Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 4
4 23. september 2006 LAUGARDAGUR
GENGIÐ 22.9.2006
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
124,9934
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
70,76 71,1
134,66 135,32
90,66 91,16
12,149 12,221
10,876 10,94
9,779 9,837
0,6074 0,611
105,19 105,81
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
LÖGGÆSLA Ef upplýsingar sem lágu
fyrir hjá öryggisdeildum hinna
ýmsu landa þegar hryðjuverkin í
Bandaríkjunum, Balí, London og
Madríd voru framin hefðu skilað
sér í miðlægan
gagnagrunn hefði
verið hægt að
koma í veg fyrir
þau.
Þetta kemur
fram í áður óbirtri
skýrslu sem
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá embætti ríkislög-
reglustjóra, lauk nýverið við, en
hún fjallaði um Öryggisþjónustu
ríkisins, upplýsingagreiningu og
öryggismat.
Skýrsluna
vann Arnar
fyrir dóms-
málaráðuneyt-
ið og Ríkislög-
reglustjóra, en
hún er jafn-
framt loka-
verkefni hans í
meistaranámi
við Háskóla
Íslands.
Arnar við-
aði að sér ýmsu efni við vinnslu
verkefnisins og kynnti sér meðal
annars innra starf öryggis- og
greiningardeilda Europol og
öryggislögreglunnar í Danmörku,
svo og stefnu Evrópusambandsins
gegn hryðjuverkum.
Arnar bendir á að mörg dæmi
hafi legið fyrir um togstreitu,
samkeppni og valdabaráttu innan
löggæslu- og öryggisþjónustu-
sviðs. Meðal annars vegna þess
hafi verið gerðar verulegar breyt-
ingar á greiningar- og matsaðferð-
um sumra öryggisþjónustustofn-
ana í Evrópu og stofnaðar
sérstakar miðlægar stofnanir sem
tóku á móti, greindu og mátu upp-
lýsingar frá öllum sem starfa á
sviði öryggis-
mála til þess að
ná sem heild-
stæðastri mynd
af þeim ógnum
sem steðjuðu að
tilteknu landi á
hverjum tíma.
„Ytri ógnir sem steðja að á
Vesturlöndum hafa tekið á sig
nýja mynd,“ segir hann enn frem-
ur. „Nú telja flest Vesturlönd að
hryðjuverk séu sú ógn sem mest
hætta stafar af. Markviss, öflug
og vönduð upplýsingagreining á
vegum öryggisþjónustustofnana
sé lykillinn að vörnum gegn þeirri
ógn.“ Þá segir Arnar „afar mikil-
vægt að tryggja að slík starfsemi
vinni ekki gegn hagsmunum
almennings eða verði verkfæri í
höndum ráðamanna.“
Hvað varðar stöðu mála hér á
landi segir Arnar að vöntun á
lagaákvæðum og skráðum réttar-
heimildum varðandi öryggismála-
verkefni hafi verið mjög til tra-
fala. Það hafi einnig skapað
réttaróvissu bæði gagnvart þeim
viðfangsefnum sem öryggismála-
svið hjá Ríkislögreglustjóra hafi
þurft að sinna og starfsfólki þar.
Arnar metur það svo að starfs-
menn við öryggis- og greiningar-
deild sem stofnuð yrði hjá emb-
ætti Ríkislögreglustjórans hér á
landi þyrftu að vera í það minnsta
tólf. Þar af væru fimm lögreglu-
menn og fimm sérfræðingar á til-
teknum sviðum.
jss@frettabladid.is
ARNAR JENSSON
HRYÐJUVERKIN Í MADRÍD Eftir á að hyggja sjá menn nú að koma hefði mátt í veg
fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum og Evrópulöndum, hefðu allar upplýsingar sem
fyrir lágu borist greiðlega milli öryggisþjónusta.
Upplýsingaflæði milli landa
hefði hindrað hryðjuverk
Hefðu upplýsingar sem lágu fyrir hjá ýmsum öryggisdeildum skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði að
líkindum verið hægt að hindra hryðjuverk sem framin voru á síðustu árum í Bandaríkjunum og Evrópu.
LÖGGÆSLA Samæfing yfirstjórna
og sérsveita lögreglu á Norður-
löndunum fór fram fyrr í
vikunni.
Æfingin var haldin í ráð-
stefnumiðstöð danska Ríkislög-
reglustjórans. Var látið reyna á
samskipti stjórnstöðva ríkislög-
reglustjóraembættanna til þess
að æfa samvinnu og samhæfingu
við möguleg hryðjuverkatilfelli
á Norðurlöndunum.
Öll Norðurlöndin tóku þátt og
þátttakendur þurftu að glíma við
margvísleg hryðjuverkatilfelli
sem mögulega gætu komið upp.
Markmiðið var að styrkja sam-
vinnu Norðurlandanna á þessu
sviði með því að samæfa hryðju-
verkaviðbúnað landanna. - jss
Norðurlöndin:
Æfing gegn hryðjuverkum
Nú telja flest Vesturlönd
að hryðjuverk sé sú ógn
sem mest hætta stafar af.
ARNAR JENSSON
AÐSTOÐARYFIRLÖGREGLUÞJÓNN
VIÐSKIPTI Skífan þarf að greiða 65
milljónir króna í stjórnvaldssekt
fyrir að hafa misnotað markaðs-
ráðandi stöðu sína. Áfrýjunar-
nefnd staðfesti í gær fyrri
ákvörðun Samkeppniseftirlitsins
þar að lútandi.
Í ákvörðun Samkeppniseftir-
litsins frá 16. júní var Skífan
(sem nú heitir Dagur Group)
fundin sek um að hafa misnotað
markaðsráðandi stöðu sína og
brotið þannig gegn bannákvæð-
um samkeppnislaga. „Þetta gerði
Skífan með gerð ólögmætra
samninga við Hagkaup um sölu á
hljómdiskum og tölvuleikjum,
annars vegar á árinu 2003 og hins
vegar á árinu 2004,“ segir Sam-
keppniseftirlitið, en Hagkaup
skuldbundu sig til að kaupa í
heildsölu tiltekið hlutfall af disk-
um og leikjum, eingöngu af Skíf-
unni. „Með samningunum voru
keppinautar Skífunnar í heild-
sölu á hinum tilgreindu vörum
nánast útilokaðir frá viðskiptum
við Hagkaup,“ segir Samkeppnis-
eftirlitið og kveður Skífuna með
þessu hafa ítrekað brot sitt sem
fjallað hafi verið um í ákvörðun
samkeppnisráðs árið 2001 og í
hæstaréttardómi árið 2004.
Dagur Group skaut málinu til
áfrýjunarnefndar, sem telur að
brot Skífunnar hafi verið bæði
augljós og alvarleg og að for-
svarsmönnum fyrirtækisins hafi
mátt vera ljóst að að umræddir
samningar færu gegn samkeppnis-
lögum. - óká
Í VERSLUN HAGKAUPA Samningur sem
Skífan gerði við Hagkaup árin 2003 og
2004 braut í bága við samkeppnislög.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir úrskurð Samkeppniseftirlitsins:
Skífan sektuð um 65 milljónir
���������
�������
www.minnsirkus.is/sirkustv
���
��
UNGVERJALAND, AP Þúsundir Ung-
verja söfnuðust saman til að mót-
mæla „lygahneykslinu“ í Búda-
pest í gærkvöldi, fimmta kvöldið í
röð. Hópurinn var heldur fámenn-
ari og rólegri en kvöldið áður.
Talsmenn stærsta stjórnarand-
stöðuflokksins greindu frá því á
fimmtudag að ákveðið hefði verið
að fresta fjöldafundi um helgina,
vegna sprengjuhótana.
Mikið spennuástand ríkir í
stjórnmálum landsins í kjölfar
þess að dreift var upptöku úr
ræðu forsætisráðherrans þar sem
hann talaði um að stjórnarliðar
hefðu logið að þjóðinni fyrir
þingkosningar í apríl. - aa
Ólgan í Ungverjalandi:
Mótmælendur
færri og rólegri
LÖGREGLUMÁL Fimmtíu og tveggja
ára gömlum manni, sem var í
haldi lögreglu vegna gruns um
kynferðisbrot gagnvart börnum,
hefur verið sleppt úr haldi.
Maðurinn neitar alfarið sök.
Nokkur sex ára gömul börn
fóru inn í íbúð mannsins og
tilkynntu foreldrar barnanna að
hugsanlega hefði maðurinn áreitt
börnin kynferðislega. Ekkert
hefur komið fram hjá börnunum
ennþá sem gefur tilefni til þess að
maðurinn hafi beitt þau kynferðis-
legu ofbeldi, samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu.
Hörður Jóhannesson, yfirmað-
ur rannsóknardeildar lögregl-
unnar í Reykjavík, segir yfir-
heyrslum yfir börnunum ekki
enn lokið. - mh
Rannsókn á kynferðisbroti:
Karlmanni
sleppt úr haldi
VARNARMÁL Íslendingar og
Bandaríkjamenn gerðu sína
mengunarskýrsluna hvorir þar
sem segir nákvæmlega hvar
þeir telji
mengun vera
á varnarsvæð-
inu og hvert
mat manna sé
á henni, að
sögn Árna
Sigfússonar,
bæjarstjóra í
Reykjanesbæ.
Bandaríkja-
menn voru
nákvæmari en
Íslendingar og bentu á marga
smærri bletti. Þessir punktar
eru um sextíu talsins og eru
dreifðir á stóru svæði. Árni
telur að í næstu viku verði
kynnt áætlað mat á kostnaði
Íslendinga og hvernig þeir fái
það jafnað upp með eignum á
svæðinu. - ghs
Árni Sigfússon:
Bentu á fleiri
mengaða bletti
ÁRNI SIGFÚSSON