Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 50
8 Frá níu til fimm Skrifstofumyndir eru sérstök kvikmyndagrein, sem eins og nafnið gefur til kynna snýst um daglegt líf á skrifstofunni. Þótt framsetningin sé misjöfn, allt frá gríni upp í gallharða spennu, er megininntakið í raun yfirleitt það sama því söguþráðurinn hverfist um framagirni og valdabaráttu innan fyrirtækja, einkum á milli undir- og yfirmanna. Hér eru níu myndir sem falla í þennan flokk: 1. Nine to Five (1980). Þrjár skrif- stofukonur, sem hafa fengið sig fullsaddar á yfirgangi og karlrembu yfirmannsins, ákveða að láta hann bragða á eigin meðali. Bráðskemmti- leg gamanmynd undir áhrifum frá kvenfrelsis-hreyfingunni og með smellnu titillagi eftir sveitasöngkon- una Dolly Parton. 2. Wall Street (1987). Metorðagjarn ungur verðbréfasali, sem veigrar sér ekki við að framselja ólöglegar upp- lýsingar, slæst í lið með gráðugum verðbréfabraskara. Mynd með sterk- um siðferðisundirtóni þar sem dregin er heldur dökk mynd af viðskiptalíf- inu á Wall Street. 3. Secret of My Succe$s (1987). Ungur maður á póstdeild í stórfyr- irtæki þykist vera stjórnandi til að komast áfram og ganga í augun á stúlkunni sem hann elskar. Óæskileg aðferð til að klífa metorðastigann en besta skemmtun engu að síður. 4. Working Girl (1988). Einkaritari fyllist gremju þegar yfirmaðurinn (í þessu tilviki kona) eignar sér hug- myndir hennar og ákveður að stela þeim tl baka með því að þykjast vera hún. Að vissu leyti hliðstæða við myndina að ofan, bara betri í alla staði. 5. The Temp (1993). Hér snýst leikurinn við. Yfirmaðurinn er nú orð- inn fórnarlamb djöfullegs einkaritara, sem ráðinn er til afleysinga í smákökufyrirtæki en ætlar sér stærri hluti og svífst einskis svo að þeir nái fram að ganga. 6. Disclosure (1994). Kvenkyns deildarstjórn- andi hjá tölvufyrirtæki áreitir einn undir- mannanna og hagræðir sannleikanum með því að kæra hann. Augljóst bakslag kvenréttinda- baráttunnar þar sem framakonum er lýst sem miskunnarlausum vörgum. 7. The Associate (1996). Svört kona bregð- ur sér í gervi hvíts, miðaldra, karls til að vera tekin alvarlega í viðskiptaheiminum. Gamla góða hugmyndin um hlutverkaleik klædd í nýjan en heldur ófrumlegan búning. 8. Office Space (1999). Ein best heppnaða myndin í þessum flokki segir frá því hvernig líf dauðleiðrar skrifstofublókar tekur stakkaskipt- um eftir heimsókn til dávalds. Takið eftir leikaranum Stephen Root sem hreinlega stelur senunni í hlutverki undirlægjunnar Miltons. 9. The Secretary (2002). Vinnusam- band einkaritara og lögrfæðings tekur að þróast út í kynferðislega valdaleiki. Hugmyndin um valdatafl á vinnustað er tekin skrefinu lengra í mynd sem er aðallega eftirminnileg fyrir góðan leik Maggie Gyllenhaal. Fyrsti skráðu heimildir um heftara eru frá 18. öld og fjalla um hand- gerðar heftivélar sem voru búnar til fyrir Lúðvík XIV. Innsigli hirð- arinnar var rist í hvert hefti, eins og lög kváðu á um. Þann 7. ágúst, árið 1866, var einkaleyfi veitt fyrir „nýja pappírs- festaranum“. Hann tók eitt hefti í einu og var aðallega notaður til að hefta saman blöð og bækur, en líka teppi, húsgögn og kassa. Hægt var að fá fjórar stærðir af heftum í festarann. Árið 1866, nánar tiltekið 24. júlí, fékk George W. McGill einka- leyfi á lítilli pappírsbindingu úr látúni sem hægt var að beygja og var undanfari hefta eins og við þekkjum þau í dag. Rúmu ári síðar fékk hann einkaleyfi á pressu til að þrýsta bindingunum í gegn- um pappírinn. Hann sýndi upp- finningu sína síðar það ár og hélt áfram að vinna að hefturum og pappírsbindurum næstu árin. 18. febrú- ar 1979 fékk McGill svo einkaleyfi fyrir „Eins handtaks hefti pressu“ sem vó tæp tvö kíló, tók eitt hálf- tommuhefti í einu og réð við að hefta nokkur blöð í einu. Heftarinn verður til Á. Guðmundsson ehf. var stofnað í janúar 1956 af Ásgeiri J. Guð- mundssyni húsgagnasmíðameistara á Eiríksgötu 9 Reykjavík í 40 fer- metra húsnæði, en í dag er fyrir- tækið í 3200 fermetra húsnæði að Bæjarlind í Kópavoginum. „Fyrstu 20 árin framleiddum við nánast eingöngu húsgögn fyrir heimilið, en svo lagðist sú fram- leiðsla alveg niður og nú fram- leiðum við eingöngu húsgögn fyrir stofnanir, skrifstofur og skóla,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Við erum mjög öflugir og erum með gott starfsfólk hérna ásamt mjög fullkominni verksmiðju til að framleiða skrifstofuhúsgögn á Íslandi,“ bætir hann við. Fyrirtæk- ið hefur ætíð framleitt öll sín hús- gögn á Íslandi og unnið lengi með íslenskum hönnuðum. Sú lína sem er einna vinsælust hjá fyrirtækinu núna, Flex T, er hönnuð af þeim Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni. Í þeirri línu eru meðal annars stillanleg borð, en það er krafa frá Evrópusambandinu að borð séu stillanleg um 20 cm. „Stillingarnar eru mjög auðveldar, auk þess sem við erum með rafdrif- in borð,“ segir Guðmundur. Aðspurður hvaða breytingar hafi orðið á skrifstofuhúsgögnum um árin, nefnir Guðmundur helst að yfirbragðið sé léttara. „Hér áður fyrr vildu menn þung skrifborð með mörgum skúffum, en í dag eru þetta meira vinnustöðvar þar sem tölvan situr í miðjunni.“ Auk þess séu hús- gögnin stillanleg og þá hafa hafa orðið miklar framfarir í stólunum. „Mark-stóllinn sem Pétur Lúthers- son hannaði fyrir okkur er stillan- legur og þægilegur. Sjúkraþjálfarar hafa mælt sérstaklega með honum, enda krafan um góða stóla orðin hávær,“ segir Guðmundur. Í þeim efnum nefnir hann til dæmis að í Ingunnarskóla, nýjasta grunnskól- anum í Reykjavík, séu um eitt þús- und stólar frá fyrirtækinu sem eru á pumpum, allir ætlaðir nemendum. - keþ Íslensk hönnun, íslensk framleiðsla Fyrirtækið Á. Guðmundsson fagnaði 50 ára starfsafmæli á þessu ári, og hefur öll þessi ár verið leiðandi í íslenskri framleiðslu á húsgögnum. Guðmundur Ásgeirsson stendur við Flex T, rafrænt skrifborð í hvítu. Hvíti liturinn hefur notið talsverðra vinsælda upp á síðkastið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stóllinn Faxi sem Á. Guðmundsson framleiðir. Langt er um liðið síðan fyrsti heftarinn leit dagsins ljós, en hann var aðeins þyngri í meðförum en þessi. SAGA HLUTANNA Halldór Gunnarsson, sölustjóri hjá InnX, segir að rafmagnshæðar- stillanleg skrifborð séu gífurlega vinsæl hjá fyrirtækinu um þess- ar mundir. „Allt að 80 prósent af skrifborðum sem fyrirtækið selur um þessar mundir eru hæðarstill- anleg.“ Rafmagnshæðarstillanleg borð hafa lækkað talsvert í verði síð- astliðin ár og hafa vinsældir þeirra aukist samhliða því. „Fólk veit að ef því líður vel í vinnunni og vinnuumhverfið er þægilegt þá stuðlar það að meiri afköstum.“ Rafmagnsborðin frá Innx eru til í ýmsum stærðum og gerðum og passa vel inn á heimili og vinnu- staði. Rafmagnshæðarstillanleg borð þykja einstaklega hentug á heimili þar sem fleiri en einn nota sama skrifborðið og það er því mikill kostur að hver og einn geti stillt skrifborðið eftir sínum þörfum. Skrifborðin frá InnX eru fáanleg í stærðum frá 62 og upp í130 sentimetra. Rafvædd húsgögn InnX Innréttingar eru með margar hentugar lausnir í skrifstofuinnréttingum fyrir vinnustaði og heimili. Fyrirtækið selur meðal annars ýmiss konar húsgögn búin raf- rænum stillingum. Falleg hillusamstæða á skrifstofuna eða heimilið frá InnX. Fundarborðin fást hjá InnX. ■■■■ { skrifstofan } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.