Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 2
2 23. september 2006 LAUGARDAGUR SPURNING DAGSINS Er tími kókópuffskynslóðarinn- ar kominn? „Ég er hræddur um það.“ Sígilda Kókópuffsbragðið sneri nýlega aftur á íslenskan markað með tilheyrandi auglýsingaherferð í kjölfar fjölda kvartana frá viðskiptavinum yfir nýja bragðinu. Ari Fenger er markaðsstjóri Nathan & Olsen, innflytjanda Kókópuffsins. BÚÐARDALUR Ekið hefur verið á sextán kindur á þjóðveginum við Búðardal síðustu daga. Lögregl- an á staðnum telur féð hafa verið að flækjast á veginum vegna þess að vegakantar séu iðagræn- ir af fallegu grasi um þessar mundir. Eðli málsins samkvæmt sækir féð í þá af miklum móð. Vega- gerðin slær kantana á sumrin en leyfir þeim að vaxa á öðrum árstíðum og því eru þeir eftirsóknarvert beitiland eins og er. Engin slys hafa orðið á fólki en jeppi skemmdist töluvert þegar hann ók á kind á Laxár- brú. - þsj Sauðfé sækir í gras í vegkanti: Ekið á 16 kindur við Búðardal ÞÝSKALAND, AP Á þriðja tug fórust þegar tilraunahraðlest ók á um það bil 200 kílómetra hraða beint á kyrrstæðan viðgerðarvagn í Þýskalandi í gærmorgun, skammt frá landamærum Hollands. Rúmlega þrjátíu manns lentu í slysinu, þar af um 25 manns um borð í lestinni, sem hefur verið starfrækt í tilraunaskyni frá árinu 1984. Lestin er keyrð án lestarstjóra á háum segulteinum og hélst hún á brautinni þótt hún hefði kastast til þegar árekstur- inn varð og stór brot kastast úr henni. Tíu manns komust lífs af úr slysinu, allir alvarlega slasaðir. - gb Lestarslys í Þýskalandi: Segulhraðlest ók á lestarvagn RÚSTIR AF VAGNI HÍFÐAR UPP Árekstur- inn varð á 200 km hraða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Hópur norskra fagfjár- festa veðjar á olíu- og gasleit við Ísland og Færeyjar og hefur fjár- fest í Geysi Petroleum sem stofn- að var hér á landi árið 2004. Geysir Petroleum er metið á um sex milljarða króna, en gangi eftir ýtrustu ráðagerðir félagsins segir Finansavisen að það gæti orðið yfir 400 milljarða króna virði. Geysir er meðal fyrirtækja sem sýnt hafa olíuleit hér við land áhuga, en einn aðaleigandi félagsins er Sagex Petroleum AS, norskt fyrirtæki í orkuiðnaði. Félagið er sagt hyggja á skrán- ingu á markað í Noregi, þar sem það er með aðalskrifstofu, á næsta ári. - óká Olíu- og gasleit við Ísland: Norskir fjárfest- ar veðja á Geysi VIÐSKIPTI Yfirdráttarlán hafa aukist um fjörutíu milljarða króna síðustu tólf mánuði, eða um 24 prósent, að því er greiningar- deild KB banka segir. Í lok síðasta mánaðar námu yfirdráttarlán 191 milljarði króna. Bendir bankinn á að á sama tíma hafi verðlag hækkað um rúm átta prósent. „Ef yfirdráttar- lán eru brotin niður á lántakendur kemur í ljós að fyrirtæki eiga um helmingshlutdeild og heimilin um þriðjung. Ef litið er á þróun verðtryggðra útlána innlánsstofn- ana kemur í ljós að þau hafa vaxið um 38 prósent á síðastliðn- um tólf mánuðum en stóðu nær í stað milli júlí og ágúst og lækkuðu því að raunvirði,“ segir bankinn. - óká Yfirdráttur heimila og fyrirtækja: Fjórðungsaukn- ing á einu ári STJÓRNMÁL Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, um að heim- sækja Ísland. Mun Gore kynna sér árangur Íslendinga á sviði endur- nýjanlegrar orku og tilraunaverk- efni um eyðingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu, auk þess sem hann mun ræða breytingar í hafinu umhverfis Ísland. Þá mun hann halda hér opinberan fyrirlestur. Al Gore er áhrifamikill tals- maður um brýna nauðsyn þess að bregðast við hættunni af loftslags- breytingum. Nýleg kvikmynd hans hefur vakið athygli og var sýnd á nýliðinni kvikmyndahátíð á Íslandi. Ólafur Ragnar og Al Gore ræddust við í New York á fimmtu- dag um fjölmörg verkefni á sviði orkunýtingar og vísindarann- sókna. Ólafur Ragnar fjallaði um samvinnuverkefni Íslendinga og annarra þjóða um nýtingu jarðhita og Gore lýsti áhyggjum sínum af breytingum sem kunna að vera að gerast í heimshöfunum, einkum á norðlægum hafsvæðum. Ekki er frágengið hvenær Al Gore kemur til Íslands en í til- kynningu frá forsetaembættinu segir að heimsóknin verði bráð- lega. - bþs Ólafur Ragnar Grímsson og Al Gore ræddust við um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum: Al Gore flytur erindi á Íslandi HANDTAK Al Gore og Ólafur Ragnar Grímsson takast í hendur í New York. GAZA, AP Þúsundir stuðnings- manna Fatah-hreyfingarinnar, þeirra á meðal hundruð vopnaðra manna, gengu í mótmælagöngu gegn Hamas- samtökunum í Gaza-borg í gær. Andófið kemur í kjölfarið á bakslagi sem varð á stjórnar- myndunar- þreifingum Hamas og Fatah, eftir að Mahmoud Abbas, æðsti yfirmaður Fatah og forseti Palestínu, lýsti því yfir á fundi allsherjarþings SÞ að væntanleg stjórn Palestínu myndi viður- kenna Ísrael sem ríki meðal ríkja. Stuttu síðar barst yfirlýsing frá Ismail Haniyeh, yfirmanni Hamas og forsætisráðherra Palestínu, um að hann vildi ekki stýra ríkisstjórn sem viðurkenndi Ísraelsríki. - kóþ Stjórnarmyndun í Palestínu: Leiðtogarnir deila um Ísrael ISMAIL HANIYEH BANDARÍKIN George W. Bush Bandaríkjaforseti náði í gær samkomulagi við hóp repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um frumvarp að lögum um sérstaka herdómstóla, sem eiga að fjalla um mál fanga bandaríska hersins við Guantanamo á Kúbu. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Bandaríkjaforseti fær lagalega heimild til þess að túlka ákvæði Genfarsáttmálanna eins og honum sjálfum þykir réttast. Á hinn bóginn eru í frumvarpinu skýr ákvæði um það hvað teljist „alvarleg brot“ gegn Genfarsáttmálun- um, sem ekki eru heimil, og er þar á meðal að finna skilgreiningu á pyntingum og býsna þrönga skilgreiningu á því hvað teljist vera „alvarlegur andlegur sársauki og þjáning“. Bush lýsti í gær ánægju sinni með sam- komulagið, sem hann sagði tryggja það að leyniþjónustan CIA gæti áfram „yfirheyrt hættulegustu hryðjuverkamenn heims og náð í leyndarmál þeirra.“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain sagðist á hinn bóginn ánægður með að hafa náð fram því markmiði að verja Genfarsátt- málana. „Það verða engar frekari pyntingar,“ sagði hann. Verði frumvarpið samþykkt í þinginu í næstu viku geta repúblikanar verið samstíga í kosningabaráttunni eftir að hafa deilt hart undanfarnar vikur. - gb JOHN MCCAIN ÖLDUNGADEILDARÞINGMAÐUR Leiðtogi andófshóps innan Repúblikanaflokksins segist hafa fengið því framgengt að pyntingar verði ekki fram- ar stundaðar á vegum bandarískra stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Repúblikanar ná sátt við Bush um herdómstóla í Guantanamo: Heimild til að túlka Genfarsáttmálann STJÓRNMÁL Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verður kynntur á fundi utanríkismála- nefndar Alþingis á þriðjudag. Verður fundurinn í Þjóðmenning- arhúsinu við Hverfisgötu og hefst klukkan 14:30. Áður en til hans kemur verður forystumönnum stjórnarand- stöðuflokkanna á Alþingi kynntur samningurinn. Liðlega hálft ár er liðið síðan bandarísk stjórnvöld tilkynntu um brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Viðræður um varnir Íslands og viðskilnað varnarliðsins hófust 31. mars. - bþs Utanríkismálanefnd Alþingis: Samningur um varnir kynntur FJÖLMIÐLAR Útsendingum frétta- stöðvarinnar NFS var hætt í gær. Um tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum, þar af sjö frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Mark- miðið með breytingunum er að lækka tilkostnað og leggja meiri áherslu á fréttavefinn Vísi. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hélt fund með starfsmönnum í gær þar sem ákvarðanir stjórnar Dags- brúnar, móðurfélags 365 miðla, voru kynntar. Fréttir verða áfram fluttar á hefðbundnum tímum á Bylgjunni og Stöð 2. Þættirnir Ísland í dag og Ísland í bítið verða einnig áfram á dagskrá. Eftir breytingarnar verða stöðugildi á NFS um 55, en auk þeirra koma lausráðnir starfsmenn og verktakar að starfseminni. „Það er afskaplega sárt að sjá á eftir góðum vinum og góðu starfs- fólki en við erum að breyta um áherslur og ætlum að efla frétta- þjónustu á þeim sviðum sem við erum hvað sterkust, í hádegis- og kvöldfréttum og á vefnum,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS. „Við erum einfaldlega í því umhverfi að það er erfitt að reka einkarekinn fjölmiðil við þær aðstæður sem honum hafa verið skapaðar.“ Sigmundur segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á en telur að takast muni eftir nokkur ár að halda úti slíkri þjónustu. „Þær tekjur sem við náðum að hafa af sjónvarpsútsendingunum yfir daginn voru einfaldlega lægri en þurft hefði til að halda úti svona vandaðri og metnaðarfullri frétta- dagskrá allan daginn,“ segir Ari Edwald. „Við erum einkafyrirtæki sem starfar í óvinveittu umhverfi. Stefna stjórnvalda er mjög fjand- samleg frjálsu framtaki og einka- rekstri á þessu sviði atvinnulífs- ins.“ Róberti Marshall, forstöðu- manni NFS, var fyrstum sagt upp í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður áfram fréttastjóri NFS. Þór Jónsson, sem mun einbeita sér að sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, og Þórir Guðmundsson, sem mun stýra Vísi og fréttum á Bylgjunni, verða aðstoðarfréttastjórar. Elín Sveinsdóttir verður framleiðslu- stjóri NFS. salvar@frettabladid.is Tuttugu sagt upp og útsendingum hætt Miklar breytingar voru gerðar á rekstri fréttastöðvarinnar NFS í gær. Útsending- um á sérstakri sjónvarpsrás hefur verið hætt og tuttugu sagt upp störfum. Frétta- stjóri segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á. LOKAÚTSENDINGIN Útsendingum NFS á sérstakri sjónvarpsrás lauk klukkan átta í gær- kvöldi. Sigmundur Ernir og Edda Andrésdóttir stýrðu seinasta frétta- tímanum og kvöddu áhorfendur í lok hans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.