Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 101

Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 101
MIÐVIKUDAGUR 20. september 2006 33 „Ég verð að segja nei við þessu, einfaldlega vegna þess að við höfum ekki rætt þetta,“ svarar Steinn Eiríksson, sveitarstjóri í Borgarfjarðarhreppi, þegar hann er inntur eftir því hvort til standi að nefna einhver kennileiti eftir nýjustu stjörnu byggðarinnar, Magna Ásgeirssyni. „Við erum hins vegar rosalega stolt af Magna og því sem hann hefur afrekað og ekkert útilokað að við gerum eitthvað fyrir Magna en þá í fullu samráði við hann,“ heldur Steinn áfram. „Þetta er jú líka spurning um hvað hann vill,“ bætir sveitarstjórinn við. Borgarfjörður eystri hefur verið töluvert í fjölmiðlum þetta sumarið, ekki eingöngu vegna vel- gengni Magna í sjónvarpsþættin- um Rock Star heldur hefur tónlistarlífið verið með eindæm- um blómlegt þar eystra. Emilíana Torrini hélt tón- leika þar fyrr í sumar ásamt skosku sveitinni Belle & Sebastian og seg- ist Steinn finna vel fyrir auknum áhuga á sveit- inni. „Það eru þá sér í lagi Íslendingar sem eru að bæta í og vilja skoða náttúruna og svo er meist- ari Kjarval náttúrlega mjög tengd- ur þessum stað,“ segir sveitar- stjórinn, stoltur af sínu fólki. „Við eigum mikið af „víkingum“ sem hafa verið að gera það gott þó þeir fái ekki jafn mikla athygli og Magni,“ bætir Steinn við. - fgg Borgfirðingar stoltir af sonum sínum MAGNI ÁSGEIRSSON Stóð sig eins og hetja í Rock Star og er ekki úti- lokað að hann fái eitthvert kennileiti nefnt í höfuðið á sér. EMILIANA TORRINI Kom í heimsókn til Borgarfjarðar ásamt hljómsveitinni Belle & Sebastian en tónleikarnir vöktu mikla athygli. JÓHANNES KJARVAL Hafði mjög sterk tengsl við náttúruna á Borgarfirði eystri. Nýjasta bók Pauls Burrell, The Way We Were, hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi en þar held- ur Burrell áfram að segja frá árum sínum í þjónustu Díönu prinsessu. Nú hefur fyrr- verandi mág- kona Díönu, Sarah Ferguson, ákveðið að koma Díönu til varnar og segir bókina vera til hábor- innar skammar. „Fyrst hann fær eitthvað út úr því að skrifa um látna manneskju sem getur enga vörn sér veitt þá verð- ur svo að vera,“ sagði Ferguson í spjallþættinum Good Day L.A. og var greinilega heitt í hamsi, sér- staklega vegna þess að Burrell lætur að því liggja að synir Díönu og Karls Bretaprins, Vilhjálmur og Harry, heiðri ekki lengur minn- ingu móður sinnar. „Við elskum hana öll en af hverju getur fólk ekki bara látið hana og strákana í friði?“ sagði Fergie. Fergie ver Díönu SARAH FERGUSON Þrátt fyrir ágætis dóma og mikið auglýsingaflóð virðast bandarísk- ir kaupendur ekki vera ginkeyptir fyrir fyrstu plötu hótelerfingjans Parisar Hilton, „Paris“. Þetta kemur nokkuð á óvart því smáskífu- lagið Stars Are Blind hefur feng- ið ágætisspilun á MTV og útvarps- stöðvunum en það virðist hreinilega ekki nægja. Popparar á borð við Beyoncé, Justin Timber- lake og Janet Jackson skjóta þess- ari fyrirsætu ref fyrir rass, en platan hefur selst í 120 þúsund eintökum, sem þykir lítið í Banda- ríkjunum. Bandaríska fréttastof- an Fox News gerði mikið gys að plötunni og Paris og spáði því að fólk myndi muna eftir henni sem spurningu í borðspilinu Trivial Pursuit. Þessar fréttir eru áfall fyrir tónlistardeild afþreyingarrisans Warner Bros, en fyrirtækið hefur ekki átt plötu á toppnum síðan nýjasta afurð hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers kom út. Paris veldur vonbrigðum PARIS HILTON Fótboltakappanum David Beck- ham var boðin smáskífa með söng- konunni Lily Allen að gjöf en þver- tók fyrir að þiggja hana því Allen hafði verið „hundleiðinleg“ við Victoriu, spúsu hans. Beckham var í útvarpsviðtali og bauð spyrill- inn honum geisladiskinn að gjöf. Haft hefur verið eftir Allen að Victoria Beckham sé slæm fyrir- mynd ungra stúlkna þvi hún eigi greinilega við átröskun að stríða. Beckham segir það bull og þvælu og finnst Victoria líta vel út, „sér- staklega þegar hún klæðir sig í búninginn minn“. Beckham játaði enn fremur í viðtalinu að hann væri vinafár og hefði lítið samband við vini sína úr grunnskóla. Fúll út í Allen BECKHAM OG FRÚ David finnst Victoria sæt, þótt grannholda sé. STEINN EIRÍKS- SON Stoltur af firðinum sínum sem fengið hefur mikla athygli í sumar og segist finna vel fyrir aukn- um áhuga í kjölfar velgengni Magna Ásgeirssonar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.