Fréttablaðið - 20.09.2006, Qupperneq 81
19
Gervilima- og stoðtækjafyrir-
tækið Össur hefur skrifað undir
styrktarsamning við Oscar
Pistorius, nítján ára gamlan
heimsmethafa í 100, 200 og 400
metra hlaupi í sínum flokki. Tvö
metanna setti hann nýverið á
heimsmeistaramóti fatlaðra í
Assen í Hollandi.
Oscar, sem er fótalaus fyrir
neðan hné á báðum fótum, var
hér á landi í síðustu viku til að
aðstoða við prófun hlaupafóta
sem Össur sérsmíðar á hann og
stefnir á að keppa við ófatlaða
hlaupara á Ólympíuleikunum í
Kína. Til þess að það geti orðið
að veruleika segist hann þurfa
að bæta tíma sinn í 400 metra
hlaupi um eina og hálfa sekúndu
á næstu tólf
mánuðum. “Það
verður sjálfsagt
rosalega erf-
itt, en ég held
að það sé vel
m ö g u l e g t
og þá ekki
síst vegna
þ e i r r -
ar miklu
aðstoðar sem ég nýt frá
Össuri,” segir hann. Besti tími
Oscars í 400 m hlaupi er 47,3
sekúndur en til að keppa meðal
ófatlaðra þarf hann að ná að
hlaupa 400 metrana á 45,5 til 45,8
sekúndum. Til samanburðar má
nefna að besti tími í 400 metra
hlaupi karla hér á landi á þessu
ári er 48,86 sekúndur. Þannig er
hans besti tími um einni og hálfri
sekúndu betri en sá besti hjá
íslenskum hlaupurum það sem
af er árinu.
“Markmið Oscars er að ná lág-
markstíma í 400 metra hlaupi til
þess að keppa á Ólympíuleikum
meðal ófatlaðra árið 2008 og
yrði hann þar með fyrsti fatlaði
íþróttamaðurinn til að ná slíkum
árangri,” segir Jón Sigurðsson,
forstjóri Össurar, og bætir við
að fyrirtækið sé stolt af því
að fá að hjálpa honum að ná
þessu metnaðarfulla markmiði.
“Ég sagði við Oscar að ég gæti
óhræddur lofað hverjum þeim
forstjórastöðu hjá fyrirtækinu
sem þættist geta unnið hann
í spretthlaupi, enda
er enginn á landinu
jafnsprettharður og
hann. Oscar er hrað-
skreiðasti hlauparinn
sem staddur er á land-
inu og þó hefur hann
misst báða fætur,”
benti forstjórinn á í
ræðu sinni, en Oscar
var aflimaður á báðum
fótum vegna fæðingar-
galla þegar hann var
einungis ellefu mánaða
gamall. Össur styrk-
ir Oscar með fjárfram-
lagi út árið 2010 ásamt
því að sérsmíða á hann
hlaupafætur.
Össur er alþjóð-
legt fyrirtæki sem
hannar og framleið-
ir stoðtæki, spelkur
og stuðningsvörur.
Fyrirtækið er leiðandi
á sínu sviði og annar
stærsti stoðtækjafram-
leiðandinn í heiminum. Hjá
fyrirtækinu starfa um 1.200
starfsmenn á þrettán starfs-
stöðvum víðs vegar um heim.
Höfuðstöðvarnar eru hins vegar
hér á landi, en starfsstöðvarnar
eru í Bandaríkjunum, Kanada,
Hollandi, Bretlandi, Svíþjóð og
Ástralíu.
Á vef fyrirtækisins kemur
fram að hlutverk þess sé “að
hjálpa fólki að njóta sín til fulls”
með því að ryðja úr vegi lík-
amlegum hindrunum af völdum
sjúkdóma eða aflimunar með
því að framleiða bestu stoð- og
stuðningstæki sem völ sé á. “Sú
þekking sem skapast hefur innan
fyrirtækisins er grunnurinn
að auknum vexti og nýsköpun
í rannsóknar- og þróunarstarfi
fyrirtækisins. Metfjárfesting á
þessu sviði speglast í þeim mikla
fjölda af nýjum vörum sem eru
kynntar á hverju ári,” segir þar
og áréttað er að áfram muni fjár-
fest í öflugu rannsóknar- og þró-
unarstarfi, en hluti af slíku starfi
er þróun sérstakra hlaupafóta á
borð við þá sem Oscar Pistorius
kemur til með að nota.
SKRIFAÐ UNDIR Oscar Pistorius, suður-afrískur spretthlaupari, og Jón Sigurðsson, forstjóri
Össurar, skrifa undir samning þar sem Össur skuldbindur sig til að styrkja hlauparann unga,
sem er fótalaus neðan við hné, bæði fjárhagslega og með hönnun gervifóta sem gera eiga
honum kleift að keppa við fullfríska íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
MYND/GVA
Össur styrkir
spretthlaupara
HLAUPAFÓTUR á
borð við þann
sem Oscar Pistorius
kemur til með
að nota.
Markmið Oscars er að ná lágmarkstíma í 400 metra
hlaupi til þess að keppa á Ólympíuleikum meðal
ófatlaðra árið 2008 og yrði hann þar með fyrsti fatl-
aði íþróttamaðurinn til að ná slíkum árangri
ha
gb
an
n
ha
gb
ar
ðu
rh
ag
be
it
ha
gb
or
in
n
ha
gf
ár
ha
gl
ít
ill
ha
gf
el
ld
ur
ha
gf
el
li
ha
gf
ræ
ði
ha
gf
ræ
ði
ng
ur
ha
gf
æ
ri
ng
ur
ha
gf
æ
ri
ng
s l
am
bh
ag
ih
ag
ke
rf
ih
ag
kv
eð
lin
ga
há
tt
ur
ha
gk
vi
st
ih
ag
kv
æ
m
ni
ha
gk
væ
m
ur
ha
gl
ha
gl
au
s h
ag
lei
ku
rha
glen
dihag
leysahaglítill haglýsinghagm
æ
lskahagm
æ
lturhagnahagnaðurhagnýtaha
gný
tin
gh
ag
ný
tu
rh
ag
or
ðh
agþ
róunhagvöxturhaggþróun
sve
iflurhagræðahagræ
ðihagræðing
ha
gr
æ
nn hagsam
ur
st
ef
nah
agstjórn
hagstjórn
ar
tæ
ki
sb
ót
ha
gs
ka
rp
th
ags
keytturhagskiptihagskýrslahagsmiður
sm
íð
ur
ha
gsmunir
Greiningardeild Landsbankans býður til morgunverðarfundar
mánudaginn 25. september kl. 8:00 til 9:40 á Hótel Nordica.
Á fundinum verður leitað svara við spurningum sem eru
ofarlega á baugi í efnahagsmálum.
• Hvert stefnir hagkerfið?
• Hvert stefnir fasteignamarkaðurinn?
• Hvert stefnir krónan?
• Hvert stefnir Seðlabankinn?
Dagskrá:
8:00 Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, setur fundinn
8:05 Höldum til hafs á ný
Björn Rúnar Guðmundsson og Lúðvík Elíasson
kynna hagspá Landsbankans 2006-2015.
8:45 Hentar núverandi fyrirkomulag peningamála?
Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs,
fjallar um stjórn peningamála við skilyrði stórfjárfestinga
og opins fjármagnsmarkaðar.
9:20 Umræður og fyrirspurnir
9:40 Fundarlok
Fundarstjóri: Edda Rós Karlsdóttir,
forstöðumaður Greiningardeildar
Boðið verður upp á morgunverðarhlaðborð frá kl. 7:45.
Vinsamlega skráið þátttöku á vef Landsbankans
fyrir kl. 16, sunnudaginn 24. september.
Hagspá Landsbankans 2006–2015
Hvert stefnir?