Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 77

Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 77
H A U S MARKAÐURINN það segir sig sjálft að orkuverðið virðist samkeppnishæft, ekki síst í því ljósi að orkuverð hefur farið mjög hækkandi í heiminum á undanförnum misserum og mán- uðum. Þar af leiðandi skapast enn aukinn áhugi á starfsemi okkar hér.“ Að auki segir hann að hér sé um að ræða svokallaða græna orku, en mikill akkur sé í því fyrir mörg fyrirtæki, markaðs- setningar þeirra vegna, að geta nýtt sér græna orku í framleiðslu sinni, í stað kola eða olíu. Í samkeppni um fjárfesting- ar útlendinga hafa mörg lönd, svo sem Írland og Kanada, auk einhverra ríkja Austur-Evrópu, gripið til sértækra aðgerða á borð við skattaívilnanir og niður- fellingu margvíslegra aðstöðu- gjalda. „Almennt er slíku ekki til að dreifa hér á landi. Undanfarin 10 til 12 ár hefur ríkisstjórn- in lagt áherslu á að skapa sam- keppnishæft umhverfi og að gera skattaumhverfið eins hag- fellt og einfalt og mögulegt er. Sveitarfélögin sjálf geta svo að sjálfsögðu tekið um það ákvörð- un, vilji fyrirtæki staðsetja sig hjá þeim, hvort þau vilja gefa eftir einhver gjöld.“ Þá bætir Þórður við að ívilnanir einar og sér séu sjaldan úrslitaatriði þótt vissulega geti þær hjálpað til. „Oft á tíðum nota ríki, borgir og lönd ívilnanir til að bæta fyrir aðra ágalla, svo sem lélega inn- viði, illa menntað vinnuafl, eða fleiri slíka þætti. Á móti kemur svo líka oft að þessi ríki gera kröfur um tiltekið atvinnustig, svo sem um ákveðinn fjölda sem ráða þurfi inn í fyrirtækin og þetta þekkist til dæmis í Austur- Evrópu. „Almennt má segja að fjár- festingarumhverfið hér á landi sé orðið tiltölulega hagstætt fyrir erlenda fjárfesta bæði lagalega og viðskiptalega. Ef horft er á sóknarfærin sem ég hef nefnt er t.d. ljóst að litlar sem engar takmarkanir eru á erlendri fjár- festingu á þeim sviðum.“ Þá segir hann ljóst að ávinningur af beinum fjárfestingum útlendinga hér á landi sé fjölþættur. „Þær auka fjölbreytni atvinnulífsins, skapa auknar skatttekjur og auka möguleika ungs vel menntaðs fólks á því að fá vellaunuð störf. Beinar erlendar fjárfestingar eru oft fljótvirkasta og auðveld- asta leiðin til að skapa betri og hærra launuð störf í annars til- tölulega fábreyttri atvinnuflóru og styrkja stoðir fyrirtækja sem þegar eru fyrir í landinu.“ SAMLEIÐ MEÐ FYRIRTÆKJUM Það sem hæst ber í starfi Fjárfestingarstofunnar um þess- ar mundir segir Þórður að séu áform um kynningu á þeim svið- um þar sem samkeppnisstyrkur landsins er hvað mestur, „svo sem í þekkingariðnaði, líftækni og skyldum greinum“. Þá er verið að vinna úr fyrirspurnum um staðsetningu hér á landi, bæði úr þekkingar- og líftæknigeira og eins frá fyrirtækjum í orkufrek- um iðnaði sem tengjast þá öðrum sviðum en áli. Slík fyrirtæki geta verið af ýmsum toga, svo sem í trefja-, eða kísilflöguiðnaði. „Það eru iðngreinar sem vaxa mjög hratt í heiminum,“ segir Þórður og bætir við að í þennan flokk falli líka svokölluð netþjóna- bú, en Fjárfestingarstofan kom nýlega að því að aðstoða fyrir- tækið Data Íslandia í að kynna samkeppnishæfni íslenskrar upplýsingatækni á alþjóðlegum markaði á stærstu ráðstefnunni um upplýsingatækni og gagna- hýsingu, Storage Network World, í Frankfurt í Þýskalandi. Þórður segir að auk fyrir- spurna sem berist erlend- is frá og kynningarstarfs Fjárfestingarstofunnar þar, felist hluti starfseminnar í aðstoð hér innanlands. Þar ber einna helst verkefnið um möguleika flug- vallarsvæðisins í Keflavík þar sem sveitarfélögin á svæðinu leit- uðu til Fjárfestingarstofunnar. „Og við leiðum þá vinnu,“ segir hann og kveður íslensk fyrirtæki geta leitað til stofunnar ef leita þurfi að erlendum fjárfestum í tengslum við uppbyggingu nýrrar starfsemi, en oft á tíðum geti verið mikið hagræði í því að sam- eina kraftana. „Við erum búin að taka saman mikið af upplýsing- um um Ísland og það umhverfi sem mætir fjárfestum hér og sú vinna getur vissulega gagnast margvíslegum fyrirtækjum sem kynna þurfa, ekki bara sjálf sig, heldur það umhverfi sem þau starfa í.“ Þórður segir að nú sé lag að kynna Ísland sem fjárfestingar- kost vegna þess hve samkeppn- isstaða landsins hafi batnað á undanförnum árum. „Í okkar starfsemi leggjum við mikla áherslu á samstarf við ýmsa aðila í þjóðfélaginu um kynningu. Við erum til dæmis að vinna með íslenskum einkafyrirtækjum þ.e. banka, Kauphöll Íslands og nokkrum endurskoðunarfyrir- tækjum í kynningu á möguleik- um fjármálatengdrar starfsemi hér á landi. Við vinnum með sveitarfélögunum að kynningu í sambandi við Keflavíkurflugvöll og tökum áfram að okkur slík verkefni. Okkar aðferðafræði er sú að fá í lið með okkur alla þá sem raunverulega hafa áhuga og hag af því að eitthvað gerist í erlendri fjárfestingu hér heima.“ 15MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 F Y R I R TÆ K I CLINT EASTWOOD Verkefnið Film in Iceland hefur dregið hingað fjölda erlendra stór- stjarna á borð við Clint Eastwood, sem hér sést að ofan með föruneyti. MARKAÐURINN/E.ÓL. � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � �
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.