Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 68
23. september 2006 LAUGARDAGUR32
Fréttablaðið fékk nokkra þjóðþekkta einstaklinga til að gramsa í hirslum
sínum eftir myndum af sér frá því áður en þeir urðu þekktir. Margt hefur
breyst á mislöngum tíma en úr varð þessi skemmtilega myndasería.
ÚTSKRIFTARÁRGANGUR LEIKLISTARSKÓLA
ÍSLANDS ÁRIÐ 1994 Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir lét okkur
þessa fínu útskriftarmynd í té en á myndinni eru Margrét Vilhjálmsdóttir,
Halla Margrét Vilhjálmsdóttir, Guðlaug, Sigrún Sól Ólafsdóttir, Hilmir Snær
Guðnason, Benedikt Erlingsson og Þórhallur Gunnarsson.
SAUTJÁN & SVALUR
Arnar Grant var snemma farinn að fækka
fötum fyrir myndavélarnar en hér er hann
sautján ára gamall í eldhúsinu heima hjá sér
á Akureyri. Arnar hafði það á orði að hann
hefði lengi leitað að myndum af sér í fötum
en sú leit hefði ekki borið tilætlaðan árangur.
UNGUR OG SAKLAUS
Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Helgi
Seljan var aldeilis fínn með körfuboltann
í fermingarkyrtlinum. Eitthvað hefur ungi
maðurinn harðnað síðan á fermingar-
aldrinum.
Frábært hár
Hjalti „Úrsus“ Árnason var gripinn glóðvolgur í myndatöku heima
í stofu í þessari líka frábæru skyrtu. Ekki er mikið farið að votta
fyrir hinum kraftmikla og káta kraftakarli sem Hjalti er í dag.
Á FERÐALAGI Valdimar
Örn Flygenring er hér um tvítugt á
ferðalagi um Evrópu. Hann er hér
um það bil að kveðja systur sína í
Svíþjóð og stíga um borð í ferju til
Englands.
STOLTUR STÚDENT
Edda Björgvinsdóttir stendur hér stolt
með litlu dóttur sína, Evu Dögg, í
fanginu á útskriftardaginn. Óhætt er að
segja að þær hafi báðar þroskast mikið
síðan þessi mynd var tekin árið 1971.
Í ALLTOF LITLUM SKÓM
Brynja Þorgeirsdóttir stendur hér á tjörninni í Reykjavík í sínu fínasta
pússi árið 1985. Sænsk vinkona hennar var í heimsókn og vildi endi-
lega fá mynd af snjó áður en hún færi heim. Brynja segist hafa klæðst
þessum jakka, sem hún líkir við gólfteppi, í tvö til þrjú ár og þótt hún
ægilega fín. Skórnir voru eitt það heitasta í tískunni þetta árið og lét
Brynja sig hafa það að vera í þeim þrátt fyrir að þeir væru alltof litlir.
FRÆGIR FYRIR FRÆGÐ