Fréttablaðið - 20.09.2006, Qupperneq 80
MARKAÐURINN 20. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR18
F Y R S T O G S Í Ð A S T
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
skrifar
Hér á landi eru engar merkingar
á kínversku, hvorki í Flugstöðinni
né annars staðar, skortur er á kín-
verskumælandi túlkum og leið-
sögumönnum og lítið sem ekkert
sérhæft efni er til sem sniðið
er að Kínverjum. Hótelherbergi
mætti laga betur að þeirra smekk
og þörfum, vestrænn morgun-
verður er þeim oft ekki að skapi
- þeir eru til að mynda vanir
heitum mat á morgnana - en fáir
staðir taka tillit til þess. Þar að
auki eru margir Kínverjar hrifn-
astir af eigin matargerð en fátt
er um kosti þegar snýr að úrvali
af kínverskum veitingastöðum.
Þetta var meðal þess sem
kom fram á morgunverð-
arfundi Útflutningsráðs,
Viðskiptaþjónustu utanríkisráðu-
neytisins og Ferðamálastofu þar
sem fundargestir veltu því fyrir
sér hvernig laga mætti íslenska
ferðaþjónustu að þörfum kín-
verskra ferðamanna, sem viðbúið
er að muni fjölga gríðarlega hér
sem annars staðar í heiminum á
komandi árum.
Á fundinum voru þau Isis
Cai og Pétur Yang Li, viðskipta-
fulltrúar við sendiráð Íslands í
Peking. Isis sagði meðal annars
frá því hverjar þarfir kínverskra
ferðamanna væru og benti á
hvernig mætti bæta þjónustuna
við þá. Pétur fræddi fundar-
gesti um menningarlegan mun á
Kínverjum og Vesturlandabúum
og hvernig mætti brúa það bil
sem myndast getur í samskiptum
þeirra á milli.
Fundinum stjórnaði Eiður
Guðnason, fráfarandi sendi-
herra Íslands í Kína. Sagðist
hann hafa komist að því þegar
hann gegndi starfi sendiherra í
Kína að Kínverjar vissu töluvert
mikið um Ísland. Það væri ekki
síst vegna þess að Ísland á sitt
eigið nafn á kínversku - Bingdao
- eða íseyjan. Hin Norðurlöndin
eru ekki svo heppin. Hann sagði
hreina vatnið, víðernið og fólks-
fæðina meðal þess sem helst hrifi
Kínverja við Ísland, enda engu af
þessu fyrir að fara í stórborgum
í Kína.
Ársæll Harðarson, for-
stöðumaður markaðssviðs
Ferðamálastofu, tók í sama
streng og Eiður. Sagði hann þá
staðreynd að Ísland ætti sér nafn
á kínversku afar mikilvæga í
markaðsstarfi Ferðamálastofu í
Asíu. Hann segir stofuna gera
ráð fyrir því að ferðamönnum
frá Asíu muni fjölga hraðast
allra markaðssvæða í framtíð-
inni. Kínverjar ferðast mest á
tímabilinu maí til nóvember og
einkum og sér í lagi á seinni hluta
þess tímabils. Með því að vekja
áhuga Kínverja á Íslandi mætti
því lengja ferðamannatímann
hér á landi, sem er eitt af mark-
miðum ferðamannaiðnaðarins.
Álitið er að um 120 milljónir
Kínverja muni fara til útlanda
árið 2020 en til samanburðar
ferðuðust 29 milljónir Kínverja
úr landi árið 2004. Gríðarlegur
hagvöxtur hefur verið í landinu
að undanförnu og kaupmáttur
aukist gríðarlega. Þar að auki eru
einungis fáein ár frá því losað
var um þær hömlur að Kínverjar
þurftu sérstakt boðsbréf til að
ferðast til útlanda. Þetta hefur
gert það að verkum að Kínverjar
eiga nú mun auðveldara með að
ferðast en áður.
Eitt af því sem taka verð-
ur tillit til er að ferðamynstur
Kínverja er allt annað en okkar.
Þegar þeir leggja land undir fót
ferðast þeir langoftast í hópum
og vilja sjá mörg lönd á fáum
dögum. Þannig má gera ráð fyrir
að kínverskir ferðamenn sem
hingað koma staldri við í tvo til
fjóra daga. Kínverskum ferða-
mönnum á Íslandi hefur fjölgað
verulega ár frá ári og sú þróun
heldur hratt áfram upp á við.
Því er ekki seinna vænna að átta
sig á því hvaða þarfir þessi ört
vaxandi hópur hefur. Vafalaust
liggja mörg tækifæri falin hand-
an við hornið og bíða þess að
verða gripin.
Að krækja í kín-
verska ferðamenn
Kínverskum ferðamönnum á Íslandi fjölg-
ar ár frá ári. Ferðamynstur Kínverja er allt
öðruvísi en Íslendingar eiga að venjast og
ýmislegt þarf að gera til laga ferðaþjónustu
hér á landi að þeirra þörfum.
KÍNVERSKUM FERÐAMÖNNUM FER HRATT FJÖLGANDI UM HEIM ALLAN Ísland
á sér eigið nafn á kínversku - Bingdao eða íseyjan - sem þykir mikill kostur í markaðsstarfi
Ferðamálastofu í Kína. Kínverjar hrífast helst af hreina vatninu, víðerninu og fólksfæðinni
hér á landi.
Síðumúli 28
108 Reykjavík
Ísmar hefur flutt starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði
að Síðumúla 28.
Opið hús sunnudaginn 24. september kl. 13-17, þar sem
kynntar verða helstu nýjungar sem fyrirtækið býður upp
á fyrir framkvæmda- og fagaðila.
Verið velkomin.
Sími 510 5100 www.ismar.is
Athugið nýja staðsetningu okkar!
E 359973.547 N 406534.807
Ic
o
n
A
u
g
lý
s
in
g
a
h
ú
s