Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 23. september 2006 3
Árleg uppskeruhátíð Brimborg-
ar verður haldin á Akureyri nú
um helgina.
Ford Explorer Sport Trac, nýi lúx-
uspallbíllinn frá Ford, verður
frumsýndur á Akureyri á Upp-
skeruhátíð Brimborgar.
Þessi bíll er að mörgu leyti frá-
brugðinn öðrum pallbílum að því
leytinu til að aksturseiginleikar
hans og þægindi minna frekar á
jeppa og hefur hann fengið frá-
bæra dóma hjá íslenskum bíla-
gagnrýnendum.
Allir eru velkomnir í kaffi og
kleinur í húsakynnum Brimborg-
ar við Tryggvabraut á Akureyri.
Opnunartímar eru milli klukkan
11 og 16 á laugardag og milli
klukkan 12 og 16 á sunnudag.
Uppskeruhá-
tíð á Akureyri
Ford Explorer Sport Trac verður frum-
sýndur á Akureyri um helgina í tilefni
uppskeruhátíðar Brimborgar.
Í tilefni þess að 10 ár eru liðin
síðan B&L tók við Land Rover
umboðinu er Discovery 3 á sér-
stöku afmælistilboði núna.
Fyrstu Land Rover jepparnir
komu til landsins undir lok 5. ára-
tugarins og óhætt er að segja að
koma þeirra hafi boðað hálfgerða
byltingu, með hliðsjón af þeim
frumstæðu samgöngum sem þá
voru við lýði.
Land Rover umboðið var fram-
an af hjá Heklu. Það færðist síðan
til B&L í kjölfarið á breytingum
sem urðu á eignarhaldi Land
Rover.
Mikil endurnýjun er að eiga sér
stað á öllum línum frá Land Rover.
Er skemmst að minnast nýliðans
Range Rover Supercharged, sem
vakið hefur mikla athygli og í nóv-
emberbyrjun, eða þar um bil,
kemur nýr Range Rover með and-
litslyftingu ásamt nýjum TDV8
vélarkosti. Hvorugur þessara
koma þó við sögu 10 ára afmælis-
ins, heldur verður Discovery 3 þar
í forgrunni, sem er þriðja Land
Rover línan í 4x4 úrvalsflokknum
og sú sem hlotið hefur langflest
verðlaun og viðurkenningar.
Myndir:
Sígildur Land Rover eins og marg-
ir muna eftir honum á 1955-1965.
Land Rover Discovery 3, sem
er á 10 ára afmælistilboði hjá B&L
í Windsor SE útgáfu.
10 ára afmæli Land
Rover hjá B&L
Land Rover Discovery 3, sem er á 10
ára afmælistilboði hjá B&L í Windsor SE
útgáfu.
Sígildur Land Rover eins og margir muna eftir honum á árunum 1955-1965.
Stendur til boða með tveimur
vélastærðum.
Alfa Romeo hefur nú hafið fram-
leiðslu á 159 með sjálfskiptingu.
Til þessa hefur einungis verið
hægt að fá bílinn með 6 gíra bein-
skiptum kassa.
Nýja skiptingin, sem kallast
Qtronic, er 6 þrepa og nemur akst-
urslag ökumanns og aðlagar sig að
því. Til að byrja með verður hún
boðin með dísilvélum Alfa Romeo,
1,9 JTD vél sem skilar 150 hö og
svo 2,4 JTD sem skilar 200 hö og
400 Nm í tog.
Alfa Romeo 159
með sjálfskiptingu
Alfa Romeo býður nú upp á sjálfskipt-
ingu í dísilknúnum 159 bílnum.
Í dag verður nýr jepplingur frá
Mazda, CX-7, kynntur hjá X4 á
Malarhöfða 2.
Mazda CX-7 státar af 2,3 lítra vél
með forþjöppu og millikæli sem
skilar 244 hestöflum og 350 Nm.
CX-7 verður fáanlegur með
4x2 og 4x4 og spólvörn og stöðug-
leikabúnaður er staðalbúnaður í
öllum útfærslum með 6 þrepa
sjálfskiptingu. Bíllinn var nýlega
tekinn fyrir í árekstrarprófun hjá
The U.S. Government‘s National
Highway Traffic Safety Adminis-
tration (NHSTA) bæði í fram- og
hliðarárekstri og fékk hæstu ein-
kunn eða 5 stjörnur í báðum próf-
unum.
Opnunartími hjá X4 í dag er
frá klukkan tólf til fjögur.
Mazda CX-7 til landsins
Mazda CX-7 verður kynntur hjá X4 í dag.