Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 75

Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 75
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 S K O Ð U N Fyrirtæki eitt á höfuðborgar- svæðinu með stóran bílaflota var með mikla starfsmannaveltu. Kostnaður vegna bifreiðanna var mikill, mikið um tjón, bílarnir oft illa útlítandi og lítil virðing borin fyrir þeim. Ljóst var að bílarn- ir, sem eru andlit fyrirtækisins út á við, voru slæm auglýsing í umferðinni. Forsvarsmenn fyrirtækisins ákváðu að fara í forvarnarsam- starf við tryggingafélag sitt í von um að fækka mætti tjón- um. Tryggingafélagið setti upp aðgerðaáætlun með fyrirtækinu sem ákveðið var að fylgja eftir. Það fyrsta og mikilvægasta var að forsvarsmenn fyrirtæk- isins höfðu trú á að hægt væri að bæta ástandið. Þeir gerðu sér grein fyrir að lykillinn að bættu umferðaröryggi væri að hafa góða starfsmenn. Ráðist var í að funda með þeim, finna vandann, gera þá ábyrgari fyrir bílunum, umbuna þeim fyrir vel unnin störf og hrósa þeim þegar vel gekk. Tryggingafélagið hélt nám- skeið fyrir bílstjórana og fundaði reglulega með þeim til að kynna þeim stöðuna. Settir voru ökuritar í ákveðna bíla til að skoða hvernig aksturinn var og hvort aðgerðirnar skiluðu árangri. Fljótlega fór árangurinn að koma í ljós. Tjónum fækkaði, bílarnir fóru að líta betur út og rekstrarkostnaður á þeim lækkaði og almennt viðhald varð minna. Það sem gerðist einnig var að ánægja starfsmanna jókst og starfsmannaveltan minnkaði. Ljóst var að með aðgerðunum batnaði rekstrarafkoma bíl- anna auk þess sem ímynd fyrirtækisins í umferðinni varð betri. Vinna við að auka umferðaröryggi í fyrirtækjum er ekki átaksverkefni, hún þarf að vera stöðug. Við höfum nokkur dæmi um fyrirtæki sem ætluðu að bæta ástandið með tímabundinni vinnu, ástandið lagaðist í nokkra mánuði en fór síðan versnandi smátt og smátt og að lokum var allt komið í sama horf og var fyrir átakið. Ljóst er að fyrirtæki bera mikla ábyrgð á bættu umferð- aröryggi starfsmanna sinna. Með námskeiðum og fundum um umferðar- öryggi var ekki aðeins verið að auka öryggi starfsmanna í vinn- unni, heldur hafði þessi vinna einnig áhrif á viðhorf þeirra almennt í umferðinni og breytti akstri þeirra í frítím- anum líka. Það er einnig hagur fyrirtækja að starfsmenn þeirra slasist ekki í frítímanum. Í ljósi umræðna á síðustu misserum um hraðakstur og ofsa- akstur hvetjum við forsvarsmenn fyrirtækja til að skoða þessi mál og sjá hvort ekki þurfi að taka til hendinni á þessu sviði. Einar Guðmundsson forstöðumaður Sjóvár forvarnahúss Hvað geta fyrirtæki gert til að auka umferðaröryggi? ���������������������������������������������������������������������� ����� ���� ����� ���������� ������������ �� ��������� ����� ���� ����������� ����������������� ���� ������������� �������� �� ��� ������ ��� ������ �������������� � � ����� ��������� ��� ����� ���� ������ ������������� ��� ��������������� ��������������� �� ������ ����� ����� �������������� ���� ��������������� S P Á K A U P M A Ð U R I N N Stundum er helvíti gott að geta kallað sig fagfjárfesti. Ég keypti auðvitað slatta í útboðinu á Exista og Marel, enda veiðin bæði sýnd og gefin. Maður tók náttúrlega slatta í gegnum fjárfestingar- félög og svo auðvitað á kennitölur allrar ættarinnar eins og venju- lega. Ættin hefur alltaf verið til í að lána kennitölunnar sínar eða selja fyrir slikk. Það verður að segjast eins og er að maður er ættarlaukurinn því fæstir í fjöl- skyldunni reiða fjármálavitið í þverpokunum eða annað vit, svo maður opinberi nú eigin hroka. Ég dró fram gamla excelskjal- ið úr bankaútboðunum og hringdi á línuna. Ég hef ekkert verið að upplýsa fjölskylduna um að ég hef grætt margar milljónir á kennitölunum þeirra undanfarin ár. Býð þeim bara í gott jólaboð fullt af kampavíni og fíneríi og svo eru allir sáttir. Það er alveg ótrúlegt hvað margir eru tilbún- ir til að láta augljós tækifæri framhjá sér fara. Það eina sem ég hef þurft að glíma við er að þegar maður er með bestu veiði- mönnunum á markaðnum finnst manni svona geim nánast of auð- velt. Svona eins og fyrir flinkan fluguveiðimann að taka þátt í laxaslátrun í laxeldisstöð. Ég hef stundum reynt að útskýra það sem ég fæst við fyrir venjulegu fólki. Það eru ekki margir sem skilja um hvað er að ræða. Helst hefur mér fundist ég ná skilningi hjá ölvuð- um listamönnum. Það er einhver sameiginlegur tónn í allri snilld heimsins. Eins og allir snillingar þarf ég sífellt að leita nýrrar ögrunar; vinna ný lönd. Ég er ánægður með að OMX sé að kaupa Kauphöllina. Þar liggja tækifæri og svo vil ég sjá opnast möguleika á að skorts- elja bréf. Fyrir ykkur sem ekki eru innvígð þýðir það að fá lánuð hlutabréf og veðja á að verð- ið á þeim lækki. Þannig var ég algjörlega búinn að sjá fyrir að Dagsbrún myndi taka smá dýfu, en af því að möguleikinn á skort- stöðu var ekki fyrir hendi nema í einhverjum safnsjóði, þá varð maður af því tækifæri. Ekki gat maður farið að plata ættingjana í svona díl. Maður er engin skepna. Þótt kennitölurnar séu góður biti fer maður ekki að háma í sig þá sem á bak við þær standa. Spákaupmaðurinn á horninu Verðmætið í kennitölunum Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 Saab turbo 3.090.000 kr. 2.990.000 kr. Saab 9-3 Combi Turbo, sjálfskiptur Saab 9-3 Sedan Turbo, sjálfskiptur Nú geturðu fengið þér þotu á viðráðanlegu verði Saab á að baki áralanga sögu sem herþotuframleiðandi auk þess að framleiða hina virtu Saab bíla. Saab 9-3 hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir öryggi og aksturseiginleika. Stórkostleg hönnun, öflug vél, frábærir hemlar og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum.� Nú bjóðum við þér þotuna í Saab bílaflotanum, 9-3 Turbo, á frábæru verði. Komdu og reynsluaktu! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.