Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 10
E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 4 7 1 CHEAPER BY THE DOZEN 2 Aðeins í SkjáBíói getur þú leigt nýjustu bíómyndirnar og fengið ókeypis barnaefni með einum takka á fjarstýringunni. SÝNISHORN AF NÝJUM OG VÆNTANLEGUM MYNDUM Þú færð SkjáBíó í gegnum Skjáinn ásamt SkjáEinum, SkjáHeimi og SkjáSporti í bestu myndgæðum. Þú færð myndlykil Skjásins FRÍTT ef þú ert með ADSL hjá Símanum. Fáðu þér Skjáinn strax í dag á einhverjum af sölustöðum Símans, í síma 800 7000 eða á skjarinn.is NÝTTÍ SKJÁBÍÓI NÝTT NÝTT VÆNTANLEG VÆNTANLEG FRÍTT EFNI FRÍTT EFNI 10 23. september 2006 LAUGARDAGUR TAÍLENSKIR MUNKAR OG HERMAÐUR Ekki kom til átaka í valdaráni taílenska hersins á dögunum. Hér sjást munkar ganga berfættir í rigningunni framhjá kappklæddum hermanni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTAMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra og Zhou Ji, menntamálaráð- herra Kína, hafa undirritað sam- komulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undir- ritunina var Chen Zhili, varafor- sætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerð- ur Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Samkomulagið felur í sér að yfirvöld beggja ríkja ætla í sam- starf um að gagnkvæm viður- kenning verði á námi og prófgráð- um. Hvatt verði til þess að háskólar landanna efni til sam- starfs um nemendaskipti og sam- eiginlegar prófgráður og að stuðl- að verði að bættri aðstöðu til rannsókna og náms á kínversku og íslensku í löndunum tveimur. Líklegt þykir að þetta verði til þess að Kínverjar komi á fót hér- lendis svokallaðri Konfúsíus- menningarstofnun eins og gert hefur verið víða um heim. Chen Zhili er ein af valdamestu konum Kína og segir Þorgerður Katrín áhuga Kínverja á sam- skiptum við Íslendinga afar mik- inn, sérstaklega á sviði mennta, menningar og vísinda. „Við verðum að fara af ábyrgð og metnaði inn í þetta samstarf því það getur leitt til stórra og mikilla hluta, til að mynda á sviði umhverfisverndar. Þeir eru að leita til okkar vegna jarðvarmans hér á landi, þekkingar okkar og vísindafólks til þess að geta nýtt sér það heima fyrir. Það ætti að geta leitt mjög jákvæða hluti af sér á sviði umhverfismála,“ segir Þorgerður og bendir á að Íslend- ingar geti verið stoltir yfir þeim áhuga sem Kínverjar sýni landi og þjóð. Ástæða sé til að fara í þetta samstarf af áhuga og metn- aði. karen@frettabladid.is Ein valdamesta kona Kína var viðstödd undirritun samkomulags um aukið samstarf á sviði menntamála: Áhugi Kínverja á Íslandi mikill ÞETTA LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA KÍNVERSKT... Varð Chen Zhili, varaforsætisráðherra Kína, að orði þegar hún skoðaði listgripi á þjóðminjasafninu ásamt fylgdarliði. STJÓRNMÁL Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður gefur kost á sér í fyrsta sæti lista Sjálfstæðis- flokksins í Norðausturkjör- dæmi. Arnbjörg var þingmaður 1999- 2003 og tók sæti á þingi á nýjan leik árið 2004. Hún er nú formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins. Halldór Blöndal, sem leiddi lista sjálfstæðismanna í kjör- dæminu í síðustu kosningum sækist ekki eftir endurjöri. - bþs Arnbjörg Sveinsdóttir: Sækist eftir fyrsta sætinu ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR VARNARLIÐIÐ Varnarliðið vinnur nú að því að eyða miklu magni af ýmsum vörum og búnaði sem það hefur ekki talið nýtast sér annars staðar. Aron Jóhannsson, umhverfis- stjóri sorpeyðingarstöðvarinnar Kölku sem sér um eyðinguna, segir að um töluvert magn sé að ræða. Samkvæmt Aroni er um 350-400 tonnum eytt mánaðarlega og hefur verkefnið staðið yfir í nokkra mán- uði. Varningurinn er af öllum toga og nær allt frá matvælum til her- búnaðar. Friðþór Eydal, upplýsingafull- trúi Varnarliðsins, segir að ekki sé verið að farga varningnum einung- is til að eyðileggja hann. „Öll sú vara og búnaður sem nýtist ekki hernum eða Bandaríkjastjórn ann- ars staðar og bíður flutnings úr landi er seldur. Ef hann er hins vegar ekki nýtanlegur þá er honum hent.“ Hann segir þann varning sem sendur er til eyðileggingar meðal annars vera útrunnin mat- væli og hluti sem ekki megi fara á markað. „Það geta verið hlutir sem þjóna einhverjum hernaðarlegum tilgangi eða eitthvað sem á hvíla kvaðir um hvernig má fara með. Til dæmis má ekki selja rafmagnstæki eða heimilistæki á innlendum markaði sem ekki eru merkt sam- kvæmt evrópskum stöðlum.“ - þsj Varnarliðið fargar ýmsum varningi og tækjabúnaði sem ekki telst nýtanlegur: Hundruðum tonna eytt á mánuði HERSTÖÐIN Á MIÐNESHEIÐI Ekki er allur búnaður Varnarliðsins fluttur af landi brott eða seldur. AUSTURRÍKI Salmonellusýking Um 100 menntaskólanemar í Austur- ríki voru færðir í sjúkrahús á fimmtu- daginn vegna matareitrunar. Líkur eru taldar á að nemendurnir hafi fengið salmonellusýkingu. VARNARLIÐIÐ Íslensk stjórnvöld munu leigja ýmsan búnað í eigu Bandaríkjahers sem þykir gegna mikilvægu hlutverki varðandi rekstur flugvallarins í Keflavík. Er þar helst um að ræða snjóruðn- ingstæki, tækjabúnað slökkviliðs- ins á Keflavíkurflugvelli og ýmiss konar fjarskiptabúnað. Þetta kom fram í Víkurfréttum. Samkvæmt frétt blaðsins munu íslensk stjórnvöld leigja búnaðinn þangað til Íslendingar hafa komið sér upp slíkum búnaði sjálfir. Talið er að það muni taka um eitt ár. - þsj Tækjakostur varnarliðsins: Stjórnvöld leigja búnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.