Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 88
52 23. september 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Garðar Jóhannsson, leikmaður Vals, og Sigþór Júlíusson, leik- maður KR, hafa báðir fengið leyfi til að spila með sínum liðum en Valur tekur á móti KR á Laugardalsvellinum í dag. Sigþór skipti í sumar úr Val yfir í KR og Garðar fór hina leiðina og báðir voru með ákvæði í sínum samningi um að þeir mættu ekki spila gegn sínum gömlu félögum. Þetta ákvæði hefur nú verið fellt úr gildi og því geta Garðar og Sigþór spilað með sínum liðum í dag. KR-ingar létu nokkur vel valin orð falla um Garðar þegar hann yfirgaf félagið og m.a. var haft eftir Teiti Þórðarsyni að Garðar hefði ekki verið til í að leggja nógu mikið á sig til að vinna sér fast sæti í KR-liðinu. Garðar Jóhannsson segist ekkert þurfa að sanna fyrir KR. „Ég veit alveg hvað ég get og KR-ingar vita það líka, annars hefði ég ekki verið hjá þessu félagi,“ sagði Garðar og bætti við að þessi ummæli hefðu ekki haft nein áhrif á sig. „Teitur verður bara að eiga þetta við sjálfan sig. Mér er svo sem alveg sama hvað hann segir um mig, hann er ekki lengur þjálfarinn minn,“ sagði Garðar en hann vildi ekkert gefa upp hvað hann myndi skora mörg mörk í leiknum í dag. „Mér er sama hvort ég skora eða ekki, ef við bara vinnum þennan leik er ég sáttur,“ sagði Garðar. Sigþór Júlíusson var mjög ánægður með að fá að spila þenn- an leik í dag. „Þetta er stórleikur og það hljóta allir að vilja taka þátt í honum,“ sagði Sigþór en hann hefur leikið þrjú tímabil með Val á sínum ferli. „Leikurinn er kannski fyrir vikið öðruvísi fyrir mig en aðrir leikir. Mér leið mjög vel hjá Val og það er ekki rígur þar á milli, af minni hálfu að minnsta kosti, og ég vona að þeim gangi allt í haginn. Að sjálfsögðu vona ég samt að við náum að tryggja okkur annað sætið,“ sagði Sigþór. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Það eru tveir leikir eftir af sumrinu og það eru tveir úrslitaleikir. Við KR-ingar höfum ekki náð neinum árangri ennþá þannig að það er eins gott að halda vel á spilunum í báðum þess- um leikjum. Við getum ennþá endað með dapurt sumar ef við náum ekki að vinna annan hvorn leikinn í það minnsta,“ sagði Sigþór en hann verður samningslaus í næsta mánuði og óljóst er með framhaldið hjá honum. GARÐAR JÓHANNSSON OG SIGÞÓR JÚLÍUSSON: MEGA BÁÐIR SPILA GEGN SÍNUM FYRRUM FÉLÖGUM Í DAG Mér er alveg sama hvað Teitur segir um mig GRINDAVÍK: Staða Grindvíkinga er verst allra liða. Grindavík verður að vinna FH til að bjarga sér frá falli og jafn- tefli hrekkur skammt. Þrátt fyrir sigur gæti liðið líka þurft á hagstæðum úrslitum að halda. BREIÐABLIK: Blikar hafa verstu markatölu þeirra liða sem geta fallið. Blikar verða því helst að vinna Keflavík, sigur í þeim leik gulltryggir sætið. Jafntefli gæti sent liðið niður ef Grindavík vinnur FH og Víkingur nær jafntefli gegn ÍA. VÍKINGUR: Víkingur er í ágætri stöðu með heimaleik og bestu markatölu þeirra liða sem geta fallið. Víkingur þarf að tapa fyrir ÍA og Grindavík og Breiðablik vinna sína leiki til að Víkingur falli. Jafntefli gegn ÍA gull- tryggir sætið. ÍA: Skagamenn standa vel að vígi og nægir jafntefli eins og Víkingum. Óttast því einhverjir að lítil áhætta verði tekin í leik liðanna í Víkinni og að hann verði hrútleiðinlegur. Rétt eins og hjá Vík- ingum þarf ÍA að tapa sínum leik og Breiðablik og Grindavík að vinna sína eigi liðið að falla. FYLKIR: Það þarf allt að klikka ef Fylkir á að falla. Fylkir verður að tapa í Eyjum, Grindavík og Breiðablik að vinna sína leiki og þar að auki verður leikur ÍA og Víkings að enda með jafntefli. Fylkisliðið er því nokkuð öruggt. HVAÐA LIÐ FELLUR? FÓTBOLTI Það verður mikil spenna klukkan 14 í dag þegar átjánda og síðasta umferð Landsbankadeild- arinnar verður flautuð á. FH er orðið Íslandsmeistari, ÍBV er fall- ið og spennan er því hvaða lið fylg- ir ÍBV niður og hvaða lið nær UEFA-sætinu. KR og Valur munu bítast um það sæti þar sem liðið sem nær öðru sæti deildarinnar fær Evrópusætið eftirsótta. Grindavík stendur allra lið verst að vígi. Liðið þarf að leggja sjálfa Íslandsmeistarana en það eitt og sér dugar ef til vill ekki. Á móti kemur að mótherjinn hefur að litlu að keppa og það verður klárlega verðugt verkefni fyrir Ólaf Jóhannesson, þjálfara Íslandsmeistara FH, að koma sínum mönnum í gírinn fyrir leik gegn brjáluðum Grindvíkingum, sem munu eflaust berja hressi- lega frá sér. „Við vitum að ef við svörum ekki fyrir okkur komum við stór- skaddaðir úr leiknum. Þess vegna tel ég pottþétt að við munum taka vel á móti þeim,“ sagði Ólafur. Hann óttast ekki að leikmenn sínir verði að hugsa um Helga Björns- son meðan á leik stendur en stór- söngvarinn verður í fararbroddi á FH-balli um kvöldið. „Það getur brugðið til beggja vona í svona stöðu en ég spái því að Grindvík- ingar falli því þeir vinna okkur ekki.“ Keflavík er í sömu stöðu og FH. Situr í fjórða sæti og sama hvern- ig fer gegn Breiðablik verður liðið í því sæti. Svo á Keflavík að spila bikarúrslitaleik gegn KR og leik- menn hugsanlega farnir að hugsa um þann leik. Guðmundur Steinars- son er eini leikmaðurinn sem er á hættusvæði í spjöldum og hann verður líklega hvíldur. „Við munum ekki tefla í tví- sýnu með bikarúrslitaleikinn,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Það verður mjög sérstakt að spila þennan leik og ég bíð spenntur að sjá hvernig mitt lið mun spila. Þetta er ekki skemmtileg staða og ef einhver fær spjald á morgun og er í hættu verður hann hreinlega tekinn af velli.“ Þrátt fyrir erfiða stöðu Kefla- víkur verður verkefnið erfitt fyrir Blika þar sem þrír leikmenn verða í banni, þar á meðal Zivanovic, sem hefur leyst framherjastöðuna ágætlega síðan Marel Baldvinsson fór til Noregs. Þeir verða einnig án Olgeirs Sigurgeirssonar, sem hefur oft drifið miðjuspilið áfram, sem og varnarmannsins Guð- manns Þórissonar. Skagamenn koma í heimsókn í Víkina en sú sérkennilega staða er komin þar upp að báðum liðum nægir jafntefli til að halda sæti sínu. Þrátt fyrir þá staðreynd ætla Skagamenn að halda sínu striki og sækja af álíka mætti og þeir hafa gert í síðustu leikjum. „Ég get lofað því að það verður ekkert dútl. Við munum sækja af meiri krafti en áður. Við munum kýla á þetta og enda tímabilið með stæl,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, annar þjálfara ÍA. „Við getum náð fimmta sæti og það væri flott að ná því. Engu að síður er ekki hægt að neita því að ef staðan verður 2- 2 og korter eftir gæti hægst eitt- hvað á leiknum. Við munum fylgj- ast vel með hinum leikjunum í síðari hálfleik en ekki fyrr en þá.“ Á þjóðarleikvanginum mætast gömlu Reykjavíkurstórveldin Valur og KR í úrslitaleik um annað sætið. KR er með einu stigi meira og nægir því jafntefli. „Við erum í góðri stöðu á meðan það er jafntefli og því verður eng- inn hasar í okkur,“ sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR, sem ætlar ekki að hvíla þá leikmenn liðsins sem eru á hættusvæði í spjöldum fyrir bikarúrslitaleikinn. Hann mun tefla fram sínu sterkasta liði. „Það kemur ekkert annað til greina. Þetta er fyrra tækifærið okkar af tveimur til að ná þessu UEFA-sæti og við ætlum ekki að gefa frá okkur fyrra tækifærið.“ henry@frettabladid.is Fimm lið geta fallið úr deildinni Það verður væntanlega mikil dramatík þegar lokaumferð Landsbankadeildarinnar verður leikin í dag. Fimm lið geta fallið í 1. deild og svo leika KR og Valur hreinan úrslitaleik um annað sætið í deildinni. FAGNA GRINDVÍKINGAR AFTUR? Grindvíkingar hafa bjargað sér á ævintýralegan hátt síðustu ár og enn eina ferðina eru þeir með bakið uppi við vegg. Þeir verða að vinna Íslandsmeistara FH til að bjarga sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR FÓTBOLTI Keppnin um gullskóinn, sem markahæsti leikmaður Landsbankadeildarinnar fær, er mjög hörð en Blikinn Marel Baldvinsson er enn markahæstur í deildinni þó að hann hafi yfirgefið Blika á dögunum. Marel hefur skorað ellefu mörk og skorar augljóslega ekki meira. Næstir koma KR-ingurinn Björgólfur Takefusa og Grindvík- ingurinn Jóhann Þórhallsson með tíu mörk. Þeir spila báðir í dag og geta því náð Marel. Þar á eftir koma Tryggvi Guðmundsson, FH, og Víkingurinn Viktor Bjarki Arn- arsson með átta mörk.- hbg Keppnin um gullskóinn: Marel enn markahæstur MAREL BALDVINSSON Gæti orðið markakóngur á Íslandi þó að hann sé að spila í Noregi. STAÐAN: FH 17 10 5 2 30-13 35 KR 17 9 2 6 21-25 29 VALUR 17 7 7 3 25-16 28 KEFLAVÍK 17 6 5 5 29-18 24 FYLKIR 17 5 6 6 22-23 21 ÍA 17 6 3 8 26-29 21 VÍKINGUR 17 5 5 7 20-17 20 BREIÐABLIK 17 5 5 7 25-32 20 ----------------------------------------------------- GRINDAVÍK 17 4 6 7 23-25 18 ÍBV 17 4 3 10 16-39 15 LANDSBANKADEILDIN FÓTBOLTI Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður danska úrvalsdeildar- liðsins Bröndby IF, komst á dögunum á heiðurslista hjá félaginu þegar hann varð 55. samningsbundni leikmaður félagsins til að spila landsleik fyrir þjóð sína. Hannes er þar með kominn í hóp með ekki ómerkari mönnum en Michael Laudrup, Brian Laudrup, Peter Schmeichel og Ebbe Sand svo dæmi sé tekið. „Það er mikill heiður að komast á þennan lista og ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Hannes af þessu tilefni. Ekki er nóg með að Hannesi hafi hlotnast þessi heiður heldur stóð einnig á heimasíðu Bröndby IF að Hannes væri fyrsti samn- ingsbundni leikmaður félagsins til að spila landsleik án þess að hafa mætt á æfingu hjá Bröndby. - dsd Hannes Þ. Sigurðsson: Á heiðurslista hjá Bröndby IF HANNES Þ. SIGURÐSSON Er 55. samn- ingsbundni leikmaður Bröndby IF sem leikur landsleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Fylkismaðurinn Hrafn- kell Helgason mun í nóvember næstkomandi gangast undir aðgerð á hné vegna krossbandsslita sem hafa nú plagað hann í rúmlega tvö og hálft ár. Hann hefur komið við sögu í einum leik með Fylki í sumar en annars ekkert getað leik- ið vegna meiðslanna. Hrafnkell sleit krossbönd í hné í janúar árið 2004 og gekkst fljót- lega undir aðgerð vegna þess. „Upphaflega aðgerðin heppnaðist ekki nógu vel og nú á að reyna að laga þetta frá grunni. Það var full- reynt að láta mig spila í þessu ástandi og það gekk vitanlega ekki neitt,“ sagði Hrafnkell sem hefur alla sína tíð leikið með Fylki. Hann er 28 ára gamall. Sveinbjörn Brandsson, læknir íslenska landsliðsins, mun fram- kvæma aðgerðina. „Hann verður að slíta þennan eina þráð sem enn hangir saman og laga svo kross- böndin.“ Hrafnkell segir þetta ekki ein- ungis vera spurningu um að koma knattspyrnuferli hans aftur í gang. „Þetta er líka spurning um hvað ég vil fá út úr mínu lífi. Ég vil geta spriklað í fótbolta og farið í skvass svo eitthvað sé nefnt. Ef ég vil geta gert slíka hluti verður ein- faldlega að laga þetta. Það þýðir ekki að vera endalaust í skák og keilu,“ sagði hann í léttum dúr. Hann segist ætla að halda áfram knattspyrnuiðkun ef aðgerðin heppnast vel. „Þetta verður bara síðan að fá að koma í ljós.“ - esá HRAFNKELL HELGASON Hefur lítið getað leikið með Fylki. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR Meiðslasaga Hrafnkels Helgasonar Fylkismanns heldur áfram: Hrafnkell þarf aftur í aðgerð > Teitur vill markvörð frá Fylki Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Teitur Þórðarson þjálfari KR sett sig í samband Fylki um að fá annað hvort Fjalar Þorgeirsson eða Bjarna Þórð Halldórsson til liðs við KR. Kristján Finnbogason, markvörður KR til margra ára, hyggst leggja skóna á hilluna í haust og vill Teitur fá mann með reynslu í hans stað. Varamark- vörður KR, Atli Jónasson, er enn ungur að árum og hefur lítið fengið að spreyta sig á milli stanganna með meistaraflokki félagsins. Fjalar hefur verið aðalmarkvörður Fylkis í sumar en Bjarni átti í vetur við meiðsli að stríða og féll því aftar í goggunarröðina í Árbænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.