því að taka upp aðildar- viðræður við Evrópusambandið en einungis fjórðungur mótfallinn. Fjörutíu og sjö prósent svarenda vildu taka upp evru, en fjörutíu prósent töldu upptöku evrunnar ekki fýsilegan kost. Helgi segir samtökin lengi hafa viljað stuðla að virkri umræðu um Evrópumálin. Sú umræða sé í fullum gangi og raunar sjái ekki fyrir endann á henni. „Þegar gengi krónunnar sveiflast, líkt og það gerði fyrr á þessu ári, er óhjákvæmi- legt að umræða um Evrópusam- bandið og evruna magnist. Þetta er gríðarlega stórt og flókið mál og hvorki upptaka evru né innganga í Evrópusambandið getur orðið ein- hver galdralausn. Hins vegar má opinská og málefnaleg umræða um þessi mál ekki deyja út.“ Helgi segist raunar ekki eiga von á stórum tíðindum af þessum málum í bráð, enda kosningavetur í nánd og fátt bendi til þess að Evrópusambands- aðild verði að kosningamáli. Helgi telur það hlutverk og skyldu Samtaka iðnaðarins að stuðla að opinskárri og fordóma- lausri umræðu um jafn mikilvægt málefni og Evrópusambandsaðild er. „Við höfum látið gera könnun um þessi mál fyrir okkur tvisvar á ári. Nauðsynlegt er að fylgjast með því hvernig þjóðin er innstillt í þessum málum. Þetta eru upplýs- ingar sem við teljum mikilvægar og nauðsynlegt að halda til haga. Ætlun okkar er alls ekki að reyna að stýra umræðunni.“ STÖÐUGLEIKINN MIKILVÆGUR Ein helstu rök þeirra sem hlynntir eru Evrópusambandsaðild og upp- töku evrunnar eru þau að mynt- kerfið hér sé of lítið til að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Afleiðingin sé sú að krónan sveiflist til og frá og ýti undir óstöðugleika í hagkerfinu. Helgi segir Samtök iðnaðarins fyrst og fremst vilja að stöðugleiki í hagkerfinu sé tryggður, enda séu sveiflur slæmar fyrir iðnað í land- inu. „Ef upptaka evrunnar tryggir þann stöðugleika verður auðvitað að skoða þann kost. Sjálfur er ég hins vegar ekki sannfærður um að upptaka evrunnar sé nein galdra- lausn í þeim efnum.“ Samtök atvinnulífsins hafa verið hávær í gagnrýni sinni á hagstjórn Seðlabankans. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, hefur meðal annars sagt bankann vera öfugu megin í hagsveiflunni og að hætt sé við að Seðlabankinn standi uppi skotfæralaus í næstu uppsveiflu; stýrivextir verði þá einfaldlega of háir og verðbólga rjúki upp úr öllu valdi. „Ég get alveg tekið undir það með Vilhjálmi að síðasta vaxta- hækkun var óheppileg. Tími er kom- inn til að láta af hávaxtastefnunni,“ segir Helgi. Helgi telur framtíð íslensks iðn- aðar bjarta. Mikill uppgangur hafi verið undanfarin ár. Hann segist vona að fyrirtæki standi vel eftir uppsveiflu undanfarinna ára, en býst þó ekki við skarpri niður- sveiflu í efnahagslífinu. „Ég met það þannig að fólk í fyrirtækja- rekstri hafi öðlast mikla reynslu á undanförnum árum. Því ætti ekk- ert að koma á óvart þótt dragi úr þenslu, fyrirtæki verða einfaldlega að aðlagast og vera undirbúin undir næstu uppsveiflu. Mín spá er sú að uppsveiflan komi fyrr en seinna.“ Þurfum að sætta ólík sjónarmið Samtök iðnaðarins eru stærstu hagsmunasamtök landsins. Helgi Magnússon, formaður samtakanna, segir alrangt að halda því fram að hagsmunir hinna ýmsu iðngreina fari ekki saman. Hann telur það hlutverk samtakanna að stuðla að opinskárri umræðu um mikilvæg málefni á borð við aðild að Evrópu- sambandinu og upptöku evrunnar. Mikilvægasta viðfangsefni íslensks þjóðfélags sé hins vegar að sætta sjónarmið um náttúruvernd og nýtingu auðlinda. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, á Iðnþingi 2006. Hann segir hlutverk og skyldu samtakanna að stuðla að opinskárri og fordómalausri umræðu um Evrópusambandið. MYND/E.ÓL.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.