Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 24
 23. september 2006 LAUGARDAGUR24 „Ég neita því ekki að ég varð mjög glaður að fá þessi verðlaun,“ segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Trygginga- miðstöðvarinnar, sem valinn hefur verið stjórnarformaður ársins 2006. Í fyrsta sinn er nú stjórnarformaður ársins valinn með formlegum hætti hér á landi. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti Gunnlaugi verðlaunin á Nordica hóteli á fimmtu- dag en Gunnlaugur fékk flest stig í könnun sem var gerð meðal fram- kvæmdastjóra og stjórnarmanna á Íslandi. „Þetta er fyrst og fremst ánægjulegt þótt það fari kannski minna fyrir praktísku gildi,“ segir Gunnlaug- ur, sem hefur verið stjórnarformaður TM í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hagn- aður félagsins aukist jafnt og þétt og starfsemi erlendis hefur verið aukin. Hann telur að stjórnarformenn eigi að vera íhaldssamir og fastheldnir frekar en hitt. „Án þess að vera að hugsa um sjálfan mig, þá held ég að góður stjórnarformaður þurfi að vera vel að sér í þeim rekstri sem undir hann heyrir, hann þarf að hafa ákveðna sýn á hvert fyrirtækið er að fara og þarf að geta valið gott fólk til trúnaðar- starfa í félaginu.“ Verðlaunin eiga sér norska fyrir- mynd og er tilgangur þeirra að skapa umræðu, vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa og stuðla að bættu viðskiptasiðferði. „Ég held að það sé alltaf ágætt að reyna að bæta hluti og stuðla að betra viðskipta- siðferði. Ég held að stjórnarstörf á Íslandi hafi tekið miklum framförum á undanförnum árum. Vinnubrögð eru orðin agaðri og stjórnarmenn betur upplýstir en áður var og virkari í störf- um. Ég held að það eigi almennt við um fyrirtæki á Íslandi.“ Þótt stoltur sé af verðlaununum kveðst Gunnlaugur Sævar ekki ætla að halda sérstaklega upp á að vera orðinn stjórnarformaður ársins. „Ég tek þessu með stóískri ró.“ bergsteinn@frettabladid.is GUNNLAUGUR SÆVAR GUNNLAUGSSON: STJÓRNARFORMAÐUR ÁRSINS Tekur þessu með stóískri ró GUNNLAUGUR SÆVAR Hefur verið stjórnarformaður TM undanfarin fjögur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Í tilefni af 150 ára fæðingar- afmæli séra Jónasar Jónas- sonar frá Hrafnagili í ár var opnuð sýning honum til heiðurs í Þjóðarbókhlöð- unni í gær undir yfirskrift- inni Sú þrá að þekkja og nema ... Í dag fer enn frem- ur fram málþing um séra Jónas og verk hans. Jónas fæddist 4. ágúst 1856 á Úlfá í Eyjafjarðar- dal, sonur hjónanna Guð- ríðar Jónasdóttur og Jónas- ar Jónssonar. Hann lauk embættisprófi 1883, tók prestsvígslu og þjónaði í Grundarþingum í Eyjafirði í um 25 ár. Seinna starfaði Jónas sem kennari við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri. Árið 1915 stóð séra Jónas fyrir heimildasöfnun um þjóðhætti, þjóðsiði, trú og venjur hér á landi. Afrakstur söfnunarinnar kom út í bókinni Íslenskir þjóðhættir sem fyrst var gefin út árið 1934 og er ein verðmætasta heimild okkar um íslenskan menningar- arf. Á málþinginu flytja sex fyrirlesarar jafnmörg erindi um Jónas. Farið verður vítt og breitt um sviðið, meðal annars verð- ur fjallað um ævi hans og fjölskylduhagi og verk hans sett í alþjóðlegt samhengi. Málþingið fer fram í Þjóðarbókhlöðunni og hefst klukkan 13. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðu Þjóðarbókhlöð- unnar, bok.hi.is. Séra Jónasar frá Hrafnagili minnst JÓNAS FRÁ HRAFNAGILI Tók saman íslenska þjóðhætti og gaf út í samnefndu riti. MERKISATBURÐIR 951 Ottó mikli verður konungur Ítalíu. 1241 Snorri Sturluson er veginn í Reykholti. 1719 Liechtenstein lýsir yfir sjálfstæði frá Þýskalandi. 1835 Skipið HMS Beagle, með Charles Darwin um borð, siglir til Karlseyju í Galapagos- eyjaklasanum. 1942 Sovétmenn snúa vörn í sókn í Stalíngrad. 1943 Tæplega 300 lögskilnaðarsinnar afhenda Alþingi áskorun um að ganga ekki frá sambandsslitum við Dani að svo stöddu. 1973 Fellibylurinn Ellen gengur yfir Ísland. 1994 Minnismerki afhjúpað á Öxnadalsheiði í tilefni þess að allur vegurinn milli Akureyrar og Reykjavíkur hefur verið malbikaður. SIGMUND FREUD (1856-1939) LÉST Á ÞESSUM DEGI. „Siðmenningin hófst þegar einhver sem reiddist bölvaði og skammaðist í stað þess að kasta grjóti.“ Sálfræðingurinn austurríski er oftar en ekki nefndur faðir sálgreiningarinnar. Elskulegur sonur okkar, faðir, unnusti, bróðir, barnabarn og frændi, Kári Breiðfjörð Ágústsson Flúðaseli 74, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 25. september kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Ólafsdóttir Hörður Eiðsson Ágúst Elbergsson Árný B. Kristinsdóttir María Erla B. Káradóttir Emma Kolbrún B. Káradóttir Snædís Sól B. Káradóttir Loredo Castilla. AFMÆLI Hjálmar H. Ragn- arsson, tónskáld og rektor, er 54 ára. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, er 54 ára. Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndar- stofu, er 53 ára. Á þessum degi árið 1846 upp- götvaði þýski stjörnufræðing- urinn Johann Gottfried Galle reikistjörnuna Neptúnus. Neptúnus er áttunda plánetan frá sólu. Franski stjörnufræð- ingurinn Urbain-Jean-Joseph Le Verrier setti upphaflega fram kenningu um tilvist plánetunnar og mældi stað- setningu hennar með því að reikna út jafnvægissveiflur í hreyfingum Úranusar. Hinn 23. september árið 1846 lét Le Verrier Galle vita af niðurstöðum sínum og sama kvöld kom sá síðarnefndi auga á reikistjörnuna frá stjörnuskoðunarstöð sinni í Berlín. Á rúmum sólarhring mældi stjörnufræðing- urinn hreyfingar plánetunnar í samanburði við stjörnur í bakgrunni og staðfestu þær athuganir að um reikistjörnu væri að ræða. Ummál Neptúnusar er fjórum sinnum meira en ummál jarð- ar. Plánetan er umlukin bláu gasi og er nafn hennar dregið af rómverska sjávarguðinum Neptúnusi. Fimm hringir eru umhverfis reikistjörnuna, þrír bjartir og tveir dimmir og af átta tunglum hennar er Tríton það stærsta. Það tekur hana 165 ár að fara einn hring umhverfis sólu. Árið 1989 kom fyrsta geimfarið frá jörðu til Neptúnusar en það var bandaríska geimfarið Voyager 2. ÞETTA GERÐIST: 23. SEPTEMBER 1846 Neptúnus kemur í leitirnar NEPTÚNUS „Ég er alveg í skýjunum,“ segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir, sem kjörin var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, á fimmtudagskvöld. Erna hlaut 772 atkvæði á móti 692 atkvæðum Heiðrúnar Lindar Marteins- dóttur, en aldrei hafa jafn mörg atkvæði verið greidd á aðal- fundi Heimdallar. Erla boðar nýjar áherslur en þó ekki róttækar breyting- ar í starfi félagsins. „Undanfarin tvö ár hefur verið unnið öflugt starf sem við viljum halda áfram. Við ætlum hins vegar að víkka út málefnasviðin þannig að flestir geti tekið þátt í starfinu.“ Erla er 28 ára gömul, fædd og uppalin í Stykkishólmi og stundar meistaranám í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands. „Ég á lokaritgerðina eftir og fer að hella mér í hana, auk þess sem ég vinn hjá markaðsdeild Landsbank- ans,“ segir Erla Ósk, sem kann félögum sínum og stuðnings- mönnum bestu þakkir fyrir árangurinn í formannsslagn- um. Erla formaður Heimdallar ERLA ÓSK Boðar nýjar áherslur en þó ekki róttækar breytingar. timamot@frettabladid.is Legsteinar Kynningarafsláttur af völdum tegundum Fjölbreytt úrval Hagstæð verð Stuttur afgreiðslufrestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.