Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 23. september 2006
�������������
���������������
Með orðinu ljósmengun er átt
við þau áhrif á umhverfið sem
verða af mikilli og óhóflegri lýs-
ingu í næturmyrkri. Þessi áhrif
felast öðru fremur í því að fólk
sér stjörnuhimininn illa inni í
stórborgum eða annars staðar
þar sem ljósmengunar gætir.
Bæði fækkar verulega þeim
stjörnum sem sjást með berum
augum og eins verða hinar til
muna daufari en ella. Þetta trufl-
ar stjörnufræðinga við störf sín
og einnig almenna borgara sem
vilja njóta þeirrar náttúrufeg-
urðar sem næturhiminninn hefur
að bjóða.
Ljósmengun er sjónmengun
Ljósmengun er hliðstæð annarri
sjónmengun og stafar af umsvif-
um mannanna. Með sjónmengun
er átt við hvers konar fyrirbæri
af manna völdum sem trufla
augað og skerða fegurð umhverf-
isins án þess að valda endilega
neinu öðru tjóni. Þannig er ljós-
mengunin til dæmis hliðstæð
mengun sem við teljum stafa af
miklum sýnilegum reyk frá
verksmiðju, þó að í honum sé
kannski ekkert annað en mein-
laus vatnsgufa. Ósmekklegt
veggjakrot og ljótt drasl í fal-
legu umhverfi telst einnig til
sjónmengunar svo önnur dæmi
séu tekin.
Sparnaður með minni lýsingu
Víða í heiminum er ljósmengun
orðin mikið vandamál enda virð-
ast menn enn sem komið er sjald-
an sjá neina ástæðu til þess að
draga úr lýsingu og spara sér
þannig háar fjárhæðir. Barátta
stjörnuáhugamanna og náttúru-
verndarfólks hefur þó sums stað-
ar vakið athygli á þessu vanda-
máli og leitt til umbóta;
stjórnmálamennirnir hafa tekið
við sér þegar þeim er bent á pen-
ingana sem sparast á minni lýs-
ingu. Lýsing hefur sums staðar
tekið miklum stakkaskiptum,
orkunotkun minnkað talsvert og
lýsing orðið þægilegri. Orku-
sparnaður úti í heimi, þar sem
minna er um umhverfisvæn orku-
ver en hér, dregur auk þess örlít-
ið úr loftmengun. Það er því til
mikils að vinna að spara ljósið.
Ljósmengun á Íslandi
Nú halda kannski margir að ljós-
mengun sé ekki vandamál hér
hjá okkur. Það er þó öðru nær
eins og glöggt má sjá ef ekið er
út fyrir borgarmörkin á vetrar-
kvöldi. Jafnvel langleiðina að
Þingvöllum er ljósbjarminn frá
höfuðborginni, öðrum smærri
bæjum og ekki síst frá gróður-
húsum, svo ótrúlega mikill að
jafnvel vetrarbrautarslæðan
sést varla og norðurljósin nánast
hverfa.
Ljós sem lýsir ekki á neitt
Algengasta orsök ljósmengunar
er sú að frágangi ljósa er ábóta-
vant. Þá berst ljós ýmist til hlið-
ar eða einfaldlega beint upp í
himininn, engum til gagns, og til
verður ótrúlega mikill bjarmi
sem sést víða að. Illa hönnuð
götuljós eru skýrt dæmi um
þetta, til að mynda keilu- eða
kúlulaga ljós sem eru algeng í
íbúðarhverfum. Ljóskastarar
sem lýsa upp byggingar, til
dæmis ljósin fyrir framan
Háskóla Íslands, bílastæði,
íþróttavelli og því um líkt geta
verið slæmir því að mikið af því
ljósi fer beint upp í himininn og
lýsir ekki á neitt. Sumir ganga
meira að segja svo langt að lýsa
upp steina eða tré í garðinum
hjá sér með því að setja ljóskast-
ara ofan í jörðina og lýsa þannig
beint upp í himininn.
Betri ljósbúnaður dregur úr
ljósmengun
Einfaldasta og ódýrasta leiðin til
að draga úr ljósmengun er að
nota ljósbúnað sem lýsir einung-
is niður. Ljós með góðum hlífum
eða skermum koma þar vel að
gagni. Garðyrkjubændur eiga
kost á lömpum sem nýta betur
ljósið í gróðurhúsunum án þess
að það fari beint upp í loftið;
þannig sparast peningar á orku-
reikningnum og uppskeran eykst
jafnvel. Meiri uppskera fyrir
minni kostnað skilar sér síðan til
neytenda í formi ódýrari vöru.
Sumarbústaðaeigendur geta
keypt ljós með rofum sem skynja
hreyfingu og aukið þannig öryggi
bústaðarins um leið.
Ríki og sveitarfélög
Ríki og sveitarfélög ættu að taka
höndum saman um að spara pen-
inga skattgreiðenda með því að
draga úr lýsingu. Það mætti gera
með því að setja einhvers konar
ákvæði um lýsingu í greinargerð
um skipulag bæja. Ríkið ætti að
huga betur að vali á ljósum á
þjóðvegum landsins en gert
hefur verið hingað til. Sumir
skipulags- og umferðarfræðing-
ar hafa jafnvel fært rök fyrir því
að aukin lýsing á þjóðvegum
landsins auki ekki öryggi veg-
farenda, heldur aðeins aksturs-
hraðann og því um leið slysa-
hættuna.
Njótum næturhiminsins
Minni orkunotkun skilar sér til
baka á ótrúlega stuttum tíma.
Þar sem ráðist hefur verið í
úrbætur annars staðar í heimin-
um hefur aðeins tekið nokkur ár
að borga upp kostnaðinn sem fór
í úrbæturnar, einfaldlega með
þeim peningum sem spöruðust á
minni orkunotkun. Gleymum því
ekki að næturhiminninn er eitt
af mestu undrum náttúrunnar og
hefur verið uppspretta fegurðar
og fróðleiks allt frá því að menn
urðu til. Því miður njóta hans
færri en skyldi, en allir heillast
af honum þegar hann sést ómeng-
aður í öllu sínu veldi.
Sævar Helgi Bragason eðlis-
fræðinemi og Þorsteinn Vil-
hjálmsson prófessor í vísinda-
sögu og eðlisfræði.
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefn-
ast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem
glímt hefur verið við að undanförnu eru: Getur verið léttskýjað í Reykjavík í
sunnanátt, má eiga líkamspart af sjálfum sér eftir aflimun, getur hárið orðið
grátt ef einstaklingur verður fyrir skelfilegu áfalli, er hægt að nota orðið „þver-
faglegt“ án allra útskýringa, hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum
og getið þið sagt mér allt um gaupur? Hægt er að lesa svör við þessum spurn-
ingum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
JÖRÐIN AÐ NÓTTU TIL Eins og sést er ljósmengun víða vandamál.
Hvað er ljósmengun?
�������
HANNAÐU HEIMILIÐ MEÐ TENGI
�����
����������� �����
������������ �����
������������������������������������� ��������������������������������������
�� �������� ��� ��� ���� �� ���� ������� �� ���� �� � �������� ��� ��� ��� �������
�������������������������������������������������������������������
���� �������������������������� ������������ � ���������������������
������ ����������� �������������������������������� �������������
�� ����������� ���� � ��������� �� ������ �������� ������������ ������ ���
��� �����������
������������������������������� ������������������������������������������