Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 32
[ ]Nú er eins gott að hafa nóg af rúðupissi fyrir rúðurnar. Ökumenn geta lent í blindandi vandræðum þegar sólin skín á skítuga bílrúðuna og brún slikjan varnar mönnum sýn.
Hið mikla heimskautafélag
vinnur nú að gerð heimildar-
myndar um sögulega ferð
félagsins á breyttum íslenskum
jeppum um norðurslóðir Kan-
ada í kjölfar landkönnuðarins
Vilhjálms Stefánssonar sem fór
um sama svæði á hundasleða
fyrir 100 árum.
Undirbúningur ferðarinnar tók
um fjögur ár og segir Halldór
Sveinsson, einn leiðangursmanna,
að kostnaðurinn hafi hlaupið á
milljónum. „Ferðin var að lang-
mestu leyti fjármögnuð af okkur
sem í hana fórum. Við vorum
reyndar styrktir með fatnaði, við-
legubúnaði og fleiru og kunnum
góðar þakkir fyrir. En nú erum við
að leita að styrkjum og fjármögn-
un á heimildarmyndinni til að geta
sýnt hana hérlendis og erlendis.“
Ferðin sjálf tók sjö vikur en
leiðangursmenn auk Halldórs
voru þeir Ómar Friðþjófsson, Karl
Rútsson, Kristján Kristjánsson og
myndatökumaðurinn Friðþjófur
Helgason. Stóran hluta af leiðinni
keyrðu þeir á landsvæði þar sem
bílar höfðu ekki sést áður og
heimamenn, sem höfðu áður sagt
að þeim ætti aldrei eftir að takast
ætlunarverk sitt, urðu að taka orð
sín til baka.
„Það stendur allt upp úr eftir
þessa ferð,“ segir Halldór. „En
hápunkturinn þegar við vorum
komnir norðureftir var kannski að
vera einhvers staðar þar sem var
ekki hægt að snúa við en samt
vissi maður ekki hvort olían dygði
á næsta áfangastað. Það var tauga-
trekkjandi á köflum.
Við fórum á staði sem Vilhjálm-
ur hafði farið á og hugsuðum oft
til hans; að vera á þessum stað í 40
stiga frosti, einn á hundasleða. Það
er örugglega magnað. Nánast allir
í norðurhéruðunum höfðu heyrt
um hann og við hittum afkomend-
ur hans í Inuvik. Lokapunkturinn
á ferðinni var formlega á Íslend-
ingaslóðum í Gimli þar sem okkur
var úthlutaður salur og með eins
dags fyrirvara komu hátt í tvö-
hundurð manns til að heyra ferða-
söguna og sjá myndir, bæði Vest-
ur-Íslendingar og aðrir sem búa
þar,“ segir Halldór.
„Það hefur enginn farið um
þetta svæði áður með þessum
ferðamáta. Þarna eru notaðir
hundasleðar og vélsleðar en þeir
síðarnefndu eru ekki sérstaklega
góður kostur þar sem maður þarf
að bera svo mikið bensín með sér.
Allir á svæðinu sögðu að við kæm-
umst þetta aldrei, við fengum
aldrei hvatningu, sama við hvern
við töluðum. Svo fengum við bréf
frá sama fólki eftirá sem sagði
okkur hafa sýnt fram á að það
væri hægt að ferðast um landið á
„þægilegan“ máta.
Okkur var samt alls staðar vel
tekið þó að fólk væri hissa að sjá
okkur á svona bílum. Íbúarnir
höfðu gríðarlega mikinn áhuga á
þeim en fólk sem býr þarna hefur
svo takmarkað fé á milli handanna
að það verður langt þangað til það
getur farið að gera út svona tæki
þarna. Þeim fannst líka skrítið að
við værum að fara þetta að gamni
okkar. Þarna er ekkert verið að
þvælast neitt nema til að fara á
veiðar. Það er ekkert grín í gangi,
bara það sem er nauðsynlegt.“
Halldór segir ferðina hafa
verið mjög frábrugðna vetrar-
ferðum á íslenska hálendið. „Frost-
ið og kuldinn er svo gígantískt.
Snjórinn er allt öðruvísi og svo er
þetta mikil ískeyrsla, bæði á
frosnu hafi og vatni, sem maður
stundar ekki hér. Það er dálítið
ógnvekjandi, að vera úti á miðjum
flóa einhvers staðar og sjá sprung-
ur í ísnum. Það kom adrenalín-
flæðinu af stað, enda margir tugir
kílómetra í land,“ segir Halldór að
lokum.
Þeim sem hafa áhuga á að fjár-
magna eða styrkja heimildar-
myndina er bent á netfangið
info@arctictrails.is
einareli@frettabladid.is
Búðir ísbjarnaveiðimanna.
Bílarnir sem notaðir voru í ferðina
voru Ford F350 á 46“ dekkjum. Hér er
verið að brjótast í gegnum íshröngl við
Smokey Hills.
Við minnisvarða um Vilhjálm Stefánsson
í Manitoba.
Karl Rútsson, Halldór Sveinsson, Kristján Kristjánsson, Ómar Friðþjófsson og Friðþjóf-
ur Helgason. LJÓSMYNDIR/HALLDÓR STEFÁNSSON
Heimildarmynd
um Kanadaferð
Opið virka daga 8-18
Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur,
stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir.
Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði,
sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn,
hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef-
hjól á kerrur. Bílamottur.