Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 46

Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 46
■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■6 Ekki eru allir þeirrar skoðunar að háir vextir séu af hinu illa. Fjár- magnseigendur og fjármálastofn- anir njóta góðs af háum vöxtum á kostnað skuldara. Það má ugglaust halda því fram að hátt matvælaverð hér á landi sé af hinu góða fyrir framleiðendur, úrvinnsluaðila og kaupmenn. Með stefnu sinni í Evrópumál- um og skattlagningu matvæla eru stjórnvöld í reynd að segja íslensku þjóðinni að henni henti best að búa við háa vexti og hátt matvælaverð. STJÓRNMÁLAMENN OG KJÓS- ENDUR ÓSAMMÁLA Ekki leikur nokkur vafi á að vaxandi fylgi við aðild að ESB og upptöku evru í stað íslenskr- ar krónu er til vitnis um það að almenningur á Íslandi er ekki sammála þessari stefnu. Flestir forystumenn flokk- anna finna ESB og evrunni allt til foráttu og hafa haft þann söng uppi um árabil. Kannanir sýna hins vegar að þeirra eigin kjósend- ur eru allt annarr- ar skoðunar. Þannig eru þeir sem afstöðu taka og vilja taka upp aðildarviðræður um ESB-aðild í meirihluta í öllum flokkum. Sömuleiðis er meirihluti í öllum flokkum nema VG fyrir því að taka upp evru í stað íslensku krónunnar. HENTAR OKKUR BEST AÐ HAFA DÝR MATVÆLI OG HÁA VEXTI? Stjórnmálamenn neita að horfast í augu við þá staðreynd að vextir hér eru og verða alltaf hærri en í nágrannalöndum okkar. Við náum aldrei þeim stöðugleika verðlags og gengis sem að er stefnt. Verð- bólga er hér sjaldnast innan settra verðbólgumarka. Við munum til eilífðarnóns semja hér um meiri launahækkanir en nágrannaþjóðir okkar af því að við borgum laun í íslenskum krónum. Erlendir fjármagnseigendur koma vissulega með mikið fé inn í íslenska hagkerfið um þessar mundir en þeir fjárfesta ekki í íslenskum atvinnurekstri. Þeir koma einungis til að hirða vaxta- mun þegar vextir hér eru orðnir 3-4 faldir miðað við nágrannalöndin. Þannig hafa spákaupmenn tekið íslensku krón- una í gíslingu. Matvælaverð hér var, síð- ast þegar það var skoðað, 48% hærra en að meðaltali í ESB. Sú staða hefur versnað ef eitthvað er. Almenningur í landinu er ekki sáttur við þetta en stjórnvöld telja að þetta sé okkur fyrir bestu. EKKERT GERIST Því er haldið fram að aðild að ESB hafi ekkert með matvælaverð að gera. Við getum sjálf breytt skött- um og tollum á matvælum. Þetta er ugglaust fræðilega hægt rétt eins og það er fræðilega hugsan- legt að hér verði einhvern tíma sömu eða lægri vextir heldur en í evrulöndunum. Gallinn er bara sá að þetta gerist ekki. HVAÐ GERÐU SVÍAR? Á fróðlegum fundi, sem SVÞ stóðu fyrir nú nýlega, rakti Tomas Svat- on frá Svensk Dagligvaruhandel þróun matvælaverðs í Svíþjóð undanfarin 15 ár. Neysluvísitalan í Svíþjóð hefur hækkað um 35% en matvælaverð innan við 5%. Getum við eitthvað lært af Svíum í þess- um efnum? Hvernig fóru þeir að? 1. Þeir drógu verulega úr innflutn- ingshömlum og niðurgreiðslum á landbúnaðarafurðum upp úr 1990. 2. Þeir gengu í ESB 1995 og afnámu þar með hindranir í viðskiptum með matvæli innan ESB. 3. Þeir afnámu vörugjöld og settu öll matvæli í eitt VSK-þrep sem er 12% en almennt er VSK 25% í Svíþjóð. 4. Þeir hafa fengið inn á sænska markaðinn samkeppni frá stórum matvörukeðjum í Evr- ópu sem ekki höfðu áður haft áhuga á að starfa á sænskum matvörumarkaði. VIÐ VITUM HVAÐ ÞARF AÐ GERA: Afnema tolla og hindranir. Lag- færa skattlagningu og afnema vörugjöld og tryggja öfluga sam- keppni á markaði. Því miður segir reynslan okkur að flest þau fram- faraspor, sem stigin hafa verið hér á landi varðandi frelsi í viðskipt- um og skýrar og eðlilegar leikregl- ur á markaði, hafa komið að utan og oftar en ekki hefur þeim verið þvingað upp á okkur á grundvelli alþjóðlegra skuldbindinga. Stærsta skrefið í þeim efnum er auðvitað EES-samningurinn. Það er alveg rétt að við getum ýmislegt gert til að lækka matvælaverð á Íslandi en það gerist bara ekkert. EÐLILEGAR ÁHYGGJUR Íslenskur framleiðsluiðnaður fékk 10 ára aðlögunartíma þegar tollar voru felldir niður af iðnaðarvöru með samningum um EFTA-aðild og fríverslunarsamningum við Efnahagsbandalag Evrópu sem þá var. Það er alveg skiljanlegt að þeir sem starfa í íslenskum land- búnaði og úrvinnsluiðnaði hafi af því áhyggjur þegar lagt er til að minnka eða fella niður þá miklu tollvernd sem nú er hér á landi. Því var líka spáð að finnsk- ur og sænskur úrvinnsluiðnaður myndi að mestu leggjast af með ESB-aðildinni. Sú varð ekki raun- in en það urðu verulegar breyt- ingar í iðnaðinum. Nú sýna tölur hins vegar að sala hefur aukist í þessum iðnaði og Svíar flytja nú út mun meira af landbúnaðarvör- um en þeir áður gerðu. Í ÖKKLA EÐA EYRA Eðlilegt og best væri að tollar og aðrar viðskiptahindranir á sviði landbúnaðarvara væru afnumdar í áföngum og með alþjóðlegu sam- komulagi á vettvangi WTO. Þess vegna er beinlínis átakanlegt að sjá að við Íslendingar erum í hópi þeirra þjóða sem harðast beita sér gegn tollalækkunum á landbúnaðarafurð- ir en heimtum síðan fríverslun með fisk og ætlum síðan að gera fríversl- unarsamning við Kína sem ekkert vestrænt ríki hefur treyst sér til að gera. Áhugi okkar á fríverslun er vægast sagt ýmist í ökkla eða eyra. Matarverðið og vextirnir Kosningafundur í Malmö fyrir nýafstaðnar þingkosningar í Svíþjóð. Undanfarin 15 ár hefur neysluvísitalan í Svíþjóð hækkað um 35 prósent en matvælaverð um innan við 5 prósent. Greinarhöfundur spyr hvort við getum eitthvað lært af Svíum í þessum efnum og hvernig þeir hafi farið að. Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar um matvælaverð. Skýringarmynd sem fylgdi fyrirlestri Tomas Svaton og sýnir hvaða áhrif afnám hafta og niðurgreiðslna, aðild að ESB, breytingar á VSK og vörugjöldum og erlend samkeppni hefur á matvælaverð. 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.